Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 8
INNLENT vona að það verði ofan í Alþýðubandalag- inu. En að svo stöddu tel ég að Alþýðuflokk- urinn reki mun heilsteyptari stefnu en Al- þýðubandalagið sérstaklega í efnahagsmál- um og það er helsta ástæða þess að ég snerist til fylgis við hann. Ber kvíðboga fyrir stjórnarsamstarfinu Pú talar um sameiningu Alþýðuflokks ogAl- þýðubandalags. Nú hafa þessir flokkar myndað stjórn með Framsóknarflokknum. Attu von á því að stjórnarsamstarfið verði til þess að fœra flokkana nœr hvorum öðrum? — Ég verð að viðurkenna að ég ber ákveð- inn kvíðboga fyrir þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast jafnvel að það verði frekar til þess að reka fleyg á milli Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags en sameina þá. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. í fyrsta lagi bar stjórnar- myndunina mjög brátt að og viðræður um hana snerust fyrst og fremst um að safna þingstyrk til að verja væntanlega ríkisstjórn vantrausti. Það gafst í raun afar lítið svigrúm til að ræða málefni og stjórnarstefnu. Þeirri umræðu var í rauninni velt yfir á stjórnar- samstarfið. í öðru lagi eru erfiðir tímar fram- undan í efnahagsmálum sem án efa ntunu leiða til átaka í ríkisstjórninni. Það verður enginn hægðarleikur að stjórna efnahags- málunum á næstu misserum þannig að verð- bólga og viðskiptahalli fari ekki úr böndun- um. — I þriðja lagi er forysta ríkisstjórnarinnar í höndum Framsóknarflokksins. Nú verð ég að viðurkenna að álit mitt á Framsóknar- mönnum hefur vaxið eftir því sem kynni mín af þeim hafa aukist og auðvitað á samvinnu- hugsjónin margt skylt með jafnaðarstefn- unni. En það breytir ekki því að ýmsir for- ystumenn Framsóknarflokksins hafa haldið á lofti skoðunum varðandi efnahagsmál sem mér þykja vægast sagt óskynsamlegar. Ég vil hér sérstaklega nefna atvinnumál og vaxta- mál. k STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar írá BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60 „Afturhaldsstefna sem miðar að því að koma í veg fyrir breytingar má ekki verða ofan á í þessu stjórnarsamstarfi." Valdahlutföll í þingflokki — viðræður jafnaðarmanna — Eins og nú er ástatt óttast ég að Al- þýðubandalagið hallist á sveig með Frarn- sóknarflokknum í þessum málum einfald- lega vegna þess hver valdahlutföll eru í þing- flokki Alþýðubandalagsins. Ég vona sannarlega að ótti minn varðandi stjórnar- samstarfið reynist ástæðulaus og ég held að það sé hægt að gera ýmislegt til að stuðla að því að það verði farsælt. Ég held til dæmis að það sé ákaflega mikilvægt að samskipti stjórnarflokkanna og þá kannski fyrst og fremst Alþýðuflokks og Alþýðubandalags fari ekki eingöngu fram í fundarherberginu í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu heldur miklu víðar. Sameining jafnaðarmanna í ein- uin stjórnmálaflokki þarf að eiga sér tölu- verðan aðdraganda og ég efast um að frurn- kvæði að henni geti kornið nema að tak- mörkuðu leyti frá forystumönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. — Mér finnst að þeir sem aðhyllast hug- myndina urn einn flokk fyrir jafnaðarmenn eigi að nota tækifærið sem stjórnarsamstarf- ið gefur til að leggja drög að málefnalegri samstöðu. Viðræður af því tagi gætu einnig átt drjúgan þátt í því að friður haldist í stjórn- inni það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Aðgerðir til skamms tíma Nú fer ríkisstjórnin á stað með heilmikið prógram í efnahagsmálum sem meðal annars er œtlað að ná niður verðbólgtt og draga úr viðskiptalialla. Ertu að gefa í skyn að þessar aðgerðir dugi ekki? — Foprí ciálfn cpr plrlri opfa npitt clíkt í skyn. Þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til — fyrst og fremst verð- og launa- stöðvun til febrúarloka á næsta ári og nokkur millifærsla til frystiiðnaðarins — eru ein- göngu til skamms tíma. Það er heilmikið til í því sem hefur verið haldið fram að þessar ráðstafanir leysi engan vanda heldur fresti því eingöngu að á honum þurfi að taka. — Það er auðvitað hægt að ná verðbólgu langt niður með því að lýsa yfir verðstöðvun en eingöngu um stundarsakir. Ef ekki er ráð- ist fyrr en seinna að undirrót verðbólgunnar sem að mínu mati er ósamræmi milli þjóðar- útgjalda og þjóðartekna er hætt við því að verðlagsþróun sæki fljótlega í sama farið. Strangt aðhald á sviði ríkisfjármála og pen- ingamála verður að fylgja í kjölfar verð- stöðvunarinnar. Þetta þýðir einfaldlega að skattar verða að hrökkva fyrir útgjöldum rík- isins og vextir þurfa áfram að vera tiltölulega háir. Hér er að vísu um nokkurt val að ræða. Eftir því sem skattheimta verður nteiri dreg- ur úr lánsfjáreftirspurn ríkisins sem að öðru jöfnu ætti að gera það að verkum að vextir verði lægri en ella. Ég held reyndar að getu- eða viljaleysi fyrri ríkisstjórna til að afla rík- issjóði tekna sé ein helsta skýring þess að raunvextir hafa verið hærri hér á landi en erlendis undanfarin misseri. Byggðaþróun viðkvæmasta verkefnið — Þá er einnig hægt að rétta af rekstrar- stöðu útflutningsgreina í stuttan tíma með millifærslu í gegnum verðjöfnunarsjóði eða með öðrum hætti. EnJtessi aðferð dugir ekki til lengri tíma litið. Ég tel raunar að vandi sjávarútvegs og annarra útflutningsgreina hafi ekki verið rétt skilgreindur í umræðum um efnahagsmál að undanförnu. Þessi vandi stafar ekki nema að hluta af breytingum á ytri skilyrðum - lækkandi verði á afurðum, minnkandi aflao.s.frv. Að stórumhluta staf- ar hann af skipulagsbrestum í þessum grein- um sem meðal annars koma fram í offjárfest- ingu af ýmsu tagi. — Þá held ég að það séu að verða grund- vallarbreytingar í sjávarútvegi — til dæmis í þá veru fiskvinnsla flytjist í auknum mæli á haf út eða falli beinlínis niður — sem horfast verður í augu við ef taka á skynsamlega á vanda hans. Þetta er ekkert einfalt mál. Breytingar á atvinnuháttum hafa iðulega aðrar þjóðfélagsbreytingar í för nteð sér sem óhjákvæmilegt er að átök verði um. Nú skiptir mestu máli að breytingar í sjávarút- vegi geta breytt forsendum byggðar í land- inu. Það leikur enginn vafi á því að atvinnu- og byggðaþróun verður stærsta og jafnframt erfiðasta viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar. Ef lífskjör eiga að halda áfram að fara batn- andi hér verður að taka á þessu viðfangsefni með öðrum hætti en að spyrna við fótum. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.