Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 11

Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 11
INNLENT eiga alltaf að vera sameiginleg vandamál beggja kynja. Bæði þær konur sem studdu mig og aðra framjóðendur eru að sjálfsögðu jafnréttissinnar; fólk hefur einfaldlega mis- jafna skoðun á því hvaða einstaklingur eða einstaklingar eru heppilegastir til að gegna hinum ýmsu störfum. Barátta fyrir mannlegum verðmætum Eins og þú vékst að hefur nokkuð verið rætt um hnignun ýmissa starfa t.d.í heil- brigðismálum, uppeldis og kennslumálum. Nú segir þú að BSRB muni taka lifandi þátt í þjóðfélagsumræðu. Vilt þú að samtökin knýi á um viðhorfsbreytingu gagnvart þessum störfum? — Já.þarhittirþúnaglannáhöfuðið. Það hefur mikið verið reiknað á undanförnum árurn og verðmætamat í þjóðfélaginu hefur e.t.v. snúist um of um það sem reiknistokk- urinn mælir. Nú megum við ekki gera lítið úr því, að verkalýðshreyfing verður ævinlega að berjast fyrir betri kjörum félaga sinna. En kjör eru meira en krónur og aurar.... Áttu við að við getum átt von á kröfum um önnur lífsgæði en kauphækkanir hjá BSRB á næstunni? — Þorri félagsmanna BSRB er á lágum launum og má ekki við neinni kaupmáttar- rýrnun. Það er deginum ljósara. Auðvitað gerum við kröfur um lífsgæði, og þau geta birst í ýmsu formi. Maður má aldrei gleyma því að spyrja hvað það er sem við viljum fá út úr lífinu, til hvers við erum að þessu öllu saman. Ég held að flest okkar komist að þeirri niðurstöðu að mannleg verðmæti megi ekki vanrækja. Og hvað átt þú við með nrannlegum verð- Heilbrigt þjóðfélag, er þjóðfélag með öfl- ugum stjórnmálaflokkum og öflugri fjöl- þátta verkalýðshreyfingu. mætum? — Ég er að tala um menningu, bæði einstak- linga og þjóðarinnar, ég er að tala um sam- skipti við annað fólk, á vinnustað og við okkar nánustu. Ég er að tala um umhverfi okkar,lífshamingju einstaklinga, fjölskyldu- líf og uppeldi barna. Þetta allt saman eru mannleg verðmæti og að þeim eigum við að hlúa. Vor í lofti Þú talar um einstaklinginn, situr hann ekki í öndvegi í okkar þjóðfélagi? — Nei, það gerir hann einmitt ekki. Þau stjórnmálaöfl sem hafa hampað einstakling- num hve mest gera honum síður en svo hátt undir höfði. Við erum nefnilega að tala um alla einstaklinga , ekki bara þá sem eiga mikla peninga eða hafa völd. I raun er það rangnefni að kalla þetta einstaklingshyggju, sem tröllriðið hefur vestrænum þjóðfélögum á síðustu árum. Þetta á ekkert skylt við hana. í þessu sambandi á að tala um þrönga mark- aðshyggju og fámennisstjórn. Ég er í raun- inni einstaklingshyggjumaður. Ég vil að ein- staklingurinn fái að njóta sín... Munu einstaklingarnir í BSRB taka hönd- um saman við einstaklingana innan BHM og ASÍ á næstunni? — Auðvitað er það markmið að tengja fólk í samtökum launafólks saman. Á þingi okkar var lögð áhersla á samvinnu við önnur samtök launafólks í ýmsum málum. Allir eiga að taka höndum saman um að bæta kjör láglaunafólks og opinberir starfsmenn munu sameinast um að verja réttindi sín, en á und- anförnum árum hefur ítrekað verið vegið að þessum réttindum. Ég vona að því skeiði sé nú lokið. Fólkið krefst breytinga á öllum sviðum þjóðlífsins og stjórnmálamenn verða að svara því kalli. Þótt vetur sé að ganga í garð , þá held ég að mörgum finnist vor í lofti, sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB að lokum. Óskar Guðmundsson TRY6GING ÞAD VAR ORÐIÐ TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 11

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.