Þjóðlíf - 01.10.1988, Qupperneq 53
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Átta manna stofa á vistdeild Grundar. íbúarnir matast inni á stofunni
veitingavaldið úthlutar til hans fjárhæð
hverju sinni. Árið 1986, síðasta árið, sem
sjóðnum var úthlutað nefskatti, hafði hann
til umráða 160 milljónir. Árið 1987 var hon-
um úthlutað nákvæmlega sömu upphæð af
fjárveitingavaldinu, þrátt fyrir þá verðbólgu,
sem orðið hafði á árinu. Það fé, sem sjóður-
inn hafði til umráða á árinu 1987 var því að
raunvirði miklu minna en árið áður.
„Þetta eru bara vasapeningar á mæli-
kvarða hins opinbera," sagði einn viðmæl-
enda Þjóðlífs. „Það er hneyksli að ríkisvaldið
skuli ekki vilja sjá af meiri fjármunum í þetta
brýna verkefni."
Bygging heimila og íbúða fyrir aldraða er
yfirleitt kostuð af sveitarfélögum með stuðn-
ingi Framkvæmdasjóðsins. Einnig greiðir
Framkvæmdasjóðurinn oft hluta af þeirri
þjónustu, sem veitt er á viðkomandi stað.
Sömuleiðis er nokkuð um það, að Fram-
kvæmdasjóðurinn styrki einkaaðila til að
koma á fót þjónustu fyrir aldraða. Slíkir
styrkir eru þó einungis veittir með því skil-
yrði, að peningarnir séu tafarlaust greiddir
til baka, verði starfsemin lögð niður.
Samkvæmt lögum hefur svonefnd Sam-
starfsnefnd aldraðra umsjón með málefnum
þeirra í þjóðfélaginu. í samstarfsnefndinni
eru nú: Séra Sigurður H. Guðmundsson fyrir
hönd Öldrunarráðs íslands, Páll Gíslason
fyrir hönd Sambands Islenskra Sveitarfé-
laga, Steinunn Sigurðardóttir tilnefnd af
heilbrigðisráðherra og Hrafn Pálsson fyrir
hönd ráðuneytisins. Að sögn Hrafns er þessi
nefnd nokkurs konar sjóðsstjórn Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra og úthlutar því fjár-
magni, sem hann hefur til umráða.
„Við höfum á síðustu árum reynt að beina
peningunum annars vegar í hjúkrunarrými
og hins vegar til að styrkja þjónustu í heima-
húsum,“ sagði Hrafn Pálsson í viðtali við
Þjóðlíf.
Eitt helsta markmið laganna um málefni
aldraðra er það, að menn geti verið sem
lengst heima hjá sér, og þurfi ekki að fara inn
á stofnun. Ekki eru allir sammála um að
starfað sé í anda þessara laga í þjónustu við
aldraða. Hundruð manna eru á biðlistum hjá
Reykjavíkurborg eftir heimilishjálp. Hins
vegar hefur tekist í Kópavogi að veita öllum
slíka þjónustu.
Hjá Heimilishjálp Reykjavíkurborgar
fengust þær upplýsingar, að illa gengi að
manna þjónustuna. Væri launakjörunum
kennt um. Reykjavíkurborg greiðir um 41
þúsund krónur á mánuði fyrir fullan vinnu-
dag við heimilishjálp. Hins vegar greiðir
Kópavogsbær 56 þúsund krónur fyrir ná-
kvæmlega sömu vinnu, og þar sækja fleiri um
slík störf en fá.
Svo er víðast, að afleitlega gengur að fá
fólk til starfa í þágu aldraðra. Launakjör er
þar nefnd, sem aðalorsökin. „Fólk endist
ekki í þessu fyrir 36 þúsund krónur á mán-
uði,“ sagði einn viðmælenda Þjóðlífs, fyrrum
starfsstúlka á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund.
Brugðið hefur verið á það ráð, bæði á
Grund og á Hrafnistu, að fá útlendinga,
einkum Dani, til starfa. Á Hrafnistu starfa
nú um 30 danskar stúlkur og um 20 á Grund.
Forstjóri í 54 ár
Elliheimilið Grund er sjálfseignastofnun,
en ríkisvaldið greiðir daggjöld vistmanna. Á
síðasta ári námu daggjöldin um 178 milljón-
53