Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 75
UPPELDISMÁL
Þaö er leikur að læra, leikur sá er mér kær, segir í víðkunnri vísu. En er svo í raun?
Barnaheimili eru
menntastofnanir
Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt um skort á dagvistunarheimilum í Reykja-
vík. Minna hefur hinsvegar verið rætt um starfsemi á heimilunum og enn minna hefur verið
rætt um tilganginn með rekstri þessara heimila. í hugum margra eru dagvistarheimilin fyrst
og fremst öruggur geymslustaður fyrir börn meðan foreldrar strita fyrir lífsviðurværinu.
Engu að síður eru dagvistarheimilin fyrst og fremst hugsuð sem uppeldisstofnanir og eiga
að efla alhliða þroska barnanna í samræmi við þarfir hvers og eins. í upplýsingabæklingi
sem Dagvist barna í Reykjavík hefur gefið út segir að á dagvistarheimilum skuli stuðlað að
því.að börnin nái þroska til að mæta kröfum skyldunámsins og stuðla jafnframt að því að
eðlileg tengsl skapist milli dagvistarheimila og grunnskólans.“ Að margra mati hafa þessi
tengsl engan veginn verið nægjanlega mikil. Fram til þessa hafa kennarar grunnskólanna
haft litla sem enga vitneskju um það starf sem fram fer á dagvistarstofnunum og á sama
hátt hafa fóstrur haft takmarkaða þekkingu á starfsemi grunnskólanna. Að mati sumra
fagmanna þarf nú þegar að ráða hér bót á þannig að eðlileg samfella myndist í uppeldi
barnanna. Síðastliðinn vetur var gerð merk tilraun í þessu sambandi sem fólst í því að
dagvistarheimilin Hálsaborg og Hálskot hófu gagnkvæma samvinnu við Seljaskóla um að
auka tengslin milli þessara stofnana. Einn af frumkvöðlum þessa samvinnuverkefnis er
Fanný Jónsdóttir, umsjónarfóstra hjá Dagvist barna í Reykjavík, en hún veitir þróunardeild
stofnunarinnar forstöðu. Blaðamaður Pjóðlífs hitti Fannýju að máli fyrir skömmu og ræddi
við hana þessi mál.
— Þetta samvinnuverkefni gengur fyrst og
fremst út á það að reyna að skapa ákveðna
samfellu í uppeldi og námi barna, og að sam-
ræma eins og kostur er námsefni, kennslu og
kennslugögn barna á dagvistarheimilum og
forskólabekkja grunnskólanna, þ.e.a.s. 6
ára bekkjanna, sagði Fanney Jónsdóttir
þegar Þjóðlíf spurði hana um samvinnuverk-
efni grunnskóla og dagvistarheimila.
— Ennfremur er markmiðið með þessu
verkefni að styrkja börnin sem einstaklinga
til að takast á við ný verkefni með nýju fólki
án þess að bæði starfshættir og umhverfi
verði þeim framandi. Á þennan hátt teljum
við, sem að þessu verkefni höfum unnið, að
grunnskólinn geti nýtt sér ýmislegt af því sem
við á dagvistarheimilunum höfum verið að
leggja grunninn að. í þessu sambandi er rétt
að geta þess að á dagvistarheimilunum höf-
um við annarskonar tengsl við barnið og fjöl-
skylduna en kennarar grunnskólanna.
— Kennarar kynnast barninu fyrst og
Fanný Jónsdóttir, umsjónarfóstra hjá
Dagvist barna í Reykjavík: „Það verður
að segjast eins og er, að oft er litið á
dagvistarheimili sem einhverskonar fé-
lagslegt úrræði til að fleyta þjóðfélaginu
áfram.“
Viðtal við Fanný
Jónsdóttur,
umsjónarfóstru hjá
Dagvist barna í
Reykjavík, um
samvinnuverkefni
dagvistarheimila og
grunnskóla.
fremst sem hópveru, þ.e.a.s. sem hluta af
bekkjarheild, meðan við höfum mun meiri
möguleika á að kynnast því sem einstaklingi
með sérþarfir. Til að mynda vinnum við með
börnunum í minnst 4—5 tíma og jafnvel upp í
9 tíma og það án þess að teknar séu frímínút-
ur. Að auki er starfsaðstaða fóstra og kenn-
ara mjög ólík. Fóstrustarfið tekur til mun
persónulegri þátta en kennarastarfið. Á
þennan hátt tel ég að fóstrur hafi mun meira
innsæi í sérþarfir barnanna og einmitt þess
vegna teljum við mikilvægt að fóstrurnar
fylgi börnunum inn í skólana.
— Segja má að samstarfið milli Hálsa-
75