Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 37
MENNING
Séra Jón prímus (Baldvin Halldórsson) neglir fyrir kirkjuna, Umbi (Sigurður Sigurjónsson) fylgist með.
kaþólskt innskot í söguna, lífsreynd kona
sem fær þó alltaf fyrirgefningu synda sinna.
Inn í þetta kemur Umbi eins og græningi.
Hann flækist inn í söguna og veit loks ekki
hver hann er. Hann er alltaf að fara en verð-
ur samt eftir og á endanum tælir Úa hann.
Enda vön manneskja.“-
Jökullinn kenmr mikið við sögu.
„Já, Jón er taóisti sem segir að fólk geti
trúað á hvað sem er, þess vegna nagla, en
sjálfur trúir hann á jökulinn. Hann segir að
kirkjan sé lokuð en jökullinn er alltaf opinn.
Jöklamenn trúa því að það sé guð eða eitt-
hvað þess háttar í jöklinum og koma þangað
„to get reloaded“ (endurnýja orkuhleðsl-
una). Jóni nægir að horfa á hann.“-
Urðuð þið fyrir áhrifum af jöklinum?
„Æ, ég veit það ekki. Við fórum upp á
hann en mér fannst hann ósköp ljótur þegar
upp var komið og varð ekki fyrir neinum
áhrifum. Fannst bara gaman að vera í fallegu
landslagi þarna á nesinu.
Hins vegar bilaði flest sem bilað gat hjá
okkur og það vildu sumir kenna jöklinum
um. Þegar við fórum upp á jökul skall á
þoka, snjóbíllinn bræddi úr sér og talstöðin
bilaði. Á endanum gengum við upp eftir og
drógum á eftir okkur líkkistuna þar sem við
geymdum græjurnar. Þetta gat eins verið ár-
ið 1920. En sem við paufuðumst þarna upp
jökulinn fóru nokkrir leikararnir að humma í
átt að tindinum og eftir fimm mínútna humm
reif hann af sér þokuna. Þetta vildu margir
meina að væri yfirnáttúrulegt en ég var ekki
alveg trúuð á það. Mér fannst ég þurfa frek-
ari sannanir.“
Ekkert persónulegt
- Þið hafið fengið útlendan handritshöfund til
liðs við ykkur. Breytti hann miklu eða eruð
þið trú sögunni?
„Já, við erum það. Ég ætlaði sjálf að skrifa
handritið en hætti við það og fékk kanadísk-
an kunningja minn og fyrrverandi kennara,
Gerald Wilson, í verkið. Ég var samt hálfner-
vös og skrifaði í laumi annað handrit til von-
ar og vara. Svo kom í ljós að allir áherslupun-
ktar voru svipaðir hjá okkur. Hann fylgdi
bókinni vel en auk þess var hans handrit
miklu betra. Hann hefur búið á írlandi og
lesið bæði íslendingasögurnar og margar af
bókum pabba. Hann þekkir því betur til en
margir aðrir og finnst margt líkt hér og á
írlandi."-
En hvers vegna breyttuðþið kálfinum ísel?
„Kannski var það vegna þess að kálfur
með skitu þótti ekki eins myndrænn og selur.
En ég sá einu sinni svona gerði með sel í
Flatey á Breiðafirði, þar var nokkuð algengt
að fólk tæki að sér seli sem flæktust upp á
land. Við bjuggum um selinn í baðkari og
gáfum honum mjólk og vítamín í fyrstu en
fisk þegar hann stækkaði. Það var gaman að
fylgjast með honum. Við létum hann fá speg-
il til að viðhalda sjálfsmyndinni af því hann
sá bara mannfólk í kringum sig. Eftir 5-6
vikur var honum sleppt í sjóinn og nokkru
seinna þegar við vorum að kvikmynda í fjör-
unni kom hann og heilsaði upp á okkur.“-
Höfðuð þið samráð við Halldór um gerð
myndarinnar?
„Við sýndum honum handritið og spurð-
um hann spjörunum úr um bókina, hvort við
skildum hana ekki rétt. Það var mjög gott.
Að öðru leyti kom pabbi ekki nálægt þessu
nema hvað hann sagðist hafa haft óskaplega
gaman af að semja þessa sögu og bað okkur
að vera í góðu skapi meðan við værum að
filma. Við það stóðum við.
37