Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 42

Þjóðlíf - 01.11.1988, Side 42
ERLENT ekki almenn, hlaut hún að hafa nokkur efna- hagsleg áhrif, og auk þess virtist allur al- menningur styðja verkfallsmenn. Lögreglumenn voru á nær hverju götu- horni í miðborg Gdansk, og mér hafði verið bent á þá þar sem þeir sátu óeinkennisklædd- ir í bílum sínum við kirkju heilagrar Birgittu. Þeir höfðu varla komist hjá því að taka eftir mér þar sem ég fór inn í húsnæði Einingar aftan við kirkjuna, en þangað fékk enginn að fara án sérstakra skilríkja frá samtökunum. Eg hafði þennan morgun farið inn í kirkjuna, og þaðan inn til Einingarmanna og svo í kirkjuna aftur. Þennan sama morgun fór ég að Skipa- smíðastöð Leníns, þar sem þúsundir verk- fallsmanna höfðu komið sér fyrir. Þar var ég stöðvaður af herlögreglu. Þetta hefur kannski verið full mikil yfirreið hjá mér á svo stuttum tíma. Þegar gæslumenn mínir sáu svo á vegabréfsáritun minni að ég hafði verið í Stettin fáum dögum áður, þar sem ég hafði fylgst með verkfallsmálum, varð ég sjálfsagt ennþá grunsamlegri í augum þeirra. Eg gat verið sendiboði vekfallsmanna í Stettin! Það fóru hins vegar að renna á þá tvær grímur þegar þeir skoðuðu vegabréfið nánar fyrir utan lögreglustöðina, og þegar ég sýndi þeim skírteinið frá Útvarpinu —. Þegar ég var í Stettin hitti ég strætisvagna- bílstjóra sem höfðu girt sig af á einni af enda- stöðvum borgarinnar. Bílstjórarnir tóku mér vel, en barátta þeirra virtist vonlítil, því her- menn voru látnir ganga í störf þeirra. Flutn- ingaverkamenn við höfnina í Stettin hleyptu hins vegar engum að; þeir beittu vinnuvélum og ýmsu öðru stóru og smáu til að loka sig af á stórum hluta hafnarsvæðisins. Við hlið að svæðinu komu þeir fyrir rauðum verkfalls- borðum, sem á stóð „Strajk" og „Solidar- nosc“. Églagði til atlöguá einumstað, en var rekinn burt; verkfallsmenn sögðust ekkert vilja ræða við útlendinga. Ég hafði því litlar fréttir að færa félögum þeirra í Gdansk. Það var alveg einstök upplifun að komast í kirkju heilagrar Birgittu. Þar er mjög fallegt innanstokks, og það er vel þess virði að dvelja þar nokkra stund. Ég fór þó ekki þangað til að svala neinum listrænum eða öðrum andlegum þörfum. Mér hafði orðið á að gleyma myndavél minni heima í Svíþjóð, og ætlaði því að kaupa myndir af Einingar- fólki þarna í kirkjunni. Það var sérkennilegt andrúmsloft þarna inni. Mikill hátíðleiki hvíldi yfir þessu samblandi stjórnmála og trúarbragða sem kaþólska kirkjan er fulltrúi fyrir. Það kom manni spánskt fyrir sjónir að sjá áróðursborða frá Einingu hangandi neð- an í lofti kirkjunnar, og maður gat ekki ann- að en hrærst yfir því baráttuþreki pólskrar alþýðu í gegnum aldirnar sem starfsemi Ein- ingar var til rnarks um. Fólk gekk þarna inn, signdi sig, staldraði við fyrir framan líkneski Popieluszko, settist niður stutta stund, og gekk svo út aftur. Stöðugur straumur af þöglu, alvarlegu fólki. Þegar ég kom á hótelið eftir að hafa losnað úr prísund lögreglunnar í Gdansk, settist ég niður og skrifaði hádegispistilinn. Skiljan- lega komst fátt annað að í huga mér en viður- eignin við lögregluna. Fréttamanni á er- lendri deild Útvarpsins þótti raunir mínar tilvalið fréttaefni. Ég hringdi því næst í fréttamann sænska útvarpsins og sagði hon- um söguna. — Það er best að halda sig frá kirkjunni í dag, sagði hann og fór ekki á blaðamannafund Einingar síðar um daginn. Eftir þann fund voru þrír erlendir blaða- menn fluttir á lögreglustöðina. Svartur kavíar á svörtum markaði Menn ættu að varast að vera með stóra dóma um land og þjóð sem þeir hafa aðeins haft nokkurra daga kynni af. Það var þó tvennt sem stakk í augun við þessi fyrstu kynni. Hið fyrra var mikil mengun, einkum frá iðnaði, húsakyndingu og umferð. Pól- land er geysiauðugt af kolum, og er greini- legt að þau eru mikið notuð. Kolabingir voru við mörg hús, og hlýtur kolareykur að eiga stóran þátt í því óþverralofti sem liggur yfir borgum og bæjum. Þá fá menn óhindrað að aka um á bílum þótt svartur mökkur standi aftan úr þeirn. Það eru líklega minni höft á mönnum í umferðinni í Póllandi en á Vestur- löndum. Á hraðbrautunum geta menn ekið fram á hestakerrur og hjólreiðakappa, og auk þess fótgangandi fólk og skepnur. Mér varð samt fyrst um og ó þegar ég mætti manni á skellinöðru með á að giska tveggja ára krakka fyrir framan sig og fjögurra ára fyrir aftan, og ekkert þeirra var með hjálm. í velferðarríkjum Norðurlanda yrði svona maður lokaður inni og sviptur forræði yfir börnum sínum! Annað sem kom mér á óvart, var hversu geysistór svartur markaður þrífst í landinu. Mér er nær að halda að helminpur allra við- skipta fari fram neðanjarðar. Ég varð fyrst var við þetta þegar bensínsölumenn og leigu- bílstjórar föluðust eftir erlendum gjaldeyri hjá mér. Hægt var að fá bensínlítrann fyrir sem svarar 20 íslenskum krónum í staðinn fyrir 30 ef maður borgaði í sænskum krón- um, en ekki með sérstökum bensínskömmt- unarmiðum sem flestir þurftu að nota. Leigubflstjórar borguðu mér þrefalt fleiri slótí fyrir hverja sænska krónu en ég fékk í bönkum eða á hótelum. Á svörtu fékk ég 22 þúsund slótí fyrir hundrað sænskar krónur, en aðeins 7 þúsund á gengi hins opinbera. Mér var sagt að algeng mánaðarlaun verka- manns væru í kringum 60 þúsund slótí. Þegar ég var búinn að átta mig á nokkrum helstu reglum viðskiptalífsins, gat ég farið á veitingahús og fengið mér vel útilátna máltíð fyrir sem svarar fimmtíu íslenskum krónum. Það er að segja ef ég asnaðist ekki til að kaupa rándýr rússnesk styrjuhrogn, sem þjónar launtuðu að þegar máltíðin stóð sem hæst. Á öllum veitingahúsum sem ég fór á voru þjónarnir að pukrast með kavíarkrukk- ur innan á sér, sem þeir seldu á fimmtán þúsund slótí. Ætla mætti að kavíarsalan væri miðstýrð aukabúgrein þjóna í landinu. Á hótelum og í borgum eru verslanir með lúxusvörur á pólskan mælikvarða, sem greiða verður fyrir með erlendum gjaldeyri. En skortur er á erlendri mynt, og sömuleiðis á flestum vörum, sem eru skammtaðar með einum eða öðrum hætti. Leigubílstjóri nokk- ur tjáði mér að hann notaði fjögur kfló af skömmtunarmiðum á ári hverju. Miðarnir duga þó ekki alltaf, og ætli fólk að greiða í reiðufé fyrir vörur eða þjónustu, þarf það oft að borga mun hærra verð. Það er því skiljan- legt að hestar skuli enn vera mikið notaðir til dráttar og flutninga. Þeir eyða jú engum bensínmiðum. Ég þurfti eitt sinn að bíða í hálfa klukku- stund eftir afgreiðslu á hóteli á meðan starfs- maður lét viðskiptavin hafa einhvers konar skömmtunarmiða. Þetta voru hátt í tvö hundruð miðar; fyrst voru þeir stimplaðir með einum stimpli; síðan var öðrum stimpli klesst ofan í fyrra stimpilmerkið, og að lok- um skrifaði starfsmaðurinn nafnið sitt ofan í stimpilmerkin tvö. Stjórnvöld virðast því reyna að hafa strangt eftirlit með útgjöldum landsmanna. Og á meðan framboð á vörum er minna en eftirspurn og stjórnvöld meta lágt sinn eigin gjaldmiðil, er ekki nema von að svartur markaður þrífist í landinu, og al- menningur sé sólginn í erlendan gjaldeyri. Þegar ég var búinn að fá örlitla innsýn í svartamarkaðsbraskið ákvað ég að skipta nægilega miklu til að ég hefði fyrir hótel- reikningnum í Gdansk, því hótelin skiptu á opinberu gengi. En þegar ég dró upp búnt af slótíum sem ég hafði keypt af leigubílstjór- um, og ætlaði að borga reikninginn, var ég beðinn um að sýna þær kvittanir sem ég hefði um kaup mín á slótíum á opinberu gengi. Peningunum sem ég skipti þannig var ég búinn að eyða í Stettin, og mátti sjá það á þeim reikningum sem ég varð að framvísa. Og þar sem eingöngu var hægt að greiða hótelreikninga fyrir slótí sem fengin voru eft- ir opinberum leiðum, varð ég að gjöra svo vel að skipta á hótelinu á gengi ríkisins og borga þannig þrefalt meira fyrir herbergið en ég ætlaði mér. Þar sem dvöl minni í landinu var að ljúka komu slótíbúntin mér að litlu haldi. Égfékkekki einusinni aðskiptaþeim, þegar ég fór úr landi. Það segir kannski sína sögu um pólskt efnahagslíf, að ég kom til landsins með nokkrar sænskar krónur, en fór þaðan með mánaðarlaun pólsks verkamanns í vasanum. Lundi, í október 1988 Stefán Jóhann Stefánsson 42

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.