Þjóðlíf - 01.03.1988, Side 66
ERLENT
Hin árlega minningarganga um Rósu Luxemburg og Karl Liebknecht í Austur-Berlín
17.janúar sl.
Víðtækustu mótmæla-
aðgerðir í
Austur-Þýskalandi
Strax daginn eftir hófust almennustu og
víðtækustu mótmælaaðgerðir sem um getur í
sögu Alþýðulýðveldisins. Kirkjan var sá
staður þar sem fólk safnaðist saman. Þar
voru haldnar bænasamkomur fyrir fangana,
gefnar upplýsingar um gang mála í fangels-
unum og um aðgerðir fólks víðsvegar um
landið því mótmælaaðgerðirnar voru í þetta
sinn ekki einvörðungu bundnar við Austur-
Berlín.
Um allt landið áttu sér stað friðsamlegar
aðgerðir stjórnvöldum til áminningar, meira
að segja í svokölluðum „dal grunlausra“ en
svo er Dresdenarborg og nærsveitir kallaðar
því þar njóta íbúar ekki upplýsingastreymis
vestrænna fjölmiðla. Það kom fljótlega í ljós
að meirihluta hinna handteknu var meira
umhugað að komast sem skjótast vestur yfir
landamærin en að berjast fyrir umbótum inn-
an lýðveldisins. Akafi sumra þeirra gekk
meira að segja svo langt að bera ýmsar sakir
upp á umbótasinna, til að mynda ólöglega
upplýsingamiðlun.
Kirkjan hafði strax í upphafi ráðið safnað-
armeðlimum sínum frá þátttöku í Lúxem-
burg/Liebknecht göngunni og þó svo að hún
tæki skýrt fram að umbótasinnar stæðu
henni nær en brottfararfíknir væri það skylda
kirkjunnar að láta mál allra sem handteknir
voru til sín taka. Á meðan réttarhöldin stóðu
yfir áttu sér stað stöðugir fundir forráða-
manna kirkjunnar og stjórnvalda. Forráða-
mönnum kirkjunnar var mikið í mun að þessi
mál leystust giftusamlega og án þess að það
rými sem kirkjunni hafði tekist að skapa til
frjálsra skoðanaskipta væri skert og von-
brigði og lýðveldisleiði gripi frekar um sig.
Þeir sem vildu fara skyldu fá það, hinum
sleppt og ákærur dregnar til baka var krafa
kirkjunnar. En það var stjórnvöldum of stór
biti að kyngja, sumir umbótasinnanna höfðu
þegar verið ákærðir fyrir landráð og einn
þeirra, umhverfisverndarsinninn Vera Woll-
enberger hafði meira að segja hlotið dóm.
Það myndi grafa undan allri trú á réttvísina
ef þetta fólk fengi skyndilega að fara heim og
mæta svo næsta dag í vinnuna eins og ekkert
væri. Miklu betra væri að losna við alla. Sú
varð og raunin.
Vilja austur aftur
Áður en hálfur mánuður var liðinn frá
handtökunum höfðu 55 mótmælendur ásamt
41 nánum ættingja, mökum og börnum,
fengið afhenta farseðla til vesturfarar.
Nokkrum dögum síðar undirrituðu vísna-
söngvarinn Stefan Krawczyk og kona hans
leikstjórinn Freya Klier umsókn um að flytja
til Vestur-Þýskalands. Og þegar þrjár vikur
voru liðnar frá handtökunum voru allir um-
bótasinnarnir komnir vestur, þeir staðföst-
ustu með vegabréf upp á vasann ásamt lof-
orði stjórnvalda um að mega snúa aftur eftir
um það bil hálft ár. Það er erfitt að spá
einhverju um það hvort stjórnvöld muni
standa við Ioforð sín og taka aftur á móti
þessum svörtu sauðum hjarðar sinnar, þó er
það líklegt.
Strangt tekið hafa stjórnvöld Alþýðulýð-
veldisins aðeins einu sinni gerst brotleg við
mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna
hvað sviptingu ríkisborgararéttar varðar.
Það var árið 1976 þegar Wolf Biermann var
meinað að snúa aftur til heimalands síns að
aflokinni tónleikaferð í Vestur-Þýskalandi. í
öllum öðrum tilvikum þar sem óþægilegir
þegnar hafa misst ríkisborgararétt sinn hefur
það á pappírunum verið samkvæmt þeirra
eigin vilja. Sú staðreynd að þetta fólk sat í
fangelsi þegar það reit umsóknina og átti yfir
höfði sér málshöfðun og dóm segir hinn
helminginn af sögunni.
Það kom snemma í ljós að stjórnvöld ætl-
uðu sér einnig núna að beita þessari venju-
legu aðferð. Fyrstu 4 umbótasinnarnir sem
kornu vestur höfðu í fangelsinu skrifað undir
umsókn um að fá að yfirgefa landið. Þegar
hingað kom létu þeir hins vegar ekkert tæki-
færi ónotað til að lýsa því yfir að undirskrift-
irnar staðfestu síður en svo fúsan og frjálsan
vilja þeirra. Stefan Krawczyk kvað fáránlegt
að tala um frelsi innan fangelsismúra. Og um
tíma reyndust fjölmiðlar hér óþreytandi að
fjalla um þessar ómannúðlegu aðferðir
stjórnar Alþýðulýðveldisins. Ef hin unga
ímynd austur-þýska Alþýðulýðveldisins á al-
þjóðavettvangi átti ekki að bíða alvarlega
hnekki var nauðsynlegt að breyta svolítið um
stefnu. Þeim sem fram til þessa höfðu neitað
að skrifa undir umsókn var boðið upp á tvo
valkosti, sitja af sér dóma sína eða hverfa úr
landi um tíma.
Engar opinberar upplýsingar hafa fengist
um það hvernig þessum málum var í raun
komið í kring. Hvorki kirkjan né vegabréfs-
hafarnir sjálfir hafa viljað eða getað gefið
fjölmiðlum upplýsingar um raunverulegt
markmið þessarar ráðstöfunar. Kirkjan seg-
ist munu halda áfram að reyna að sannfæra
stjórnvöld um nauðsyn þess að hún taki nýja
strauma í samfélaginu alvarlega og hefji um-
ræður við umbótasinna svo þeir megi á ný
verða þátttakendur í samfélaginu. Stjórn-
völd verði og að opna augun fyrir vandamál-
um þeirra sem vilja flytjast á brott, sýna vilja
til að búa þessu fólki samastað innan lýð-
veldisins eða leyfa því að fara. Því sé nauð-
synlegt að setja skýrari reglur um brottflutn-
ing einkum hvað varðar biðtíma. Þess eru
dæmi að fólk hafi beðið í fleiri ár eftir úr-
lausn.
Stöðug blóðtaka
Þessi nýjasta tegund aðgerða austur-
þýskra yfirvalda hefur þó þrátt fyrir allt vak-
ið vonir. Því það sem æ ofan í æ hefur dregið
allan mátt úr umbótahreyfingum í Austur-
Þýskalandi er að þeir sem höfðu sig mest í
frammi, unnu mest og bjuggu yfir víðtækustu
reynslunni hafa með reglulegu millibili yfir-
66