Frjáls verslun - 01.01.2012, Blaðsíða 87
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 87
verð og landið er vel staðsett
en þetta er endalaus vinna. Við
stöndum okkur ágætlega en
það er fullt af öðrum spennandi
áfangastöðum og við þurfum
að vera tilbúin til að takast á við
hina endalausu samkeppni. Við
þurfum að standast ákveðnar
væntingar og þar er á bratt
ann að sækja í ferðaþjón ustu
almennt og alls staðar. Þetta
snýst um fagmennsku í þjón
ustu og þekkingu þeirra sem
standa að ferðaþjónustufyrir
tækjum auk uppbyggingar
inn viða og aðgengis að ferða
manna stöðum.“
Skilaboð og upplifun
Ólöf Ýrr segir ýmislegt hægt að
gera til að ná enn betri árangri
í ferðaþjónustunni. Hún nefnir
að nú sé að hefjast innleiðing
á metnaðarfullu gæða og
um hverfiskerfi fyrir ferðaþjón
ustuna, Vakanum, sem þróað
hefur verið á grunni Qualmark
kerfisins á NýjaSjálandi undir
stjórn Ferðamálastofu og í sam
starfi við Nýsköpunarmiðstöð
og hagsmunasamtök ferðaþjón
ustuaðila. „Við þurfum að geta
staðið við þau skilaboð sem
við sendum út – skilaboð og
upplifun verða að fylgjast að og
það er það sem ég hef svolitlar
áhyggj ur af, því við höfum
skorað hærra í skilaboðum t.d.
á sviði um hverfis mála en það
sem fólk upplifir þegar það kem
ur. Við þurfum því að byggja upp
innviðina og vera metnaðar full
varðandi fagmennsku og þekk
ingu þeirra sem starfa innan
grein arinnar. Lögð er áhersla á
að auka arðsemi í fjárfestingum
fyrir ferða þjónustuna og það
skiptir gríðar legu máli, ekki
bara í Reykjavík heldur líka út
um allt land. Verkefnið „Ís
land allt árið“ er því mikilvægt
markaðssetn ingarverkefni. Það
er ekki síður mikilvægt að huga
að því að byggja upp innviði,
bæði á vegum hins opinbera
og atvinnu greinarinnar sjálfrar.
Það getur horft til vandræða ef
fjölg un ferðamanna helst ekki í
hendur við uppbyggingu vand
aðra áfangastaða og faglegrar
þró unar innan greinarinnar.
Það er ekkert eitt aðskilið frá öðru. Ég held að það sé
mikil vægt að það sé skilningur
á þessu. Við erum í samkeppni
við önnur lönd sem áfanga staður
ferðamanna; Ísland getur verið
mjög góður áfanga staður og með
þeim bestu en því fylgir enda laus
vinna að vera á toppnum.
Íslendingar hafa öll tækifæri
til að vaxa á þessu sviði en það
þarf auðvitað að vinna mjög vel
og leggja fjármagn í þá vinnu.
Áherslur Reykjavíkurborgar í
þessum efnum eru gleðilegar
en borgin steig mjög metnaðar
fullt skref með því að skilgreina
verkefnið Ráðstefnuborgin
Reykja vík þar sem stofnaður
hefur verið samstarfsvettvang ur
höfuðborgarinnar og einka fyrir
tækja. Borgin ætlar að leggja
talsvert fé í þennan vett vang
gegn mótframlagi fyrirtækjanna
en stofnfundur hans var 27.
jan úar síðastliðinn. Ég hef alla
trú á því að ef vel tekst til verði
Ráðstefnuborgin Reykjavík þess
um geira ferða þjónustunnar
mikil lyftistöng.“
„Ég held að að
dráttarafl þess
óþekkta kalli
á. Ísland er nýr
áfanga staður á
sviði ráðstefna og
stór samtök eru
alltaf að leita að
nýjum áfanga
stöðum.“
náttúRAn, FóLKið
og Menningin
Gerðar hafa verið nokkrar kannanir á meðal erlendra ferða manna og yfir gnæf andi
meiri hluti þeirra nefnir náttúruna
þegar spurt er hvað komi fyrst
upp í hugann þeg ar Ísland er
nefnt,“ segir Jón Ás bergsson,
fram kvæmdastjóri Íslands stofu.
„Svo eru aðrir þættir sem
njóta vaxandi fylg is ef svo má
segja: Það er fólkið sjálft og
menningin. Í könnun sem Ferða
málastofa lét gera á síðasta ári
á meðal erlendra gesta nefndu
sumir að Íslend ingar væru gest
risnir, hjálp legir og þægilegir í
umgengni. Hvað menninguna
varðar þá er verið að tala bæði
um afreyingu í víðum skilningi
og menn ingu og sögu. Björk,
Sykur molarnir og Mezzoforte
hafa vakið athygli víða og er
Björk örugglega þekktasta
vöru merki Íslands ef hægt er að
nota það hugtak um persónu.
Hún er þekkt mjög víða. Svo eru
hljómseitir eins og Of Monsters
and Men og fleiri sem eru hægt
og sígandi að verða að nöfnum
erlendis.“
Jón segir að fleiri þættir hafi
vakið at hygli á Íslandi á undan
förnum árum og nefnir efna
hags hrunið og gosið í Eyja
fjallajökli. „Svo þarf að breyta
þessari þekk ingu sem þessi
athygli vekur í áhuga og síðan
löngun til að koma hingað eða
gera eitthvað með það sem er
íslenskt.“
TExTi: svava jÓnsdÓTTir
Jón ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Íslandsstofu.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að ís lensk náttúra, Íslendingar
og menningin hér á landi veki mesta at hygli erlendra ferðamanna.
„Svo eru hljóm
sveitir eins og
Of Monsters and
Men og fleiri sem
eru hægt og
sígandi að verða
að nöfnum
erlendis.“
Hljómsveitin Of Monsters and Men.