Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 32
MENNING
með Frænkunni.,, Gimbil telur hann ekki
æskilegt verkefni og gallað mjög“ segir í
fundargerðarbók L.R. Stjórnin samþykkti
að sýna frekar Frænku Charles sem gekk
síðan við fádæma vinsældir eins og margir
muna. En þar með var Gimbill ekki úr sög-
unni. Brynjólfur fékk Gunnari Hansen leik-
ritið í hendur og tók hann því vel, fannst það
allgott, fallið til vinsælda en þyrfti þó „all-
miklar breytingar, tilfærslur í senum o.fl.“
eins og kemur fram í fundargerð 4. mars. Þar
segir einnig. „Brynjólfur, sem einn veit hver
höfundur er, telur að hann (höf.) muni fús á
breytingar þær sem leikstj. telji þurfa á leikn-
um. Þ. Ö. Steph. (Þorsteinn Ö. Stephensen)
o.fl. telja æskilegt að leikstj. og þá helst
stjórn L.R. fái vitneskju um hver höf. sé.
Ákveðið að Br. Jóh. færi þetta í tal við höf.“
„Yðar einlægur" neitaði að gefa sig fram en
óskaði eftir skriflegum tillögum frá Gunnari
Flansen og var það látið gott heita.
10. aprfl ákveður síðan stjórn L.R. eftir
atkvæðagreiðslu að taka Girnbil til sýninga.
Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Ö. Step-
hensen voru á móti, töldu of langt liðið á
leikárið og auk þess gengi Frænka Charles
svo vel. Rúmum mánuði síðar frumsýndi fé-
lagið síðan Gimbil eftir þennan dularfulla
höfund sem enginn vissi hver var. Nema
náttúrlega Brynjólfur Jóhannesson.
Gott fordæmi fyrir nafnleynd
„Yðar einlægur" var ekki fyrsti leikritshöf-
undurinn til að skýla sér bak við dulnefni á
Islandi. Ekki var t.d. langt um liðið síðan
Leikfélag Reykjavíkur sýndi verk eftir einn
slíkan en þá var líka ljóstrað upp unr höfund-
inn eftir frumsýningu, — það reyndist vera
sjálfur Sigurður Nordal. Að sögn Steindórs
Hjörleifssonar leikara sem þá var ritari í
stjórn L.R. var staðið þannig að því leikriti
að einn hjá félaginu vissi hver höfundurinn
var og sá hann alfarið um samskipti við
huldumanninn. Þetta tókst vel svo að mönn-
um fannst ekkert tiltökumál þótt sporgöngu-
maður Sigurðar Nordals kæmi fram, — auk
þess „gat þetta blessast stórkostlega" eins og
Steindór orðaði það í samtali við Þjóðlíf. „Þá
voru menn líka margir hverjir feimnir við sitt
andlega pródúkt.“ Svo nafnleynd var ekkert
tiltökumál hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Þetta vakti hins vegar að vonum athygli í
bæjarlífinu og reyndi almenningur að geta
sér til um hver höfundur Gimbils væri. í
Morgunblaðinu kom frétt 19. maí (áður en
verkið var frumsýnt) þar sem sagði m.a.:
„Ýmsar getgátur hafa verið að því leiddar
hver þessi „Yðar einlægur" er, og hafa verið
nefndir ýmsir menn í því sambandi, eins og
t.d. Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Arn-
grímsson, Loftur Guðmundsson o.m.fl.“
Gagnrýnendur að
meðaltali ánægðir
Gagnrýnendur tóku Gimbli misjafnlega eins
og gengur. I Þjóðviljanum 22. maí sagði að
leikritið væri fyndið á köflum en ekki mikið
meira en það. Síðan segir Ásgeir Hjartarson
gagnrýnandi blaðsins: „Því skal raunar ekki
gleymt að höfundurinn kemur til dyranna
eins og hann er klæddur, hann hefur aldrei
ætlað sér að auðga leikrænar bókmenntir ís-
lenzkar eða flytja neina speki, leikur hans á
ekki að vera annað en fislétt grín.“ En hann
finnur að byggingu leikritsins, segir hana
slappa og ótrausta en bætir svo við: „Það er
raunar engin nýlunda að íslenzkum höfund-
um sé ósýnt um byggingu leikrita.“ Ásgeir
segir tilviljun ráða að verkið gerist í Keflavík
BÍLEIGENDUR ATHUGIÐ!
ALLT Á SAMA STAÐ
Véla-, Ijósa- og hjólastillingar VlM>*
Allar almennar viðgerðir
Réttingar og sprautun
BÍLAVERKSTÆÐIÐ
°6
VIRKINN
Flatahrauni 21 220 Hafnarfirði O 53440
þar sem „á hernámið alræmda er varla
minnst“.
Ásgeir Hjartarson fer síðan að velta fyrir
sér höfundi Gimbils og segir: „Leikrit þetta
gæti verið verk tveggja manna eða fleiri,
manna sem margt hafa lesið og séð um æfina
og dettur ýmislegt skemmtilegt í hug og láta
það flakka ásamt nokkrum tilvitnunum í orð
spekinga og skálda, allt í trausti þess að
áhorfendur hlæi og láti gamanið sér vel líka;
og það tekst stundum og stundum ekki.“
Jónas Þorbergsson fagnaði því í leikdómi í
Tímanum 23. maí að í Gimbli væri ekki verið
að hlæja á kostnað einhvers, — þetta væri
hreinn gamanleikur „og er um það nokkur
nýjung á íslenzku leiksviði." Síðan segir Jón-
as. „Ætla mætti að höfundi gamanleiks, sem
látinn er gerast í Keflavík, yrði það fyrir að
þreifast um í herbúðum setuliðsins á Kefla-
víkurflugvelli og umhverfis þær. Mörgum
manni með íslenzku lundarfari verða þar
hæg heimatök um grátt gaman og illkvittni.
— En í leiknum er vandlega sneitt hjá öllu
slíku.“
Sigurður Grímsson á Morgunblaðinu var
ekki síður hrifinn en Jónas Þorbergsson í
32