Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 125
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 125
Ossur
kunnátta, hæfni, kraftur
starfsmanna nýtt til fulls óháð kyni
Margrét Lára Friðriksdóttir segir almenna starfsánægju hjá Össuri vera
lykilinn að velgengni. Samkvæmt janfréttisáætlun fyrirtækisins fái allir notið sín,
óháð t.a.m. trúarbrögðum, kyni eða aldri.
hvað hefur verið efst á baugi
innan þíns fyrirtækis að
undanförnu?
„Það eru kaup Össurar á
sænska fyrirtækinu Team Olm
ed, sem er mikilvægt skref fyrir
félagið og styrkir stöðu okkar
á sænska markaðnum. Einnig
stöðug þróun og markaðs
setn ing nýrra vara sem auka
lífsgæði fólks og spara útgjöld
til heilbrigðismála. Það er
mik il metnaður hjá starfsfólki
Össurar og alltaf efst á baugi að
gera betur í dag en í gær.“
hvaða árangur ertu ánægðust
með innan fyrirtækis þíns að
undanförnu?
„Ég er sérlega stolt af árangri
Össurar í nýsköpun sem skilað
hefur fyrirtækinu ánægðum
viðskiptavinum þar sem hreyf
anleiki þeirra og lífsgæði hafa
aukist. Einnig hefur tekist vel
að styrkja innviði fyrir tæk is ins
að undanförnu og auka skil
virkni. Þá er almenn starfs ánægja
hjá Össuri, sem er lykill inn að
velgengni.“
hvernig metur þú væntingarnar
í atvinnulífinu eftir kosningar?
„Ég hef jákvæðar væntingar
og trú á að ríkisstjórnin vinni
að því að gera umhverfi ís
lenskra fyrirtækja betra og
sambærilegt við það sem er í
ná grannalöndunum. Einangrað
við skiptaumhverfi með
gjald eyrishöftum hentar ekki
alþjóð legum fyrirtækjum eins
og Össuri.“
hvernig er staðan í þínu fyrir-
tæki varðandi lögin um kynja -
hlutföll í stjórninni sem taka
gild 1. september nk.?
„Staðan er góð hjá okkur,
við erum með tvær konur og
þrjá karlmenn í stjórn. Hlutfall
kvenna í stjórn Össurar er því
40%, sem uppfyllir lögin sem
taka gildi í haust.“
Er fyrirtæki þitt með sérstaka
formlega jafnlaunastefnu?
„Já, við erum með jafn réttis
áætlun. Tilgangur Össurar með
jafnréttisáætlun er að tryggja
jafnrétti og jafna stöðu kvenna
og karla innan fyrirtækisins.
Markmiðið er að nýta hæfni,
krafta og kunnáttu starfsmanna
til fulls óháð kyni. Með áætl
uninni eru stjórnendur og
aðrir starfsmenn jafnframt
minntir á mikilvægi þess að
allir fái notið sín án tillits til
kynferðis, trúarbragða, skoð
ana, þjóðernis, kynþáttar,
kyn hneigðar, aldurs og stöðu
að öðru leyti og að nýta beri
til jafns þá auðlegð sem felst í
menntun, reynslu og við horf
um kvenna og karla.“
margrét Lára Friðriksdóttir.
texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson
Nafn: margrét Lára Friðriksdóttir
aldur: 34 ára
menntun: Viðskiptafræðingur
með masterspróf í stjórnun og
stefnumótun
hjúskaparstaða: gift og á tvö
börn
tómstundir: Ferðalög, brimbretti
(stand up paddle board), skíði,
golf og veiði
Sumarfríið 2013: Ísland og
kalifornía – aðallega Ísland í
faðmi fjölskyldunnar
Stjórn fyrirtækisins: Niels
Jacobsen, arne boye Nielsen,
Svafa grönfeldt, kristján tómas
Ragnarsson og guðbjörg Edda
Eggertsdóttir