Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 24
I DAGSKRÁ / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ ÁGRIP ERINPA E 01 Áhættuþættir sýkinga og horfur sjúklinga með blóð- sýkingar af völdum sveppa Lena Rós Ásmundsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Már Kristjánsson, Magnús Gottfreðsson Landspítali Hringbraut, læknadeild HI Netfang: magnusgo@rsp.is Inngangur: Tíðni blóðsýkinga af völdum sveppa er talin vera vax- andi víða í hinum vestræna heimi. Algengasta orsök sýkinga af þess- um toga er gersveppurinn Candida albicans, en aðrar tegundir Candida eru vaxandi vandamál. Dánartíðni sem rekja má beint til þessara sýkinga er há, allt að 45%. Upplýsingar um áhæltuþætti og þætti sem hafa forspárgildi fyrir horfur eru nauðsynlegar til að unnt sé að bæta horfur sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Safnað var saman upplýsingum um allar blóðsýkingar af völdum sveppa á landinu á 20 ára tímabili, 1980- 1999. Áhættuþættir voru kannaðir sem og upplýsingar um meðferð og horfur. Allir stofnar sem unnt var að safna saman voru stofn- greindir að nýju. Beitt var einþátta- og fjölþátta aðhvarfsgreiningu til að greina forspárþætti um horfur. Niðurstöður: Á þessu 20 ára límabili greindust 164 blóðsýkingar af völdum sveppa hjá 157 sjúklingum. Nýgengi sýkinganna jókst stöðugt á rannsóknartímabilinu, úr 1,1 sýkingu á 100.000 íbúa á ári á fyrsta fimm ára tímabilinu upp í 4,9 sýkingar á 100.000 íbúa á ári á því síðasta. Flestir sjúklinganna voru eldri en 16 ára (93%). Algeng- ir áhættuþættir voru notkun sýklalyfja (85%), miðbláæðaleggja (84%), nýlegar aðgerðir (58%) og hvítkornafæð (12%). Eftirtaldir þætlir voru tengdir marktækt (p< 0,05) hærri dánartíðni sjö dögum og 30 dögum eftir greiningu sýkingarinnar samkvæmt lógistískri einþáttagreiningu: 1. Miðbláæðaleggur ekki fjarlægður innan tveggja sólarhringa. 2. Lungnabólga (innan tveggja vikna frá grein- ingu). 3. Notkun barkstera. 4. Lengd sjúkdómseinkenna fyrir grein- ingu. í fjölþátta aðhvarfsgreiningu voru 1. Miðbláæðaleggur ekki fjarlægður innan tveggja sólarhringa (OR 3,55; p=0,006) og2. sýkla- lost (lágþrýstingur) við greiningu (OR 5,30; p=0,003) martækir for- spárþættir um hærri dánartíðni. Ályktanir: Nýgengi blóðsýkinga af völdum sveppa hefur aukist verulega hérlendis á 20 ára tímabili. Ástæður þessarar aukningar tengjast auknum fjölda ónæmisbældra, umfangsmeiri skurðaðgerð- um og fullkomnari gjörgæslumeðferð. Mikilvægt er að smitsjúk- dómalæknar séu með í ráðum við meðferð þessara sýkinga og að djúpir æðaleggir séu fjarlægðir sem allra fyrst sé þess nokkur kostur. E 02 ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka á íslandi Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Már Kristjánsson, Siguröur Guömundsson, Karl G. Kristinsson Landspítali Hringbraut, landlæknisembættið, Háskóli íslands Netfang: magnusgo@rsp.is Inngangur: Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru al- gengasta orsök lungnabólgu og næstalgengasta orsök heilahimnu- bólgu af völdum baktería hérlendis. Faraldsfræði ífarandi (invasive) pneumókokkasýkinga (blóð-, miðtaugakerfis- og liðsýkinga) hefur mest verið rannsökuð hjá ákveðnum hópum, oftast börnum og ónæmibældum. Nokkuð hefur skort á rannsóknir sem ná til heilla þjóða. Efniviður og aðferðir: Niðurstöður sýklarannsókna fyrir landið allt (utan FSA) voru kannaðar fyrir árin 1980-1999. Skráðar voru upp- lýsingar um jákvæðar ræktanir á pneumókokkum úr blóði, mænu- vökva og liðvökva. Upplýsingar um aldur sjúklinga og dánardag voru fengnar úr þjóðskrá. Niðurstöður: Á þessu 20 ára tímabili greindust 624 sjúklingar með 657 ífarandi pneumókokkasýkingar á landinu (utan FSA). Böm voru 29% hópsins og fullorðnir 71%. Blóðsýking var algengasta sýk- ingarformið (90%), heilahimnubólga greindist hjá 8% og liðsýking- ar hjá 2% sjúklinga. Hjá börnum undir 16 ára aldri voru sýkingar mun algengari meðal drengja (63%) en stúlkna (37%), en þessi munur milli kynjanna sást ekki hjá fullorðnum. Á rannsóknartíma- bilinu jókst nýgengi sýkinganna úr 9,4 sýkingum á 100.000 íbúa á ári í 16 sýkingar á 100.000 íbúa á ári (p<0,05). Þrátt fyrir aukinn fjölda blóðræktana þegar leið á rannsóknatímabilið jókst hlutfall jákvæðra blóðræktana (0,66% á þriðja fimm ára tímabili borið saman við 0,74% á síðasta fimm ára tímabili, p<0,05). Dánartíðni nýbura með blóðsýkingar var há (3/5), en horfur annarra barna voru góðar (eitt lést af 192). Meðal fullorðinna var greinileg fylgni milli hækkandi aldurs og dánartíðni. Dánartíðni var 15% fyrir aldursbilið 50-60 ára, en 30% fyrir sjúklinga eldri en 80 ára. Horfur sjúklinga með ífarandi pneumókokkasýkingar breyttust ekki niarktækt á rannsóknartíman- bilinu (10,6% létust á fyrri hluta en 11,3% á seinni hluta). Ályktanir: Nýgengi ífarandi pneumókokkasýkinga hefur aukist á íslandi á síðustu 20 árum. Ekki er ljóst hvort aukningin stafar af bættum greiningaraðferðum eða raunaukningu. Sérstaka athygli vekur að horfur sjúklinga með þessar sýkingar hafa ekki batnað þrátt fyrir miklar framfarir á mörgum sviðum læknisfræði á síðustu 20 árum. E 03 Hlutverk Vif í lífsferli mæði-visnuveiru Valgerður Andrésdóttir, Bjarki Guömundsson, Guðrún Agnarsdóttir, Ólafur S. Andrésson, Sigríöur Matthíasdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: valand@hi.is Inngangur: Eitt af þeim genum sem einkenna lentiveirur, meðal annars alnæmisveiruna HIV og mæði-visnuveiru (MW) er vif (viral infectivity factor; sýkingarþáttur veiru), en galli í þessu geni getur valdið allt að þúsundfaldri minnkun á vexti HIV í ýmsum frumugerðum. Amínósýrusamsvörun er milli Vif prótína úr öllum lentiveirum. Talið er að Vif virki á síðustu stigum lífsferils veiranna, það er við myndun nýrra veiruagna eða knappskot þeirra úr frum- um. Komið hefur í ljós að úr frumum sem sýktar eru með vif- stofn- um HIV myndast veiruagnir sem hafa óeðlilega byggingu hylkis. Ekki er þó vitað nákvæmlega hvernig Vif vinnur. Vif og Gag (hylk- isprótín) eru bæði staðsett við frumuhimnu sýktra frumna, en deilt er um hvort tengsl eru á milli prótínanna eða ekki. Tveir klónar af mæði-visnuveiru hafa verið búnir til, báðir úr tilraunakindum á Keldum, og er aðeins 1% munur á amínósýruröð þeirra, en það vill svo til að önnur klónaða veiran hefur stökkbreytingar sem gera það að verkum að hún vex illa í hnattkjarnaátfrumum (macrophages), en vel í æðaflækju- (choroid plexus) frumum. Hún er því sem næst ósýkingarhæf í kindum. Til þess að kanna hvaða stökkbreytingar lægju að baki þessari svipgerð, skiptum við á erfðaefnisbútum milli klónanna tveggja og athuguðum vöxt endurraðaðra veira í hnatt- kjarnaátfrumum. 24 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.