Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.11.1988, Blaðsíða 34
VIÐSKIPTI ÞROUN A SOLUVERÐI ATVINNUHUSNÆÐIS A FÖSTU VERÐLAGI1984 -1988 (Söluverð á miðju ári. Verð 1986 = 100) MIKLAR VERÐSVEIFLUR Markaði fyrir atvinnuhúsnæði má skipta í þrjá höfuðflokka. Skrifstofuhúsnæði, versl- unarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Skipt- ingin er ekki skörp. Mörkin á milli verslunar og viðskiptatengdrar skrifstofustarfsemi eru ekki glögg, svo dæmi sé tekið. Menn hafa vanist því að líta á markaðinn sem einn og óskiptan. Það er ekki allskostar rétt. Myndin hérfyrir neðan sýnir glögglega aö söluverð hefur þróast nokkuð ólíkt und- anfarin ár eftir notkun húsnæðisins. Á myndinni er miðað við söluverð um mitt ár, reiknað á föstu verðlagi. Verð 1986 hefur verið sett 100 stig fyrir allar þrjár tegund- irnar. stórfé af þessum sökum. Sama gildir um op- inbera lánasjóði. Verðbréfasjóðunum er einnig hætta búin. Margar kröfur þeirra eru tryggðar með veði í atvinnuhúsnæði. Eignir sjóðanna eru ekki tryggari en veðin sem standa á bak við skuldabréfin. Verðhrun á fasteignamarkaði og greiðslu- þrot fyrirtækja geta valdið verðbréfasjóðun- um meiri búsifjum en þeir rísa undir. Ef van- skil verða og veðsettar eignir eru seldar á nauðungaruppboði fæst ekki nema brot af markaðsverði þeirra. VÍTAHRINGUR GREIÐSLUERFIÐLEIKA OG LÆKKANDI FASTEIGNAVERÐS Einn þáttur í endurskipulagningu fyrir- tækja sem lenda í rekstrarerfiðleikum er, að þau minnka við sig húsnæði. Fasteignir fyrir- tækja sem verða gjaldþrota eru seldar á nauðungaruppboðum og síðan endurseldar á fasteignamarkaði. Við samruna og yfir- töku fyrirtækja er algengt að fasteignir séu seldar. Vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækja. samruna og gjaldþrota er nokkuð boðið fram af atvinnuhúsnæði. Framboðið bætist við það sem fyrir er og hefur áhrif á fasteigna- verð. Það veldur ákveðinni keðjuverkun. Þegar eignir eru seldar vegna vanskila á lágu verði fá lánastofnanir ekki kröfur sínar greiddar og tapa fjármunum. Til að vinna upp tapið verða þær að hækka útlánsvexti. Auk þess minnkar ráðstöfunarfé þeirra. Lánsfjárskortur og háir vextir auka á erfið- leika fyrirtækja sem standa illa. Eins og áður segir veldur það auknu framboði á atvinnu- húsnæði sem stuðlar að enn frekari lækkun fasteignaverðs. Með lækkandi fasteignaverði skerðist veð- hæfni fasteigna enn frekar og tap lánastofn- ananna vex. Segja má að á þennan hátt skap- ist eins konar vítahringur greiðsluerfiðleika og lækkandi fasteignaverðs. VAFASAMT VEÐMAT Lánastofnanir tapa fé vegna lélegs veð- mats sem stafar af reynsluleysi. Um áratuga- skeið var lítil þörf á veðmati hér á landi. Á tímum neikvæðra raunvaxta rýrnuðu veðlán að raunvirði en veðsettar eignir héldu verð- mæti sínu. Af þeim sökum reyndi sjaldan á gæði veðmats. Þegar gengið var að eignum hafði verðmæti lánanna oftast rýrnað um tugi prósenta. Þegar verðtrygging var tekin upp breyttust aðstæður. Lánastofnanir tapa nú árlega háum fjárhæðum sökum þess að þær hafa ófullnægjandi fasteignaveð. Skuldabréf eru almennt tryggð með veði í fasteign. Eigandi skuldabréfsins miðar sín áform við að fá skuldina endurgreidda í reiðufé eða verðmætum, sem skipta má í peninga á handhægan hátt. Ef ekki fæst greitt af skuldinni verður að selja hina veð- settu eign til þess að endurheimta féð. í lönd- um með þróaðan lánamarkað er veðmat fasteigna af þeim sökum sém hér voru nefnd- ar miðað við markaðsverð. Flestar lána- stofnanir hér á landi miða lánsfjárhæðir hins vegar við brunabótamat. Það kom ekki að sök þegar raunvextir voru neikvæðir. Und- anfarin ár hefur aðferðin hins vegar reynst ótraust. Brunabótamatið er ekki góður mælikvarði á markaðsverð fasteigna. Bruna- bótamat fasteignar miðast við þá fjárhæð sem kostaði að endurbyggja hana ef hún brynni til grunna. Markaðsverð tveggja eigna getur hins vegar verið breytilegt þó að jafn mikið hafi kostað að smíða þær. Margt annað en byggingarkostnaður hefur áhrif á markaðsverð atvinnuhúsnæðis. Söluverð er til dæmis breytilegt eftir staðsetningu. Hús- eign í Reykjavík kostar 60% meira en hlið- stæð eign á Akranesi eða Selfossi. Hún getur því borið hærri lán þó brunabótamat beggja sé hið sama. Við mat á veði í fasteign nota lánastofnanir í grannlöndum okkar veðmat sem þær láta framkvæma sjálfar. Það miðast við söluverð fasteigna á frjálsum markaði. Það er tímabært fyrir íslenskar lánastofnanir 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.