Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 25
Grétar Kristjónsson meðan ailt lék í lyndi, fyrir daga kvóta og verðtrygginga. Gerður gjaldþrota án þess að vita af því. Þannig missti ég allar mínar eigur lögunum verði breytt og þau gerð mann- eskjulegri. Maður hefur t.d. heyrt að í sum- um löndum missi fólk ekki fbúðir sínar þó það verði gjaldþrota. Og í einhverjum fylkj- um Bandaríkjanna heldur fólk jafnvel bíln- um sínum. En mál númir eitt, tvö og þrjú hlýtur náttúrulega að vera að koma í veg fyrir það að menn verði gjaldþrota þannig að allir haldi sínu. í þessu sambandi tel ég brýnt að menn fái kost á því að semja um skuldir sínar beint, áður en kostnaðurinn er lagður á. Ég hef trú á því að ef það tækist myndi slíkt bjarga mörgum manninum. Ég tel að menn séu alltof fljótir á sér að fara út í hörkuna. — Almennt séð tel ég fólk nokkuð djarft í því að steypa sér út í fjárfestingar. íslending- ar eru kannski ekki búnir að læra að lifa með þessum vísitölubindingum á öllu. Lánsfé er orðið það dýrt, að menn verða hreinlega að passa sig betur en verið hefur. Reiðarslag — uppgjöf — Gjaldþrot er mikið reiðarslag fyrir fólk og nær undantekningarlaust brotnar það saman. Margir bara gefast upp á lífinu og yfirgefa þennan heim. Landlæknir er þessa dagana með í athugun fyrir okkur hversu mikið er um slíkt. Staða gjaldþrota einstak- lings er afskaplega vonlítil. Maður getur hvorki keypt sér hús né bíl, rnaður getur hvergi fengið lánafyrirgreiðslu, og það er spurning hvort maður hafi rétt á því að halda launum sínum. Ég á hinsvegar mjög erfitt með að lýsa mikið nánar hver staða gjald- þrota einstaklings er. Lögfræðingum ber alls ekki saman um það atriði og það virðist sem lög stangist á í þeim efnum. — Pað ber öllum saman um að fólk fær ekki nægjinlega skýrar upplýsingar um laga- legan rétt sinn og stöðu við og eftir gjald- þrotaskipti. Ég vil hinsvegar taka það mjög skýrt fram að mér er ekki neitt sérstaklega í nöp við lögfræðinga. Þetta er sjálfsagt mjög erfitt og vanþakklátt starf að standa í inn- heimtum. Hinsvegar heyri ég mjög grófar sögur varðandi framkomu sumra lögfræð- inga. Það hringdi t.d. ímigkona utan af landi og sagði mér frá því að eitt kvöldið hafi lög- reglubíll numið staðar fyrir utan hjá henni og inn komu lögfræðingur og fógetafulltrúi. Og án nokkurs fyrirvara voru sett réttarhöld við kvöldverðarborðið hjá fólkinu. Ég hef einn- ig heyrt að menn hafi ruðst inn á heimili fólks þegar börnin hafi verið ein heima til þess að skrifa upp húsmuni. Og ég hef heyrt um réttarhöld og rekistefnur á stigagöngum í fjölbýlishúsum. Þetta er náttúrulega engan- veginn nógu gott. Og það eru sérstaklega svona tillitsleysi og mannfyrirlitning sem brýtur fólk niður. — Ég var mjög heppinn því engin ábyrgð lenti á fjölskyldu minni. Hjá mörgum skeður það og slíkt hefur náttúrulega mjög neikvæð áhrif á fjölskyldulífið. Oft gliðna hjónabönd Gjaldþrotasaga Grétars Kristjánssonar: — Mín saga hefst á því, að ég var með litla útgerð. Það var eiginlega kvótinn sem kom þessu af stað vegna þess að ég hafði verið á línu fram á miðja vertíð og ég sá fram á, að ef ég færi á net, þá myndi ég klára þorskkvót- ann fljótlega. Ég ætlaði sem sagt að vera sniðugur og ákvað því að gera bátinn út á „snurrvoð". Málið var hinsvegar það, að þó svo að ég hafi stundað sjó síðan ég var 12 ára, þá hef ég nær aldrei verið á slíkum veiðum. I fáum orðum sagt þá æxluðust málin þannig að ég fékk annan rnann til að fara á bátinn. Það gekk vægast sagt illa, af ástæðum sem ég ætla ekki að nefna hérna. í þcssum veiðimál- urn lenti ég einnig í alveg hörmulegum vand- ræðum með bátinn, — það bilaði bóksta- flega allt sem bilað gat. Ég þurfti að setja bátinn í slipp. Sú viðgerð mislukkaðist alveg fullkomlega þannig að það lá við slysi um borð í bátnum, því það sprakk allt og splundraðist. — Þegar hér var komið sögu, þá var farið að þrengjast verulega um fjárhaginn hjá mér. Ég tók því þá ákvörðun að selja bátinn. Hann hef ég hinsvegar aldrei fengið greidd- an þannig að ekki lagaðist bágborinn fjár- hagur minn við þá sölu. Stuttu síðar var ég kominn í slagtog við menn sem töldu mér trú um að þeir hefðu peningaráð og aðgang að fiskmörkuðum erlendis. Það varð úr að ég keypti með þeim annan bát og bjóst við að nú myndi rætast úr öllu saman. Það stóð til að flytja út fisk og gera stóra liluti. En þetta fór á annan og verri veg. Okkur tókst aldrei að flytja neinn fisk út, því þessir markaðir reyndust ekki vera fyrir hendi. Og nú fór svo sannarlega að síga á ógæfuhliðina. Báturinn var það dýr að engin leið var að gera hann út öðruvísi en með útflutningi eða einhverju þess háttar, þannig að meira fengist fyrir aflann. Ég gafst upp á þessari útgerð og í sameiningu ákváðum við að selja bátinn. Ég afhenti þessum mönnum skriflegt umboð til þess að selja hann og bjóst náttúrulega við að fá minn eignarhluta greiddan. Þessir menn gerðu hinsvegar aldrei upp við mig og aldrei fékk ég peningana. Þessir menn halda öllum mínum pappírum, og tékkhefti,.... ogeftir á að hyggja var nú stutt í gjaldþrotið. — Það má segja að mín gjaldþrotasaga einkennist af óhöppum og að sjálfssögðu stórum mistökum. Ég vanmat stöðuna, gerði mistök og lenti í slagtogi við menn sem voru ekki það sem þeir sögðust vera. Og þegar hér var komið sögu voru skuldir mínar byrjaðar að fara í lögfræðinga og þá hækkuðu þær til muna. Atburðarásin varð nú það hröð að ég missti yfirsýnina á því sem var að gerast. Svo allt í einu frétti ég að ég væri orðinn gjald- þrota. Ég hringdi í fógeta og fékk endanlega að vita þar að ég væri „afgreiddur" gjald- þrota, — og meira veit ég ekki. Enn þann dag í dag hef ég ekki hugmynd um hve háar skuldakröfur voru gerðar í búið mitt, — mér hafa engar tölur verið sýndar um það. — Eitt finnst mér mjög merkilegt í þessu máli. Ég benti fógetafulltrúa á útistandandi skuldir sem eign. Ég er meira að segja með fjárnám í eignum þess ntanns sent skuldaði mér. Hér er um að ræða vélar og tæki úr bát sem umtalsverðir peningar liggja í. Full- trúinn svaraði mér hinsvegar á þá leið að sér hefði ekki þótt taka því að eltast við þetta. í dag liggur þetta dót suður í Garðarbæ og það á það enginn. Ég var gerður gjaldþrota og því má ég ekki taka það, og maðurinn sem skuldar mér má það ekki heldur, því ég er með fjárnám í því. ... Ég þori næstum að fullyrða að ef ég hefði fengið mínar skuldir greiddar, þá hefði ég getað klórað mig þann- ig út úr erfiðleikunum að ég hefði sloppið við gjaldþrot. En ég missti að sjálfsögðu allar mínar eigur, en það er ekki það sama og vera gerður gjaldþrota. Kristján Ari 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.