Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 22

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 22
INNLENT flokki og verður aðeins fjallað um hann hér. Við Persaflóa Síðasta mót fór fram í olíufurstadæminu Du- bai við Persaflóa og þar náði íslenska sveitin 5. sæti eins og gjörkunnugt er. Nokkur styrr stóð um þetta mótshald vegna þess að ísra- elsmönnum var meinuð þátttaka og voru meðal skáksambanda á Vesturlöndum uppi áform um að hundsa mótið, en samstaðan brast og svo fór að endingu að einungis Hol- lendingar og fjórar Norðurlandaþjóðir (Finnar mættu ásamt íslendingum) sátu heima. Sovétmenn komu til leiks öflugir sem aldrei fyrr en áttu þegar á hólminn var komið mjög undir högg að sækja og tókst með naumindum að ná efsta sætinu, hálfum vinn- ingi á undan Englendingum, eftir æsispenn- andi lokaumferð. í Makedóníu Það er einmitt dæmigert fyrir þessi mót að örlög ráðast í síðustu umferð. Par sem teflt er á fjórum borðum getur sveit sem vinnur stór- an sigur hækkað sig um mörg sæti. Petta lánaðist íslensku sveitinni einmitt í Dubai þegar hún fékk 3.5 vinninga gegn Spánverj- um í frækilegum sigri. Olympíumótin eru tvímælalaust viða- mestu skákviðburðir okkar daga; í Þessalón- íku munu rúmlega 100 sveitir mæta til leiks og tefla 14 umferðir eftir Monrad-kerfi. Víst er að sumar mæta fremur til að vera með en sigra. Þó verður hart barist um efstu sætin. Flestir reikna með sigri Sovétmanna sem endranær, enda munu ekki ómerkari menn en Kasparov og Karpov tefla fyrir þeirra hönd, ásamt stórsleggjum á borð við Belja- vskí, Salov og Júsúpov. Líklega munu Eng- lendingar með góðkunningja íslenskra skák- áhugamanna, þá Short, Nunn og Speelman innanborðs, veita þeim harða keppni eins og síðast, svo og hin gamalgrónu stórveldi skák- íþróttarinnar, Ungverjar, Júgóslavar og Bandaríkjamenn. Fleiri þjóðir munu án efa blanda sér í baráttuna um verðlaunasæti. Vestur-þjóðverjar, Hollendingar og Svíar hafa sterkum liðum á að skipa og ef að líkum lætur munu lítt þekktir skákmenn úr þriðja heiminum láta til sín taka og koma á óvart nú eins og á síðustu mótum. Frá Asíu senda fjölmennustu þjóðir heims, Kínverjar, Ind- verjar og Indónesar sveitir sem kvöddu sér rækilega hljóðs í Dubai og gætu hæglega sett strik í reikning margra einnig í þetta sinn. Indónesar gerðu einmitt sérstaklega mikinn usla meðal stórþjóðanna framanaf mótinu. I sveit þeirra fór fremstur ungur maður og ákaflega smávaxinn, Utut Adianto að nafni og hjó ótt á báðar hendur. Margir þekktir meistarar lágu í valnum og þegar Indónesar mættu íslensku sveitinni hafði hann unnið átta skákir í röð. En Jón L. Árnason kunni á honum tökin: Adianto Jón L. Árnason Hvítur hefur teflt byrjunina af mikilli dirfsku, fórnað peði og nú gerir hann út urn skákina í sannkölluðum nítjándualdarstíl: 18. Hxf7! Dxe5 19. Bxe6 c2 20. Hafl Bd3 21. Bd7+ Kd8 22. Bxc6 og svartur gafst upp. Þessi skák fór víða. Samhent sveit Hernaðaráætlun Dr. Kristjáns Guðmunds- sonar liðsstjóra og liðsmanna hans á þessu Ólympíumóti verður án efa að reyna að komast í kast við sterkustu sveitirnar sem fyrst og ná góðri uppsveiflu í síðustu umferð- inni eins og á síðasta móti. Hvort sem það tekst eða ekki er öruggt að aðrar sveitir munu fylgjast náið með frammistöðu íslend- inganna. Sveitin verður væntanlega í 7.-8. sæti í styrkleikaröð sem sett er upp í byrjun móts skv. Elostigum fjögurra aðalmanna hverrar sveitar. Hún þykir búa yfir mikilli reynslu af mótum sem þessum og vekur at- hygli fyrir frábæra samvinnu og samheldni í þessari erfiðu keppni. Segja má, að sami kjarni hafi verið í sveitinni síðasta áratug eða svo, en nýir menn komið inn einn af öðrum eftir því sem hinir eldri hafi dregið sig í hlé. Jóhann Hjartarson kom til liðs við sveitina 1980, Karl Þorsteins 1984 í stað Friðriks og nú mun Þröstur Þórhallsson taka sæti Guð- mundar Sigurjónssonar og tefla á sínu fyrsta Ólympíumóti. Sveitin verrður því svo skipuð: 1. borð: Jóhann Hjartarson 2. borð: Jón L. Árnason 3. borð: Margeir Pétursson 4. borð: Helgi Ólafsson 1. varamaður: Karl Þorsteins 2. varamaður: Þröstur Þórhallsson Fagmannleg vinnubrögð hafa einkennt undirbúning íslensku sveitarinnar og fram- göngu alla á síðustu Ólympíuskákmótum. Skákmennirnir leggja feykilegan metnað í að ná góðum árangri. Verði heilladísirnar með í för er víst að ófáir meistarar munu feta í fótspor Indónesans smávaxna hér að framan og enn einn ávöxtur íslenska skákundursins líta dagsins Ijós. Lokastaðan í Dubai 1986 1. Sovétríkin 2. England 3. Bandaríkin 4. Ungverjaland 5. ísland 6. Búlgaría 7. Kína 8. Tékkóslóvakía 9. Kúba 10. Frakkland 11. Argentína 12. Perú 13. Vestur-Þýskaland 14. Austurríki 15. Júgóslavía 16. Pólland 17. Portúgal 18. Rúmenía 19. Indónesía 20. Brasilía Styrkleikaröðin í Þessaloníku 1988* 1. Sovétríkin 2. England 3. Ungverjaland 4. Júgóslavía 5. Bandaríkin 6. Vestur-Þýskaland 7. Holland 8. (sland 9. Svíþjóð 10. Kúba 11. ísrael 12. Búlgaría 13. Tékkóslóvakía 14. Argentína 15. Danmörk 16. Kanada 17. Rúmenía 18. Noregur 19. Kína 20. Sviss * Byggt á Elo-stigum 4 hæstu manna hjá hverri þjóð 1. júlí sl. Röðin gæti breyst ef stigalægri menn verða valdir í sveitirnar. Áskell Örn Kárason 22

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.