Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 52
Aldraðir eru hlutfallslega fáir á íslandi mið-
að við önnur Norðurlönd. Einungis 10 prós-
ent þjóðarinnar eru yfir 65 ára aldri en 17
prósent Svía. Samt eru þúsundir aldraðra
Islendinga á biðlistum eftir plássi á stofnun
eða í verndaðri þjónustuíbúð. Víða á íslensk-
um stofnunum er aðbúnaður þeirra ekki í
samræmi við gildandi lög. Hjúkrunardeildir
eru yfirfullar og samræmast ekki lögum. Úr-
elt húsakynni eru í notkun, sérstaklega á
einni stofnun —, Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund. Þar hafa á síðustu árum verið allt að
250 vistmenn á hjúkrunardeildum, þótt
heimilið hafi einungis rekstrarleyfi fyrir 200
pláss. Allt að átta aldraðir verða að deila
með sér einu herbergi á Grund.
Þær fjárhæðir, sem ríkisvaldið leggur fram
til úrbóta eins og bygginga á nýjum fbúðum
og hjúkrunardeildum fyrir aldraða, eru
hverfandi. A síðastliðnu ári varði ríkissjóður
einungis 160 milljónum í það að koma upp
slíkum stofnunum á öllu landinu. Upphæðin
var í krónum talið hin sama og árið 1986.
Meðan milljörðum er eytt í stórbyggingar
á vegum ríkisvaldsins eru framlög til úrbóta í
málefnum aldraðra skorin við trog. Hallinn á
flugstöðinni á Miðnesheiði nam 871 milljón á
árinu 1987. Það var fimm sinnum hærri upp-
hæð en fór í uppbyggingu allra stofnana fyrir
aldraða á landinu á því sama herrans ári. Og
meðan Reykjavikurborg reisir Ráðhús og
Hringhús fyrir milljarða króna — og yfir-
menn hennar státa sig af góðri fjárhagsstöðu
—er öldruðum Reykvíkingum boðið upp á
átta manna herbergi á Grund, ellegar
margra mánaða vist á þúsund manna bið-
lista.
Á sama tíma og biðlistarnir lengjast í
Reykjavík og borginni helst ekki á starfsfólki
í þjónustu við aldraða, sakir lélegra launa-
kjara, er biðin eftir aðstoð engin í nágranna-
bænum, Kópavogi. Þar sækja fleiri um störf
við heimilishjálp en fá, enda greiðir Kópa-
vogsbær 56 þúsund krónur fyrir vinnu, sem
Reykjavíkurborg launar með 41 þúsund
krónum.
Reglugerðir um málefni aldraðra hafa sætt
mikilli gagnrýni. Ríkisvaldið greiðir hundr-
uð milljóna króna í daggjöld til dvalarheim-
ila í einkaeigu. Hins vegar hefur hið opin-
bera ekkert að segja um það hverjir fá vist á
heimilunum og setur enga staðla urn aðstöðu
vistmanna. Sama daggjald, 1593 krónur, er
greitt fyrir aldraðan einstakling í eins manns
herbergi annars vegar og einstakling í átta
manna herbergi hins vegar!
Aldraðir eru eina fólkið í þjóðfélaginu,
sem þarf að greiða fyrir dvöl á sjúkrahúsi.
Ellilífeyrir og tekjutrygging eru tekin upp í
daggjöld. Örbirgð margra aldraðra er mikil
og helmingur vistmanna á dvalarheimilum
hefur einungis 5900 krónur í ráðstöfunarfé á
mánuði. Nokkuð er um að fullfrískt fólk sé
inni á slíkum heimilum beinlínis vegna ör-
birgðar.
Ekki starfað í anda laga
Bylting tuttugustu aldar í læknavísindum
og almennum aðbúnaði manna hefur valdið
því að meðalaldur fólks hefur hækkað. Aldr-
aðir eru nú miklu stærri hópur í þjóðfélaginu
en áður var. Árið 1950 var hlutfall fólks 65
ára og eldra 7,7 prósent af íslensku þjóðinni.
Árið 1983 var þetta hlutfall orðið 10 prósent
og um næstu aldamót er búist við að það
verði um 12 prósent. Þrátt fyrir þessa fjölgun
eru aldraðir enn hlutfallslega miklu færri á
Islandi en á öðrum Norðurlöndum. Til sam-
anburðar má nefna, að í Svíþjóð, þar sem
fjöldi aldraðra er hlutfallslega mestur, voru
árið 1983 16,8 prósent af sænsku þjóðinni 65
ára eða eldri.
Stofnanir fyrir aldraða á íslandi eru ýmist
einkastofnanir - eins og Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund, sem er sjálfseignastofnun
og Dvalarheimilið Hrafnista, sem er í eigu
Sjómannasamtakanna, — eðareknarafbæj-
arfélögum.
Engin skýr lög voru til um málefni aldr-
aðra á íslandi fyrr en 1983. Þá voru að frum-
kvæði Svavars Gestssonar þáverandi heil-
brigðisráðherra sett þau lög, sem nú gilda. I
lögunum er kveðið á um skipulag öldrunar-
þjónustu, Framkvæmdasjóð aldraðra og
skipulag heimaþjónustu og íbúða og dvala-
heimila fyrir aldraða.
í þessum lögum er kveðið á um ýmsa hluti,
sem ekki hefur verið framfylgt. í þeim er til
dæmis kveðið á um, að svonefndir „Þjón-
ustuhópar aldraðra" skuli hafa yfirumsjón
með málefnum þeirra á sérhverjum stað.
Líkt og fram kemur í máli eins af viðmælend-
um Þjóðlífs, Skúla G. Johnsens, borgarlækn-
is hafa verið brögð að því, að slíka nefndir
legðust af, vegna sundurþykkju á milli eig-
enda elliheimila og opinberra aðila.
Eftirlit hins opinbera með störfum elli-
heimila er of lítið eins og Hrafn Pálsson,
deildarstjóri í Heilbrigðisráðuneyti bendir á í
viðtali við Þjóðlíf. „Það þyrfti að fara oftar á
heimilin. Við höfurn heilbrigðiseftirlit og
landlæknisembætti og fleira til að fylgjast
með þessu, en það er ekki nógu afmarkað
hvað er á hvers höndum. Það eru of margir
aðilar, sem sjá um þetta.“
Átta manns í herbergi
Aðrir benda á, að ríkisvaldið hafi ekki sett
neina staðla eða lágmarkskröfur um gerð
dvalarheimila og því sé ástandið jafnslæmt
og raun ber vitni. Bent er á, að daggjöld til
heimilanna séu alltaf hin sömu, sama hver
aðbúnaður sé. Hann er mjög misjafn eftir
heimilum. Á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund er til dæmis mikill minnihluti vist-
manna í einstaklingsherbergjum eða 93 af
308. Hinir eru flestir í tveggja manna her-
bergjunt og allt upp í átta eru saman í einu
herbergi. „Það nær engri átt að greitt sé hið
sama fyrir einstakling í eins manns herbergi
annars vegar og hins vegar einstakling í átta
manna herbergi," sagði einn viðmælenda
Þjóðlífs. Skúli G. Johnsen segir þetta ástand
algjörlega óviðunandi:
„Ríkið, sem greiðir fyrir þjónustu heimil-
anna, á að skilgreina hvað það er að kaupa.
Þegar Grund fékk leyfi ráðherra fyrir því að
reka 200 af sínum rúmum sem hjúkrunar-
rúm, þá fylgdu ekki með neinir skilmálar um
það hvaða þjónusta skyldi veitt.“
Sömuleiðis hefur samband eigenda elli-
heimila við ríkisvaldið verið harðlega gagn-
rýnt. Til dæmis ráða eigendurnir því sjálfir
hvaða fólk þeir taka inn á sínar stofanir og
opinberir aðilar hafa þar ekkert að segja,
þótt þeir greiði allan kostnað við þær, ásamt
vistmönnum sjálfum, í formi daggjalda. Rík-
isvaldið greiðir allt það, sem vistmenn sjálfir
eru ekki borgunarmenn fyrir, en lífeyrir og
tekjutrygging þeirra eru tekin upp í gjaldið.
Svokölluð „daggjaldanefnd“ sér um það af
hálfu ríkisvaldsins að ákvarða gjöldin. Er
daggjald á dvalarheimili nú 1593 krónur á
sólarhring. Að auki geta stofnanir sótt um
svokölluð halladaggjöld til ríkisins ef endar
ná ekki saman.
í fyrra námu daggjöld á stofnunum fyrir
aldraða í allt tæplega 1200 milljónum, sam-
kvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar,
sem sér um að greiða gjöldin. Skúli G John-
sen telur fyrirkomulag greiðslnanna mein-
gallað:
„Ég held að hið opinbera, sem greiðir fyrir
þjónustuna eigi sjálft að setja það sem skil-
yrði fyrir greiðslunni, að fá að ráða þvf hverj-
ir fara inn á stofnanirnar. Einkaaðilinn láti
þannig ákvörðunarréttinn í skiptum fyrir
greiðsluna."
I lögum urn málefni aldraðra er kveðið á
um aðbúnað á hjúkrunardeildum elliheim-
ila. Þar segir, að einstaklingsherbergi skuli
að minnsta kosti nema helmingi vistrýmis.
Þvi fer fjarri að svo sé í raun. Líkt og áður
sagði eru allt upp í átta manns á stofu á
hjúkrunardeildum íslenskra elliheimila.
Bent hefur verið á, að þessum reglum sé
framfylgt í sambandi við ný heimili, en hins
vegar hefur lítil sem engin breyting verið
gerð á eldri heimilum, sérstaklega Grund.
Framkvæmdasjóður í
fjársvelti
I lögunum um málefni aldraðra frá 31. des-
ember 1982 er kveðið á um svonefndan
Framkvæmdasjóð aldraðra. Þessum sjóði er
ætlað að styrkja byggingu og rekstur þjón-
ustuhúsnæðis fyrir aldraða víðs vegar um
landið. Tekjur sjóðsins átti samkvæmt lög-
unum að tryggja með nefskatti, sem skatt-
stjórar ákveddu hverju sinni. Þegar stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp breyttust
hins vegar reglur um sjóðinn, þannig að fjár-
52