Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 63

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 63
ERLENT Þýskalandi ÍRBNZIBE WE62URw T. Luxrr^0,'S caípiHEVT & ‘*ntn9r ,FRÍ' reEIHEITdcr ^‘ I { ^OtRSOENKENOEW Um hundrað manns í minningargöngunni notuðu óvænt tækifærið og héldu á lofti setningum og slagorðum úr ritum Rósu Luxemburg til styrktar mannréttindabarátt- unni. Frelsið er alltaf frelsi þeirra sem hugsa öðruvísi. um 90 þúsundir Austur-Þjóðverja fengið leyfi til að yfirgefa land sitt. Ekki er vitað með vissu hversu margir tug- ir þúsunda umsókna um brottflutning liggja í skúffum forráðamanna ríkisins. Væru landa- mærin opnari og fengi fólk sjálft ráðið ferða- lögum sínum myndi ugglaust margur snúa aftur heim til verka sinna og þess samfélags- lega öryggis sem sósíalisminn í Austur- Þýskalandi hefur tvímæialaust búið þegnum sínum. Því bætt lífsafkoma, aukin neysla og neyslumöguleikar hafa ekki megnað að skyggja á ljóma gullkálfsins í vestri. Hin hliðin á vandamálinu, sú sem austur- þýsk yfirvöld virðast eiga erfiðara með að umgangast er gagnrýnin úr eigin röðum, kröfur ungs fólks um raunhæft lýðræði og persónulegt frelsi til að ráðstafa tíma sínum og starfskröftum. Sovéskir of frjálslyndir Almennt var búist við því að Glasnost og Perestroijku aðgerðir föðurlandsins í austri hefðu áhrif á lífið í öðrum sósíalískum lönd- um — mér er ekki kunnugt um að svo sé — a.m.k. ekki opinberlega. Forráðamenn þýska Alþýðulýðveldisins halda því fram, svo fremi sem þeir taka sér þessi orð í munn, að þeirra land þurfi ekki á slíkum tökuorðum að halda. Aðgerða sem þessi orð standi fyrir sé ekki þörf þar í landi. Enda virðast aðgerð- ir Gorbatsjovs í Sovétríkjunum enn sem komið er ekki hafa vakið áhuga til eftir- breytni í öðrum sósíalískum ríkjum. Þar er enn beðið átekta — mun Gorbatsjov takast að vekja þegna sína af dásvefni afskiptaleysis og virkja þá til raunverulegrar þátttöku í samfélaginu eða mun baktería valdagræðg- innar eða öllu heldur viðhalds eigin valda fella hann og frostavetur mikill skella á. Það er skiljanlegt að undirtátar Sovétríkj- anna sem enn eru blóðug átök austur-þýskra verkamanna og sovéskra dáta þann 17. júní 1953 í fersku minni, sem og innrásin í Ung- verjaland 1956, sovésku skriðdrekarnir á götum Prag vorið 1968 og afskipti Sovétríkj- anna af útistöðum pólskra yfirvalda við Sol- idarnoschreyfinguna fari sér hægt og leggi í augnablikinu ekki ýkja mikið upp úr eigin slagorðum eins og „Með því að læra af Sovét- ríkjunum lærum við að sigra.“ I Austur-Þýskalandi er meira að segja svo komið að aðalræðurnar á rithöfundaþingi Sovétríkjanna eru nú ekki lengur prentaðar í heilu lagi í málgagni austur-þýska kommún- istaflokksins, þykja líklega frjálslegri og beinskeyttari en svo að stjórnvöld treysti þegnum sínum að fara með svo hættulegt efni. I kenningum sósíalismans kemur hvergi fram að hann sé hafinn yfir gagnrýni. Gagn- rýni er meira að segja mikilvægur þáttur sós- íalismans samkvæmt kenningunni. Þó er það svo að valdhafarnir í sósíalísku löndunum virðast áskilja sér einum rétt til að ákvarða hvað sé gagnrýnt og hvenær. Einnig eru mörkin milli gagnrýni og rógburðar gagnvart Barbel Bohley myndlistarmaður og liðs- maður friðarhreyfingar hefur staðið í ströngu. ríkinu oft harla óljós og tilviljunarkennd og það varðar við lög að rægja ríkið. Þar við bætist að iðulega fyrirfinnst enginn opinber vettvangur fyrir gagnrýni í sósíalískum lönd- um. Auðvitað skiptist fólk á gagnrýnum skoðunum, en ekki opinberlega. Ekki alls fyrir löngu hélt bókmenntaráðu- nautur kirkjunnar í Dresden fyrirlestur á vegum evangelísku Akademíunnar hér í Vestur-Berlín. Að fyrirlestrinum loknum leyfðist gestum að bera fram spurningar. Einn gesta benti á opinberan stuðning aust- ur-þýskra rithöfunda búsettra í Vestur- Þýskalandi við þá, sem höfðu verið fangels- aðir 17. janúar og spurði hvort rithöfundar fyrir austan hefðu látið eitthvað slíkt frá sér fara. Svarið var að erfitt væri að henda reiður á slíku því fyrir austan væri illmögulegt að koma slíkum stuðningi á framfæri. Kirkjan veitir skjólið Reyndar er þetta ekki alls kostar rétt. Það er hægt að koma slíkum hlutum á framfæri, hálfopinberlega ef svo má að orði komast, á kirkjulegum samkomum. Kirkjan í Austur- Þýskalandi hefur á undanförnum vikum sýnt og sannað að hún er kannski eina opinbera aflið til hliðar við stjórnvöld. Þessi þróun kirkjunnar er búin að standa lengi, á hljóð- látan og þrautseigan hátt hefur ákveðnum öflum innan kirkjunnar tekist að vinna henni sess sem óháð pólitískt afl í Þýskalandi roð- ans úr austri. An þess að spyrja um guðstrú 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.