Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 61
ERLENT
Falsaði skjöl um uppruna sinn
Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari V-
Þýkalands, var í þýska hernum á árum
seinni heimsstyr jaldarinnar. Hann gegndi
stöðu liðsforingja í hernum lenti m.a. í
fangabúðum í Bretlandi. Hitt vissu færri
að Schmidt er hálfur gyðingur, og neydd-
ist til að falsa skjöl um uppruna sinn til að
forða sér frá gasklefum nasista.
Þessar upplýsingar voru birtar í sjálfs-
ævisögu um miðjan síðasta mánuð, —
ekki í ævisögu Schmidts sjálfs, heldur í
sjálfsævisögu Giscard d’Estaing fyrrum
forseta Frakklands.
Þeir þjóðarleiðtogarnir fyrrverandi eru
afar nánir vinir og höfðu nána samvinnu
sín á milli. Giscard segir frá því í ævisögu
sinni, að Helmut hafi rakið fyrir honum
söguna af gyðinglegum uppruna sínum í
aftursætinu í límúsínu Helmuts, þegar
Frakklandsforseti var í opinberri heim-
sókn í V-Þýskalandi 1980. Hann hafði
einungis sagt tveimur frá þessu áður,
konu sinni og einum manni öðrum. Afi
hans var ríkur bankastjóri, sem gat laun-
soninn, Gustaf, með ungri konu. Gustafi
var komið í fóstur hjá fólki með ættar-
nafnið Schmidt.
Helmut fékk ekki að vita af því að hann
væri af gyðinglegum uppruna fyrr en nas-
istar komust til valda. „I upphafi stríðsins
var faðir minn kennari og ég í hernum“,
sagði Helmut vini sínum Giscard. „Hve-
nær sem var gátu komið kröfur um að við
sönnuðum að við værum 100% aríar. Við
ákváðum því báðir að falsa skjöl um upp-
runa okkar". Það reyndist auðvelt, því á
fæðingarvottorði föður hans í Hamborg
stóð: faðir óþekktur.
Kaldhæðni örlaganna er svo, að Hel-
mut Schmidt varð síðar kanslari V-Þýska-
lands, og mátti þola skammir og ádeilur
fyrir hönd Þjóðverja sökum ófyrirgefan-
legrar meðferðar þeirra á gyðingum í
seinni heimsstyrjöldinni.
Breski rannsóknarþingmaðurinn
Campell-Savours og Ásgeir Friðgeirs-
son blaðamaður í Þjóðlífsviðtalinu. „fs-
lenskar konur eru merkilegar”.
(Myndirnar tók Dorina Staþopoulou)
atvinnuleysi minnkaði þá væru miklar líkur á
að óróleiki ykist á vinnumarkaðinum. „Það
eina sem heldur aftur af harðri baráttu
verkafólks er atvinnuleysi," — bætti hann
við ákveðinn. Hann kvaðst vona að í því
ölduróti sem fylgt hefði kosningaósigri
Verkamannaflokksins, skapaðist ekki jarð-
vegur fyrir hugmyndir sem byggðu á því
sama og skóp kosningasigur íhaldsflokksins
á síðasta ári, þ.e. græðgi.
Rannsóknarþingmaðurinn
Dale Campbell-Savours er rannsóknar-
þingmaður. Á undanförnum árum hefur
talsvert borið á honum því hann hefur sýknt
og heilagt verið að ónáða ríkisstjórnina með
uppljóstrunum um mál sem verið hafa í
deiglunni í það og það skiptið. „Tilgangurinn
með þessum uppljóstrunum er að upplýsa
almenning. Með því að draga fram í dagsljós-
ið öfgar og ofgnótt, hræsni, ósamkvæmni og
spillingu er hægt að fræða fólk betur um
þjóðfélagið sem það býr í og það er einungis
vegna svona fræðslu sem það getur myndað
sér gildar pólitískar skoðanir. Annars eru
þær holar, ekki byggðar á raunverulegri eða
sannri skynjun á veruleikanum. Með þessu
móti er hægt að hreyfa við pólitískum öflum,
— hrinda af stað breytingum sem miða að
því að koma í veg fyrir að óæskilegir hlutir
endurtaki sig.
Með því að vekja athygli á hinu góða og
hinu illa er hægt að þoka hlutum áfram,
breyta og þróa. Ef þetta er ekki gert verður
hið illa viðtekið,” sagði Campbell-Savours,
alvarlegur í bragði. „ Ef marka má heimildar-
menn mína,“ bætti hann við glaðhlakkaleg-
ur, „þá gætu menn eins og ég haft meira en
nóg að gera á íslandi. Mér skilst að þar sé
núna mikil þörf fyrir rannsóknarþingmann,
— mann sem stingur á meinsemdakýlum
samfélagsins.” Hann vildi ekki ræða þetta
neitt frekar og bar fyrir sig að hann hefði
ekki neinar staðfestar upplýsingar.
Þá mun ég berjast
Campbell-Savours er atorkusamur maður
og nýtur virðingar samherja sinna. Þegar tíð-
indamaður Þjóðlífs brá sér á þingpalla fyrr í
vetur var mikið líf í kringum hann. Hann
fletti í gegnum hverja skýrsluna af annarri og
samþingmenn hans virtust gjarnan leita hjá
honum ráða. Ýmsir spá honum frama innan
Verkamannaflokksins en samt hefur hann
aldrei sóst eftir embætti í skuggaráðuneyti
hans. Hann sagðist ekki hafa áhuga á sæti í
því.
„Skuggaráðuneytið hefur enga þýðingu,”
sagði hann. „Ég hef ekki áhuga á að lenda í
þeirri gagnslausu goggunarröð sem þar er.
Auk þess myndi það múlbinda mig. Ég gæti
ekki sagt þetta og ég gæti ekki gert hitt því
þingsköp og venjur leyfðu ekki slíkt." Þegar
hann var því næst spurður hvort það gæti
ekki aukið á frama hans að vera í sviðsljósinu
sem talsmaður flokksins í einhverjum mála-
flokki, spurði hann á móti: „Er ég ekki nóg í
sviðsljósinu?" Hann hafði lög að mæla því
vegna rannsóknarstarfa sinna er meira um
hann fjallað í breskum fjölmiðlum en flesta
aðra þingmenn Verkamannaflokksins.
Þegar hann var spurður hvort hann hefði
ekki áhuga á frama og upphefð kæmist
Verkamannaflokkurinn til valda kvað við
annan tón. „Þá mun ég berjast. Mikil ósköp,
— þá verð ég maður athafna. Ég vil fá ein-
hverju áorkað," — sagði hann og það var
ekki erfitt að trúa honum, slík var einurð
hans.
61