Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 31
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 31 Brasserí í new York-stíl við höfnina „Við Ylfa, sem er matreiðslu­ meist ari, höfðum starfað saman í veitingageiranum í sex ár og langaði að opna saman stað. Hugmyndin að Kopar kvikn ­ aði í desember og í byrjun þessa árs seldi ég minn hlut í staðnum sem ég rak áður. Þá hófst húsnæðisleit og vorum við svo heppnar að hitta fjár festa sem voru með þetta hús næði til umráða og vantaði veit ingamenn í það. Húsnæðið hentaði okkar hugmyndum vel en við vildum hanna brasserí sem væri hrátt en með smá ­ hlýju, dálítið í þessum „rustic“­ stíl, sem einkennir slíka staði í New York. En við fórum þang að í stutta ferð í leit að inn blæstri með Leifi Welding, konsepthönnuði. Hann hjálpaði okkur síðan við að útfæra okk ar hugmyndir um útlit stað­ arins,“ segir Ásta. Grjótkrabbi og viskísafn Ylfa segir þær stöllur miklar áhugakonur um mat sem fari mikið út að borða og eins hafi þær farið saman í margar matarferðir. Á Kopar er lögð áhersla á sjávarrétti og á mat ­ seðlinum er m.a. íslenskur grjótkrabbi sem kemur frá frum kvöðlastarfsemi Davíðs í Hval firði en staðurinn er einn af þeim fyrstu til að bjóða slíkt. Hægt er að fá krabbann í krabba kokteil, ­súpu eða ­kökum eða panta smakk af öll um þremur réttunum og segir Ylfa krabbann hafa verið vinsælan. Hádegismatur er fram reiddur frá 11:30 til 14 og er sá seðill einfölduð útgáfa af kvöld seðlinum. Frá klukkan 14 til 17 eru síðan í boði ýmiss konar brasserí­ réttir, sem eru minni réttir sem tilvalið er að deila, m.a. ostar, kjötskinka og ólífur og kjúklingavængir Stjána bláa. Síðdegis er einnig „happy hour“ og þá er tilvalið að fá sér kokteil og snarl og njóta mannlífsins á veröndinni. Ylfa segir „nautagott“, nauta ­ sam loku í mjúku ciabatta­ brauði með sveppum, osti og lauk, hafa verið vinsælt í há deginu en djúpsteiktar ostr ur hafi m.a. slegið í gegn á kvöld seðlin um sem tekur við klukkan 18. Veglegur bar staðarins fangar auga gesta en þar er lögð áhersla á gott úrval af viskíi og koníaki. „Ég er áhugakona um viskí og fannst vanta gott úrval af slíku. Á barnum eru yfir 50 tegundir af viskíi en einnig gott úrval af koníaki. Fólk er spennt að smakka og við erum hér með sérfræðinga sem leiðbeina þeim sem eru að smakka viskí í fyrsta sinn. Á kokteil listanum erum við með líka með tvo viskíkokteila og einnig fjólumojito sem er borinn fram í krukku og hefur vakið lukku. Þá erum við með úrval af hvítvíni og rauðvíni og öllu tilheyrandi,“ segir Ásta og bætir við að þær Ylfa hafi lagt upp með að skapa stað þar sem upplifunin væri lykilatriði og það virðist þeim hafa tekist. „Fólk hefur haft á orði við okkur að hér sé viss stemning sem er hæfilega frjálsleg þótt þú getir líka komið hingað og setið heila kvöldstund. Fólk vill ekki endilega alltaf koma í þriggja rétta máltíð og hér getur það líka fengið sér bara krabbakökur og hvítvínsglas eða kokteil og snarl,“ segir Ásta. texti maría ólafsdóttir / mynd: atVR Efri hæð hússins hafði staðið lengi ónotuð og þar voru rifin af gólfefni og loftið tekið í gegn og einangrað. Var allt rifið út úr rýminu og síðan hafist handa við að byggja upp eftir hugmyndum Ylfu og Ástu. aðeins einn gluggi var á húsinu og fékkst leyfi til að bæta við glugga á efri hæð hússins en þar geta gestir notið þess að horfa yfir sjóinn og hafnarsvæðið á meðan þeir njóta veitinga. Á neðri hæðinni er spegill á veggnum á móti glugganum þannig að þeir gestir sem snúa baki í gluggann geti einnig notið útsýnis. þá er hægt að sitja utandyra á veröndinni og verða þar hafðir hitalampar og teppi. Tvær ungar konur, þær Ásta Guðrún Óskarsdóttir og Ylfa Helgadóttir, reka veitingastaðinn Kopar, sem er nýr veitingastaður við hafnarbakkann við Geirsgötuna. Kopar er brassserístaður í New York-stíl með alíslenskt góðgæti á matseðlinum og áherslu á gott viskí á barnum. Ásta guðrún óskarsdóttir. Ylfa helgadóttir. hægelduð nautakinn bourgignon með sellerírót og perlulauk, rauðvíni og trufluðum frönskum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.