Þjóðlíf - 01.11.1988, Síða 71
UPPELDISMÁL
næstu helgi voru þau komin í verslunarferð
til Glasgow.
í mörgum tilvikum falla börn ekki innan
áhugasviðs foreldra og verða því útundan í
frístundum, fá jafnvel ekki að fara með í
sumarfrí. Ef fólki liði betur í fínu húsunum
sínum, bílunum og fötunum, þá væri allt í
lagi. En það er ekki svo. Ég vorkenni alveg
jafnmikið börnum sem eiga foreldra á frama-
braut og börnum fátækra foreldra. Börnin
vilja oft gleymast á framabrautinni og börn
slíkra foreldra koma alveg jafnoft til mín og
hin.
Foreldrar notfæra sér ekki alltaf þau úr-
ræði sem eru til staðar. Sumir þurfa ekki að
vinna eins mikið og raun ber vitni. En þeir
gera það samt til að viðhalda háurn lifistand-
ard og halda sér í formi á framabrautinni.
Það kemur niður á börnunum. Það er ekki
gott að vera barnið þeirra. Þótt það fái fín föt
og eigi nóga peninga þá ristir það svo grunnt.
Barnið er of sjaldan spurt hvað það vilji.
Ég er viss um að það myndi ekki velja einbýl-
ishúsið ef það væri spurt. Flest börn vilja
gamaldags uppeldi. Þau vilja hafa mömmu
heima með svuntu og heitt kakó þegar þau
koma heim úr skólanum. Eða kannski
ömmu. Umfram allt vilja þau öryggi og ást,
hlýju og aga og það fæst ekkert frekar í 200
fermetra einbýlishúsi.“
Níu ára með streitueinkenni
— Á hvern hátt birtast þessir erfiðleikar í
líðan barnanna?,,
Það birtist til dæmis í streitueinkennum.
Ég hef fengið til mín 9 ára börn sem þjást af
vöðvabólgu og stöðugum höfuðverk og ég
hef heyrt af 6 ára börnum með vöðvabólgu.
Streitan er ekkert einkamál fullorðinna.
Þetta getur t.d. birst í einelti þar sem börnin
eru ýmist þolendur eða gerendur. I því sam-
bandi má ekki gleyma því að fullorðnir
leggja stundum börn í einelti. Það gæti til
dæmis átt við kennara og annað starfslið
skólanna. Auðvitað líkar kennurum misvel
við börn. Þeim hættir til að gera of miklar
kröfur til þeirra, ekki endilega námslega,
jafnvel svo ntiklar að þær breytast í einelti.
Hvenær verður td. strangur kennari of
strangur?
Ég verð líka vör við töluvert líkamlegt
ofbeldi og held að það sé meira um það en
við gerum okkur grein fyrir. Börn halda
mörg hver að foreldrar megi berja þau og ég
fékk einu sinni þá spurningu hvar mörkin
lægju milli þess leyfilega og hins óleyfilega,
hvort ekki væri bannað að nota belti við
barsmíðar.
Oft koma börnin til mín og geta ekki sagt
hvað er að, ég bara finn að þau bíða eftir
svörun, ekki plástri. Þau eiga erfitt með að
tala um foreldra sína, reyna að verja þá eins
og þau geta. Og ef þau kvarta undan þeim fá
þau bullandi sektarkennd. Þá reynir á mann
því það skiptir höfuðmáli að bregðast rétt
„Ég man eftir foreldrum
sem höfðu ekki efni á að
kaupa gleraugu handa
barninu sínu. Um næstu
helgi voru þau komin í
verslunarferð til
Glasgow..“
við. Röng viðbrögð geta orðið til þess að
ástandið versni. En það er ekki nóg að koma
upp um ofbeldi sem börn eru beitt, það þarf
að leysa málið. Ofbeldið gegn barninu gæti
t.d. versnað til muna ef sá sem því beitti
kæmist að því að barnið hefði „klagað".
Alltaf þarf fjölskyldumeðferð að koma í
kjölfar opnunar á þessum málum því öll fjöl-
skyldan líður fyrir þau.
Vanlíðanin getur birst í því að börnin
dragast aftur úr í náminu. Töluvert stór hóp-
ur þeirra nýtur stuðningskennslu en það dug-
ir ekki að auka hana endalaust. Það þarf að
gefa börnunum meiri gaum og þar eru skól-
arnir fremur lokaðir þótt þeir séu vissulega
að opnast. Þeir þurfa að gefa gaum að fleiru
er einkunnum. Stundum er ástandið þannig
að barnið getur ekki meir, það fer öll orka
þess í að verjast erfiðleikunum.
Það er oft rætt um þær kröfur sem heimilin
gera til skólanna en í þessu sambandi væri
kannski hægt að snúa spurningunni við og
huga að því hvaða kröfur skólarnir eiga að
gera til heimilanna. Þær eru ýmsar. í fyrsta
lagi að barnið komi með nesti og sé ekki
svangt. í öðru lagi að það sé vel hirt og lykti
t.d. ekki. Og í þriðja lagi að það mæti vel út
sofið á réttum tíma. Að ekki sé talað um að
veita barninu ást og öryggi.
Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og
því getur skólinn gert þessar kröfur til þeirra.
Foreldrar spyrja yfirleitt ekki um það á for-
eldrafundum — þeir foreldrar sem þá mæta
— hvernig börnunum þeirra líði, námsáran-
gurinn er oftast aðalatriðið. Hvers vegna ætli
svona margir foreldrar eigi erfitt með að
elska börnin sín og sætta sig við þau eins og
þau eru? Á sama tíma og þau gera kröfur til
barnanna um að þau umberi foreldrana þegj-
andi og hljóðalaust.“
„Ég vorkenni alveg
jafnmikið börnum sem
eiga foreldra á
framabraut og börnum
fátækra foreldra. Börnin
vilja oft gleymast á
framabrautinni....“
Að fyrirbyggja kynferðislegt
ofbeldi
— Verður þú vör við að börnin séu beitt
kynferðislegu ofbeldi?,,
Ég verð minna vör við það en líkamlegt
ofbeldi en það er eflaust ekkert minna hér en
í öðrum löndum. Á því sviði þarf að auka
fræðslu fyrir starfsfólk skólanna svo það sé
fært um að bregðast rétt við. Það þarf að
kenna fólki að þekkja einkennin og þá hópa
sem eru í meiri áhættu en aðrir og síðan
hvernig fyrstu viðbrögð eiga að vera ef vart
verður við kynferðislegt ofbeldi. Þar þarf að
koma til samvinna allra aðila að lausn máls-
ins, kennara og annars starfsliðs og fjöl-
skyldu barnsins. Oftast eru það nánustu ætt-
ingjar sem eiga í hlut og öll fjölskyldan þarf
hjálp.
Á þessu sviði þarf að vinna fyrirbyggjandi
starf og hefja það strax í sex ára bekk, ef ekki
fyrr. Það þarf að byrja á saklausan og ein-
faldan hátt að kenna börnunum að enginn
megi gera neitt við líkama þeirra sem þau
ekki vilja sjálf. Takist að koma þessu inn hjá
þeim standa þau betur að vígi síðar og geta
sagt nei.
Það er til bók sem Samtök um kvenna-
athvarf hafa gefið út og hentar vel til svona
kennslu og eins er til norskt myndband sem
fjallar um neikvæða og jákvæða snertingu.
Þetta er hvort tveggja mjög gott efni sem
þyrfti að fara sem víðast. Það er nefnilega
ekki nóg að koma upp um kynferðislegt of-
beldi og láta fólk engjast af hryllingi í smá-
tíma ef ekkert breytist í afstöðu almenn-
ings.“
Hvar endar umburðarlyndið?
— Hvað um áfengis- og fíkniefnaneyslu?
„Hún endurspeglar heim fullorðna fólks-
ins. Afstaðan til reykinga og fíkniefna er
mjög neikvæð og ég verð varla vör við fíkn-
iefnaneyslu svo heitið geti. Áfengisneysla
þykir hins vegar fín meðal unglinga. Það er
vinsælt að sitja með hvítvín við kertaljós áður
en farið er í bæinn.
Umburðarlyndi okkar hinna fullorðnu
gagnvart áfengi færist sífellt neðar í aldurs-
hópana. Þjóðfélagið virðist sætta sig við að
14-15 ára unglingar séu farnir að drekka að
staðaldri með allri þeirri höfnun, ofurölvun
og öðru sem því fylgir. Spurningin er hvenær
umburðarlyndið verður komið niður í 10 ára
aldurinn.
Þau koma stundum til mín og vilja losna út
úr drykkjunni. Þá hafa þau kannski lent illa í
því, drukkið sig út úr og jafnvel verið lamin í
bænum eða annað þaðan af verra. Sum eru
litin hornauga af skólafélögunum. En það
getur verið erfitt að losna og vera sá eini edrú
í klíkunni.
Viðbrögð foreldra sýna oft tvískinnung
þeirra. Þannig sagði unglingsstúlka við mig
að móðir hennar drykki og segði oft ósatt.
71