Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 14
14 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Magnea Gunnarsdóttir-Evans býr í London og starfar sem „account manager“ í sölu- og markaðsþróunardeild hjá stærsta leigufyrirtæki flugvéla í heiminum. Fyrirtækið á um 1.700 flugvélar sem það leigir til flugfélaga. flugvélapartasalinn Magnea Magnea segir að þegar flugvélarn ar eru orðnar of gaml­ar til að leigja út séu þær rifnar og nýtanlegir hlutir úr þeim seldir: „Þá er að sjálfsögðu búið að fara vandlega yfir hlutina af fagmönnum og gera þá sem nýja, enda þurfa vélarhlutarnir síðan að uppfylla öll skilyrði til þess að fá meðfylgjandi „flug ­ leyfisskjöl“. Við kaupum líka nýlegar flugvélar einungis í þeim tilgangi að rífa þær niður í vara hluti til þess að selja. Það eru u.þ.b. 25 flugvélar rifnar á ári hjá okkur. Starf mitt felst í því að sjá um sölu þessara varahluta til evrópsku flugfélaganna. Ég er daglega í samskiptum við fólk í bransanum allt frá Norðurlönd ­ un um, niður til Spánar og austur til Rússlands og Tyrklands. Það er mjög skemmtilegt þar sem maður fer að þekkja fólkið nokk ­ uð vel. Það er bókstaflega heill her af fólki sem þarf til að halda flugvélum fljúgandi í toppstandi, því þegar flugvél bilar – þá er það ekki eins og strætó og næsti komi skröltandi eftir smástund. Það verður strax að finna hvert vandamálið er, kannski þarf að redda varahlut, laga hann og koma vélinni aftur í loftið. Afar mikilvægt er að allt og allir fylgi öllum reglum og lögum. Hver mínúta kostar flugfélagið pen­ inga þegar flugvél er á jörðinni – rétt eins og tóm leiguíbúð gerir á háum lánum.“ Flugvélahlutir – efni í skúlptúra Hefurðu mikinn áhuga á flug ­ vél um? „Ég er alls ekki svokallaður flugvéla­„spotter“ eða nörd. Ég þekki þær varla í sundur en ég veit nokkurn veginn hvað langflestir hlutir vélanna kosta í dag, eins og t.d. í Boeing 737 og Airbus A320, bæði nýju og gömlu flugvélatýpurnar. Satt best að segja veit ég líka mikið um Boeing 747­, 757­, 767­, A330­ og A340­týpurnar. Þetta er kannski nördalegra en ég vil viðurkenna! Þetta hófst allt þegar ég óvart álpaðist í smávinnu hjá flugfé­ laginu Air Atlanta árið 1995 en þá var ég nýútskrifuð úr kvik­ myndagerð frá Bournemouth Film School á Englandi. Vinur minn vann hjá Atlanta og ég ætlaði aðeins að aðstoða við gagnainnslátt í tölvurnar hjá þeim. Það eina sem heillaði mig þá við flugvélavarahlutina í vöruhúsinu var hvað sumir þeirra voru flottir – fínasta efni í skúlptúra! Áður en árið var liðið var ég farin að sjá um innkaupin á öll­ um varahlutum fyrir um tuttugu Boeing 747­flugvélar í flotanum. Flugfélagið stækkaði gífurlega á þessum tíma með frábæru og kraftmiklu fólki í stjórn. Það var ekki mikið um peninga svo við þurftum að vera klók og mjög harðir prúttarar þegar við keypt­ um á varahlutamarkaðnum. Þau vinnubrögð nýttum við í öllu starfi og vorum orðin vel þekkt fyrir það. Ég var ekki búin að vera mikið í kringum Íslendinga þá í sjö ár en ég fluttist til Svíþjóð­ ar átján ára, gekk í Nordiska Folkhögskolan í Kungälv. Ári seinna flutti ég svo til Bretlands og tók menntaskólann. Allt var þetta svo ótrúlega skemmtilegt, lærdómsríkt og spennandi. Ég prófaði aðeins að vinna að þáttaröð fyrir BBC árið 1999, eftir að ég átti fyrsta barnið mitt, og sú vinna við kvikmyndun stóð yfir í 14­16 tíma á dag, sex daga vikunnar. Maður átti helst að vinna frítt og vera þakklát ur TexTi: Hrund HauKsdóTTir / Mynd: Geir ólafsson magNEa „Starf mitt felst í því að sjá um sölu þessara varahluta til evrópsku flugfélag­ anna. Ég er daglega í samskiptum við fólk í bransanum allt frá Norðurlönd­ unum, niður til Spánar og austur til Rússlands og Tyrk­ lands.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.