Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI Margar leiðir til lausnar Þjóðlíf leitaði víða álits manna á ástand- inu. Ef saman eru dregin helstu vandkvæði íslenska efnahagslífsins, að mati margra manna, mætti nefna: 1) Of háir vextir, fjár- magnskostnaður,2) of óhagkvæmt og dýrt bankakerfi, 3)ómarkviss útlánastarfsemi sjóða, 4)veik eiginfjárstaða fyrirtækja, 5) of hátt gengi, 6) veikburða rekstur fyrirtækja, 7) fjandsamleg afstaða gagnvart fyrirtækj- um, 8) sjálfvirk verðbólguskrúfa. Og ef saman eru dregnar lausnir, sem heyrðust frá sömu aðiljum, mætti telja upp í sömu röð: 1) Lækkun vaxta, hjöðnun verð- bólgu, 2) uppstokkun bankakerfisins, 3) grisjun og samruni sjóða, 4)styrking eigin- fjárstöðu fyrirtækja (með því að auðvelda hlutafjárkaup t.d. í gegnum skattakerfið), 5) lækkun raungengis, 6) samruni fyrirtækja, 7) stuðningur sveitarfélaga og hins opinbera við atvinnulífið, 8) afnám verðtryggingar. Helmingurinn sálfræði —bjartsýnin dugar best Þegar spjallað er um stöðu efnahagslífsins, einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og rík- isins, koma upp margvíslegar hugmyndir um lausnir og leiðir út úr samdrættinum. Flestir leggja samt áherslu á að helmingurinn að hvorttveggju; samdrættinum og þenslunni, sé sálfræði. Þannig sé bjartsýnin nauðsynleg til að lýsa leiðina út úr samdrættinum. Sparn- aður og ráðdeild eru vissulega nauðsynlegir eiginleikar og þá eiginleika hafi landsmenn svo sannarlega notað í samdrættinum á þessu ári. Nú er hins vegar góðærið í augsýn; í næsta mánuði eða eftir hálft ár, hver veit? Óskar Guðmundsson. Konurnar missa vinnuna fyrst Yfir 500 manns hafa þegar misst atvinnuna. Verður sífellt erfiðara að skipta um atvinnu. Alvarlegar þrengingar hjá fólki. Viðtal við Halldór Grönvold hjá Iðju, félagi verksmiðju- fólks í Reykjavík — Þegar hafa um 500 manns misst vinnuna í iðnaðinum frá því á síðasta árfsfjórðungi 1987 vegna gjaldþrota og samdráttaraðgerða og líkindi eru til að á þessu ári muni tugir ef ekki hundruð missa vinnuna af sömu sökum, segir Halldór Grönvold hjá Iðju í Reykjavík í samtali við Þjóðlíf. Halldór kveður konur verða sérstaklega fyrir barðinu á gjaldþrotum og samdrætti í atvinnulífinu: Hafa gjaldþrotin upp á síðkastið haft áhrif á hag félagsmanna Iðju í Reykjavík? — Það er alveg ljóst að öll þessi gjaldþrot og hinn almenni samdráttur hafa komið illa við iðnaðinn, fyrst og fremst fata- og vefjar- iðnaðinn, og að sjálfsögðu hefur það bitnað á félagsmönnum okkar. Sérstaklega hefur þetta komið niður á konum sem starfað hafa hjá þessum iðnfyrirtækjum. Þessar konur búa í mörgum tilfellum yfir tiltekinni þekk- ingu og starfsreynslu sem nýtist í þessum störfum, en er kannski lítils metin annars staðar. Oft er um að ræða konur sem eru komnar yfir miðjan aldur og eru þar af leið- andi ekki taldar fullgildar á vinnumarkaðin- um. A íslenska vinnumarkaðinum á maður nefnilega að vera karlmaður og helst ungur til að vera talinn gjaldgengur. Halldór Grönvold. Jafnvel þó spreng- lærðir meðaltalsútreiknar á borð við hag- fræðinga komist að þeirri niðurstöðu að nægjanleg framboð á ýmsum störfum sé fyrir hendi, þá virðist þeim yfisjást að um er að ræða fólk af holdi og blóði, sem getur ekki gengið inn í hvaða störf sem er... — Það má segja sem svo, að fram undir það síðasta hafi hvorki gjaldþrotin né þessi almenni samdráttur haft veruleg áhrif á hag launafólks, sé litið yfir heildina. En náttúr- lega hefur margt fólk neyðst vegna þessa til að fara í störf sem það hefði ekki tekið að öðru jöfnu. Fólk hefur hinsvegar almennt enn sem komið er fundið sér viðunandi störf við „hæfi“, vegna þeirrar þenslu sem ein- kennt hefur allt efnahagslífið. Hinsvegar virðist þessi sveigjanleiki á vinnumarkaðin- um vera að breytast mikið þessa dagana. — Síðustu vikurnar hefur það nefnilega verið að gerast, í sí auknum mæli, að okkar fólk fær ekki vinnu. Til dæmis komu til mín um daginn 10 miðaldra konur sem misst höfðu störf sín hjá tilteknu fyrirtæki í fata- iðnaðinum vegna samdráttaraðgerða. Það er engan veginn fyrirséð að þær fái ný störf á sama hátt og þær konur sem misstu vinnuna fyrr á árinu. Einnig liggur það ljóst fyrir að tvö fyrirtæki í fataiðnaðinum loka fyrir næstu áramót og að tæplega 60 iðnverkakonur mun 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.