Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 15

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 15
INNLENT Skák Kasparov marði sigur á elleftu stundu / • • Askell Orn Kárason skrifar: Eftirminnilegu heimsbikarskák- móti lokið:— Stöð tvö hinn raun- verulegi sigurvegari? í beinni útsendingu. Á Heimsbikarmótinu var farið inn á nýjar brautir í fjölmiðlun. Líklega þarf að fara aftur til 1972 til að finna sanijöfnuð við þá skákbylgju sem skolast hef- ur yfir þetta land undanfarnar vikur með heimsbikarmóti Stöðvar 2. Mót þetta var stórkostlegur viðburður í skákheiminum og þótti heppnast fádæma vel. Það eykur þannig enn á hróður okkar á þessu sviði; fáir kunna betur að halda skákmót en Islendingar. Um tíma leit þó ekki sérlega vel út fyrir þessu móti, sem Stöð 2 tók að sér að halda fyrir atfylgi Páls Magnússonar. Margir töldu að sjónvarpsfélagið hefði hér reist sér hurð- arás um öxl, ýmis framkvæmdaatriði virtust hanga í lausu lofti fram eftir árinu og fjár- mögnun „ævintýrisins“ gekk stirðlega. Það mun ekki hafa verið fyrr en Páll Magnússon bretti sjálfur upp ermar til fjáröflunar skömmu fyrir mótið að um fór að liðkast. Kraftaverk Omurinn af síðustu hamarshöggunum var tæpast hljóðnaður þegar hinir nafntoguðu meistarar settust að tafli í Borgarleikhúsinu. Allt virtist hafa smoliið saman á síðustu stundu og eftir því sem á mótið leið kom æ betur í ljós hvílíkt stórvirki hafði verið fram- ið. Sumir höfðu á orði að kraftaverk hefði átt sér stað. Umgjörð glæsilegasta heimsbikar- mótsins til þessa var bæði nýstárleg og skemmtileg. Ahorfendur fylgdust auðveld- lega með taflmennskunni á borðunum níu með tilkomu tölvuskákborðanna margróm- uðu. Keppendur, sem þó eru góðu vanir, höfðu á orði að þetta mót bæri af hinum tveimur hvað skipulag og frábæran aðbúnað snerti. Auk þess að bera hitann og þungann af undirbúningi mótsins, skipulagði Páll Magn- ússon þetta sem reglulegt sjónvarpsmót og fór þar inn á algerlega nýjar brautir í fjölmið- lun. Á því sviði var hér brotið blað; stórmót framtíðarinnar, a.m.k. hér á íslandi, munu draga dám af þessu; skákin hefur sannað sig sem frábært sjónvarpsefni. Meistaraleg tilþrif Heimsmeistarinn Garrí Kasparov, sýndi það og sannaði í þessari fyrstu íslandsheim- sókn sinni að þótt honum geti verið mislagð- ar hendur á taflborðinu, er hann öðrum skákmeisturum eftirminnilegri í sjónvarpi. Senur þær sem hann lék aðalhlutverk í, hvort 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.