Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 31

Þjóðlíf - 01.11.1988, Page 31
VIÐSKIPTI Yfir 1000 beiðnir um gjaldþrot Meir en 100 beiðnir um gjaldþrot á mánuði. Um 400 gjaldþrot þegar úrskurðuð á árinu. Astandið verst á höfuðborgar- svœðinu. — I fyrra voru gjaldþrotaúrskurðir í Reykjavík rúmlega 350 og um miðjan ágúst í ár voru þeir orðnir álíka margir. Beiðnir um gjaldþrot á þessu ári eru orðnar á annað þúsund hér í Reykjavík og það vill segja að það komi viir 100 beiðnir á mánuði að meðal- tali, samkvæmt upplýsingum skiptaráðanda í Reykjavík. Það er hinsvegar ómöglegt að segja til um hve margir gjaldþrotaúrskurðir verða kveðnir upp á árinu því oft er um að ræða margar beiðnir á sömu aðilana. Víst er að fjöldi gjaldþrotaúrskurða mun verða talsvert hærri á þessu ári heldur en á því síðasta. Enginn einn aðili hér á íslandi hefur yfir- umsjón með gjaldþrotaúrskurðum út um landið. Hvert embætti starfar algjörlega sjálfstætt. Embættin eiga að senda hagstof- unni skýrslur um gjaldþrotaúrskurði, en van- höld eru á þeim skilum, samkvæmt upplýs- ingum Þjóðlífs. Um er að ræða 8 til 10 fógeta- embætti sem ekki standa skil á þessum skýrslum. Síðasta samantekt Hagstofunnar á þessum málum er frá 1977. Engin úttekt er til um það hvernig gjald- þrotin koma niður, Enginn opinber aðili hef- ur yfirlit yfir nauðungaruppboð eða gjald- þrot í landinu og tölfræðilegra upplýsinga um árið 1988 er ekki að vænta á næstunni samkvæmt þeim upplýsingum opinberir aðil- ar veittu. Hlutafélagaskrá þarf að reiða sig á Lög- birtingarblaðið varðandi gjaldþrot hlutafé- laga skv. upplýsingum sem Þjóðlíf fékk þar. Hugsanlegt er að hlutafélög hafi verið úr- skurðuð gjaldþrota án þess að Hlutafélaga- skrá hafi upplýsingar um slíkt. Því getur verið varhugavert að treysta upplýsingum þaðan því félag getur verið orðið gjaldþrota þrátt fyrir að aðrar upplýsingar fáist þar. Svipuð mistök gætu átt sér stað hjá Fyrir- tækjaskrá borgarfógetaembættisins í Reykjavík, skv. upplýsingum sem Þjóðlíf af- laði sér þar. Unnið er að endurskoðun gjaldþrotalag- anna sem sett voru 1978. Talið er brýnt að endurskoða sérstaklega ákvæði laganna um greiðslustöðvun því reynslan hefur sýnt að hlutur kröfuhafa er ekki nægilega tryggður. Nokkuð er um að sömu aðilarnir verði oft gjaldþrota. Að mati margra er hér um brota- löm í gjaldþrotalögunum og þrengja þurfi athafnafrelsi þessara aðila í viðskiptalífinu með fyllri ákvæðum. Ennfremur hefur kom- ið til tals að auka fjárhagslega ábyrgð stjórn- enda hlutafélaga með breytingu á hlutafé- lagslögunum. Akureyri. í samtali sem Þjóðlíf átti við Guðjón Björns- son, fulltrúa bæjarfógeta á Akureyri kom fram að minna er um gjaldþrot enn sem kom- ið er í ár heldur en í fyrra. Flest þeirra gjald- þrota sem upp hafa komið eru hjá einstak- lingum, en þó eru nokkur stærri mál á leið- inni varðandi félög, t.d Kaupskipsmálið. ísafjörður. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðlíf aflaði sér hjá bæjarfógetanum á ísafirði, Pétri Haf- stein, hefur enn sem komið er engin aukning átt sér stað á gjaldþrotum í ár miðað við síðastliðin ár. Á árinu 1985 voru 10 gjald- þrotaúrskurðir hjá embættinu, 4 úrskurðir árið 1986 og 9 úrskurðir árið 1987. í ár hafa verið kveðnir upp 11 gjaldþrotaúrskurðir á ísafirði, þar af 8 einstaklingar og 3 fyrirtæki. Umrædd fyrirtæki eru Niðursuðuverksmiðja NO Olsen hf, hugbúnaðarfyrirtækið Hug- sjón hf og veitingastaðurinn Þinghóll. Pétur Hafstein bæjarfógeti átti ekki von á neinni umtalsverðri fjölgun gjaldþrota á næstunni, þegar Þjóðlíf ræddi þessa hluti við hann. Neskaupstaður Að sögn bæjarfógetans í Neskaupsstað, Ól- afs K. Ólafssonar, hefur gjaldþrotaaldan ekki náð frá höfuðborgarsvæðinu austur í Neskaupsstað. Þar hafa einungis tvær gjald- þrotabeiðnir borist embættinu og enn sem komið hefur enginn úrskurður þar um verið ferður. „Ástandið er stabílt hérna og ég á von á því að það verði það“, sagði Ólafur K. Ólafsson bæjarfógeti í Neskaupsstað í sam- tali sínu við Þjóðlíf. Vestmannaeyjar. Að sögn bæjarfógetans í Vestmannaeyjum, Kristjáns Torfasonar, er ástandið slæmt í Eyjum og gjaldþrotum hefur fjölgað mikið. Fulltrúi fógeta, Jóhann Pétursson, tók sam- an fyrir Þjóðlíf breytinguna milli ára. Að sögn Jóhanns var einungis um 1 gjaldþrot að ræða á árinu 1986, 2 á árinu 1987 og í ár hafa þegar verið úrskurðuð 11 gjaldþrot, þar af 3 fyrirtæki og 8 einstaklingar. „Það er fyrst og fremst verslunin sem á í verulegum erfiðleik- um hér í Eyjum“, sagði Jóhann í samtali sínu við Þjóðlíf. Keflavík Þórdís Bjarnadóttir, fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík segir mikla aukningu hafa orðið á gjaldþrotum í Keflavík. Á árinu 1987 voru 48 aðilar úrskurðaðir gjaldþrota á árinu en sam- tals bárust þá 68 beiðnir um slíkt. í ár hafa fógetaembættinu þegar borist beiðnir um gjaldþrotaskipti hjá 90 aðilum og gjaldþrota- úrskurðir voru í lok október orðnir 47. „Það hafa nokkur stærri fyrirtæki orðið gjaldþrota á árinu, t.d fiskvinnslufyrirtæki, bakarí og fiskeldisfyrirtæki. Ástandið er því virkilega slæmt“, sagði Þórdís Bjarnadóttir í samtali sínu við Þjóðlíf. 31

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.