Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 60

Þjóðlíf - 01.11.1988, Qupperneq 60
MENNING Saltfiskur og steindir gluggar Sigríður Ásgeirsdóttir myndlistarmaður vinnur fyrir banka, kapellur og saltfiskverkun Steindir gluggar, er það ekki eitthvað sem á heima í kirkju? Er ekki út í hött að hugsa sér slíka list í samhengi við saltfísk? Ekki í Hafn- arfírði. I>ar hefur fyrirtækið Skerseyri hf. reist nýtt verkunarhús og við byggingu þess var gert ráð fyrir 6 fermetra myndverki úr gleri í vinnslusalnum. Og auðvitað heitir verkið Lífið er saltfiskur...og brekka. Listamaðurinn sem fékk þetta heillandi verkefni heitir Sigríður Asgeirsdóttir og nam list sína í Edinborg. Nú býr hún í Hlíðunum og á mann, tvo syni og tvo ketti. Verk sín vinnur hún í Hafnarhúsinu þar sem hún hef- ur vinnustofu. Þar vinnur hún verkin frá grunni, fyrst á pappír, síðan í gler, og þegar kemur að því að blýleggja mætir maður hennar, Þórður Kristinsson, að loknum vinnudegi í Háskólanum og blýleggur milli 5 og 7. „Mér finnst gaman að geta sagt frá því að þessi veggur var hannaður með steint gler í huga,“ segir Systa eins og hún signerar myndirnar sínar. „Framkvæmdastjóri Sker- seyrar heitir Magnús Andrésson og hann réði mig til þessa verks. í fyrirtækinu er allur aðbúnaður starfsfólks til fyrirmyndar og þetta glerverk er fyrst og fremst sett upp því til ánægju.“ Systa kom heim frá námi fyrir fjórum ár- um og verk hennar má líta á nokkrum opin- berum stöðum: í Iðnaðarbankanum við Lækjargötu, Sparisjóðnum í Hátúni, Trygg- ingu hf. og víðar. Nú hefur hún verið beðin að gera glugga í kapellu sjúkrahússins sem verið er að byggja á ísafirði. „Til þessa hef ég aðeins gert steindan glugga í eina kapellu, hún er í eina kvenna- fangelsi Skotlands. Þeirri kapellu er ætlað að þjóna öllum trúarbrögðum svo ég hafði frjálsar hendur. Þó að glugginn sé abstrakt þá lagði ég út af dagrenningu og að batnandi fólki er best að lifa. I kapellunni á Isafirði munu einkum fara fram skírnir og kistulagnir og ég hef fyrst og fremst reynt að gera gott listaverk. Glugginn lokar fyrir umhverfið og á að skapa kyrrð og virðuleika. Ég reyni að hlúa að fólki. Glerið er spennandi efni, í senn brothætt og hættulegt. Svo er það ljósmiðill og hefur áhrif á sálina. Það getur gleypt fólk eins og bíómynd. Vandinn við það er að láta það fylgja þeirri stemmningu sem húsið býður upp á. Listamaðurinn þarf að sýna notkun hússins virðingu og halda aftur af sjálfum sér. Þetta er að sumu leyti eins og línudans. Listamaðurinn þarf að vera trúr húsinu og sjálfum sér.“ Eins og áður segir vinnur Systa verkin á vinnustofunni.,, Maður tekur allar ákvarð- anir á pappírnum, glerið er svo dýrt. Þess vegna þarf að hugsa um samspil litanna í Ijósinu en það getur verið afar breytilegt eftir birtunni og umhverfinu. Leiðin frá vinnust- ofunni á staðinn þar sem verkið á að vera er því æði kvalafull, maður veit aldrei hvernig verkið kemur út.“ Systa hefur nóg að gera því auk verksins fyrir Isfirðinga vinnur hún að sýningu sem hún ætlar að halda í Norræna húsinu á vori komanda. „Þar verða ekki bara glerverk, því að efnið ræðst af viðfangsefninu. Kannski sýni ég eitthvað úr timbri.“ Þ ---------------------------------------------- HAUKURINN Garðastræti 11, Box 3020,123 Reykjavík, Símar 91-622026 og 985-28501 Auglýsinga gjafir og kynningarvörur. Pennar, lykiakippur, eldspýtur, blöðrur, glasabakkar, dagatöl og næstum allt sem þér dettur í hug. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.