Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 61

Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 61
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Rafn Sigurðsson: „Við þurfum að breyta heimilunum til nútímahorfs." zheimer-sjúkdómi á háu stigi, og hefur glat- að mestum tengslum sínum við umheiminn, þótt líkamlega sé það ekki alltaf illa farið. Meðalaldur á Hrafnistu er nú 84 ár og fer hækkandi. Heimilið hefur á síðustu árum lagt áherslu á að fólk geti þar eytt allri ellinni þannig fram, að lífeyrir og tekjutrygging hins aldraða eru tekin upp í gjaldið. Peir hinna öldruðu, sem ekki hafa nein lífeyrir- ssjóðsréttindi á vegum stéttarfélags, fá um 36 þúsund krónur á mánuði frá Trygging- astofnun ríkisins í lífeyri og tekjutryggingu. Þessir peningar eru allir teknir, og meira til hafi hinn aldraði lífeyrissjóðsréttindi. Síð- an eru peningarnir látnir upp í daggjöld en hinn aldraði fær 5900 krónur í vasapeninga frá Tryggingastofnun. Samkvæmt upplýs- ingum Póris S. Guðbergsson forstöðu- manna Ellimáladeildar Reykjavíkurborgar lætur nærri að um helmingur aldraðra hafi einungis þessa vasapeninga til umráða. Stofnunin greiðir sömuleiðis það sem á vantar af vistgjaldinu. Meirihluti aldraðra íslendinga mun hins vegar vera í einhverjum lífeyrissjóði. Einn viðmælenda Þjóðlífs innan tryggingakerfis- á sama stað. Hjón þurfi því ekki að skiljast að, þótt annað þeirra eldist hraðar en hitt, og þurfi að fara á hjúkrunardeild. „Ef hjón búa í íbúðum fyrir aldraða og annar aðilinn veik- ist, þá getur orðið bæjarhluti á milli fólksins. Þá getur fólk misst mikil tengsl hvort við ins giskaði á það væru ekki nema á milli 5 og 10 prósent þeirra, sem engin slík réttindi hefðu. Heildardaggjöld á vistdeildum elliheim- ila námu 558 milljónum á síðasta ári. Heild- ardaggjöld til hjúkrunardeilda fyrir aldraða námu hins vegar um 590 milljónum. Um hjúkrunardeildir gilda þær reglur, að hljóti hinn aldraði lífeyri úr Iífeyrissjóði, fær hann að halda honum, þegar á hjúkrun- ardeildina kemur. Sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar greiðir síðan daggjöld- in. Líkt og fram kemur í máli Þóris S. Guð- bergssonar hefur heyrst á það mikil gagn- rýni, að fólk skuli fyrst fá að halda tekjum sínum, þegar á hjúkrunardeild er komið, og fólk hefur misst heilsu til að njóta pen- inganna að neinu leyti —. — eh annað. Aldrað fólk getur verið matarlaust í nokkra daga en án félagsskapar getur það ekki verið. Slíkt er smádrepandi," segir Rafn Sigurðsson. Fólkið afskipt „Það er alltof mikið um það, að aldraðir á dvalarheimilum séu afskiptir. Eg segi við fólk þegar það kemur með foreldra sína til okkar, að það eina, sem við starfsfólkið get- um örugglega ekki gert fyrir hina öldruðu sé að vera ættingjar þess. Við verðum vör við að ættingjar sækja það nokkuð fast að koma foreldrum sínum inn á stofnun, og reyna þá oft að telja hinum aldraða trú, að það sé honum sjálfum fyrir bestu.“ Mjög er kvartað yfir því, að erfiðlega gangi að fá fólk til að starfa við þjónustu við aldraða. Afleit launakjör eru hér af flestum talin meginástæðan. Á Hrafnistu eru yfir 30 danskar stúlkur við störf. „Þetta er erfitt og vanþakklátt starf og launin vel innan við fjörutíu þúsund á mánuði. Með því að vinna tvær helgar aukalega á mánuði ná starfsst- úlkur á elliheimilum skattleysismörkum. Það er augljóst að illa gengur að fá fólk til starfa upp á slík býti,“ sagði Rafn Sigurðsson að lokum. Mismunandi stofnanir í lögum um málefni aldraða er gert ráð fyrir eftirtalinni stofnanaþjónustu við þá: íbúðir, sem sérstaklega eru hannaðar með þarfir aldraðra í huga. Skulu íbúarn- ir sjálfir greiða húsaleigu samkvæmt ákvörðun rekstraraðila. Dvalarheimili, ætluð öldruðu fólki, sem ekki er fært um að sjá um eigin heim- ilishald þótt aðstoð komi til. Skulu vist- menn taka þátt í kostnaðinum, en þó ávallt halda eftir fjórðungi tekna sinna hið minnsta. Aldrei skal sá hluti tekn- anna, sem hinir öldruðu halda eftir, vera minni en viss lágmarksupphæð, sem breytist með sama hætti og lífeyrir al- mannatrygginga. Hjúkrunarheimili og hjúkrunardeild- ir, ætluð öldruðum einstaklingum, sem eru of lasburða til að dvelja í íbúðum eða á dvalarheimilum. Fólkið greiðir sjálft hluta þjónustunnar, en heldur eftir ekki minna en 15 prósentum tekna sinna. Sjúkradeildir, sem hannaðar eru á sama hátt og spítaladeildir og ætlaðar langlegusjúklingum. 61

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.