Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 53
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Átta manna stofa á vistdeild Grundar. íbúarnir matast inni á stofunni veitingavaldið úthlutar til hans fjárhæð hverju sinni. Árið 1986, síðasta árið, sem sjóðnum var úthlutað nefskatti, hafði hann til umráða 160 milljónir. Árið 1987 var hon- um úthlutað nákvæmlega sömu upphæð af fjárveitingavaldinu, þrátt fyrir þá verðbólgu, sem orðið hafði á árinu. Það fé, sem sjóður- inn hafði til umráða á árinu 1987 var því að raunvirði miklu minna en árið áður. „Þetta eru bara vasapeningar á mæli- kvarða hins opinbera," sagði einn viðmæl- enda Þjóðlífs. „Það er hneyksli að ríkisvaldið skuli ekki vilja sjá af meiri fjármunum í þetta brýna verkefni." Bygging heimila og íbúða fyrir aldraða er yfirleitt kostuð af sveitarfélögum með stuðn- ingi Framkvæmdasjóðsins. Einnig greiðir Framkvæmdasjóðurinn oft hluta af þeirri þjónustu, sem veitt er á viðkomandi stað. Sömuleiðis er nokkuð um það, að Fram- kvæmdasjóðurinn styrki einkaaðila til að koma á fót þjónustu fyrir aldraða. Slíkir styrkir eru þó einungis veittir með því skil- yrði, að peningarnir séu tafarlaust greiddir til baka, verði starfsemin lögð niður. Samkvæmt lögum hefur svonefnd Sam- starfsnefnd aldraðra umsjón með málefnum þeirra í þjóðfélaginu. í samstarfsnefndinni eru nú: Séra Sigurður H. Guðmundsson fyrir hönd Öldrunarráðs íslands, Páll Gíslason fyrir hönd Sambands Islenskra Sveitarfé- laga, Steinunn Sigurðardóttir tilnefnd af heilbrigðisráðherra og Hrafn Pálsson fyrir hönd ráðuneytisins. Að sögn Hrafns er þessi nefnd nokkurs konar sjóðsstjórn Fram- kvæmdasjóðs aldraðra og úthlutar því fjár- magni, sem hann hefur til umráða. „Við höfum á síðustu árum reynt að beina peningunum annars vegar í hjúkrunarrými og hins vegar til að styrkja þjónustu í heima- húsum,“ sagði Hrafn Pálsson í viðtali við Þjóðlíf. Eitt helsta markmið laganna um málefni aldraðra er það, að menn geti verið sem lengst heima hjá sér, og þurfi ekki að fara inn á stofnun. Ekki eru allir sammála um að starfað sé í anda þessara laga í þjónustu við aldraða. Hundruð manna eru á biðlistum hjá Reykjavíkurborg eftir heimilishjálp. Hins vegar hefur tekist í Kópavogi að veita öllum slíka þjónustu. Hjá Heimilishjálp Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar, að illa gengi að manna þjónustuna. Væri launakjörunum kennt um. Reykjavíkurborg greiðir um 41 þúsund krónur á mánuði fyrir fullan vinnu- dag við heimilishjálp. Hins vegar greiðir Kópavogsbær 56 þúsund krónur fyrir ná- kvæmlega sömu vinnu, og þar sækja fleiri um slík störf en fá. Svo er víðast, að afleitlega gengur að fá fólk til starfa í þágu aldraðra. Launakjör er þar nefnd, sem aðalorsökin. „Fólk endist ekki í þessu fyrir 36 þúsund krónur á mán- uði,“ sagði einn viðmælenda Þjóðlífs, fyrrum starfsstúlka á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Brugðið hefur verið á það ráð, bæði á Grund og á Hrafnistu, að fá útlendinga, einkum Dani, til starfa. Á Hrafnistu starfa nú um 30 danskar stúlkur og um 20 á Grund. Forstjóri í 54 ár Elliheimilið Grund er sjálfseignastofnun, en ríkisvaldið greiðir daggjöld vistmanna. Á síðasta ári námu daggjöldin um 178 milljón- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.