Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 73

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 73
NEYTENDUR Reynt að höfða til kynlífsins með auglýsingu á vöru sem kemur því góða lífi ekkert við. Nar livet leker. Ofangreint gildir ekki síst um snyrtivörur. Fínt þykir að nota hárúða sem kostar 700 krónur brúsinn, sérstaklega ef hann er keyptur í sérverslun. Tískuverslanir eru heldur engar undantekningar á þessu. Meg- inmálið virðist vera hvað verslunin heitir og hvaða ímynd hún hefur skapað sér. T.d. get- ur verslun sem slík selt skyrtu á 2500 kr. meðan stórmarkaður selur nákvæmlega sömu skyrtuna á 1100 kr. Hver kannast ekki við allar verslanirnar á Laugaveginum og í Kringlunni með öllum þessum útlensku nöfnum? Sumar þeirra hétu rammíslenskum nöfnum fyrir nokkrum árum þegar þær voru komnar að barmi gjaldþrots. Eftir nafn- breytingarnar fóru þær að selja sem aldrei fyrr. Ýmsar vörur hafa þann eiginleika að litlu sem engu máli skiptir hvaða merki er keypt, svo sem sápur, þottaefni og vindlingar. En Núna seíjast dósirnar. Skipulagslítil röð- un, stór handskrifaður verðmiði og við- skiptavinirnir fá á tilfinninguna að þeir séu að gera góð kaup. framleiðendur og auglýsingameistarar þeirra reyna þó að telja okkur trú um að þær séu gjörólíkar. Með aðstoð umbúða, vörun- afns og auglýsinga geta þekkt fyrirtæki feng- ið okkur til að halda að vara þeirra hafi meiri fullkomnun en vara annarra framleiðenda. Efnasamsetning í handsápu er að mestu leyti sú sama, óháð því hver framleiðandinn er, þó svo að lyktin sé ekki alltaf sú sama. Við verðum jafn hrein fyrir því (þá er gert ráð fyrir að sýrustig allra sáputegundanna sé það sama). Svo haldið sé áfram með sápuna, þá má sjá hana í ýmsum umbúðum í snyrtivöruverslun- um. Litir umbúðanna skipta þarna miklu máli og virðast svartar, silfurlitar og gulllitar umbúðir vera mun íburðarmeiri en aðrar. Þetta er atriði sem neytendur ættu að átta sig á nú þegar jólin nálgast. Sjaldgæft er að gefa handsápu í jólagjöf, en ef hún er í fínum kassa, keypt í þekktri sérverslun og er þar að auki fjórum sinnum dýrari en sápa út úr mat- vöruverslun, þá er þar fín gjöf á ferðinni. Sömuleiðis þykir það einföld lausn að gefa konfektkassa í jólagjöf og skiptir þá oft miklu máli hvers konar mynd prýðir kass- ann. En gera allir sér grein fyrir því að kíló- verð konfektsins í kössum er þrisvar og allt upp í fimm sinnum hærra en ef sömu molar væru keyptir í poka út úr venjulegum sölu- turni? Dulbúnar verðhækkanir Ein lúmskasta verðhækkunin og jafnframt sú sem við verðum minnst vör við er minnkun innihalds í umbúðum. Þetta er algengt þegar neytendur hafna vöru sem hefur hækkað í verði. Þá reynir framleiðandinn önnur brögð og má sem dæmi nefna að djúpfryst græn- meti frá ónefndu fyrirtæki hélst í verði í nokkurn tíma, en innihaldið hafði minnkað úr 450 gr niður í 400 gr. Dæmi eru um að kaffitegund hafi verið seld á sama verði þó svo að pakkarnir hafi verið mismunandi þungir. Sumar kaffitegundir eru nefnilega settar ýmist í 150, 200 eða 250 gr umbúðir. Framleiðandi er þarna að blekkja bæði neyt- endur og verslunina, en upp komast svik um síðir. Enn ein dulbúin aðferð til verðhækkana er að gefa upp stærri skammta í notkun. T.d. er getið á þvottaefnispökkum að einn bolli sé hæfilegur í þvottavélina í hvert sinn. Þegar skammturinn er hækkaður í 11/4 bolla verð- ur pakkinn tómur fyrr en ella og þvottaefnið keypt oftar. Er hægt að gefa sér meiri tíma? Það sem hér hefur verið nefnt er aðeins brot af öllum þeim aðferðum sem notaðar eru til að láta okkur kaupa örlítið meira en við ætl- uðum. Þetta eru ef til vill atriði sem við höf- um ekki tíma til að hugsa um í föstudagsöng- þveiti stórverslana, en margt smátt gerir eitt stórt ef við gefum okkur meiri tíma þegar við skoðum verðmerkingarnar. Eða eru inn- kaup orðin eins og hver önnur „rútínu“- vinna? Verðlagsstofnun reynir þó að halda okkur við efnið með reglulegum auglýsing- um í blöðum þar sem við sjálf getum staðið vörð gegn óþarfa verðhækkunum, í hvaða formi sem þær birtast. Adolf H. Petersen 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.