Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 32
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ E 25 Sterkt jákvæð fylgni er á milli sjúkdómsvirkni (PASI) og CLA+CD8+ T-eitilfrumna í blóði psoriasissjúklinga Hekla Sigmundsdóttir, Ingileif Jónsdóttir, Jóhann Elí Guðjónsson, Björn Rúnar Lúðvíkson, Helgi Valdimarsson Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði Netfang: hekla@rsp.is Inngangur: T-frumur gegna lykilhlutverki í meingerð psoriasis. Cutaneous lymphocyte antigen (CLA) er yfirborðssameind, sem tjáð er á hluta T-minnisfrumna og átfrumna og er ratvísir sem bein- ir þessum frumum úr blóðrás út í húð. Very late antigen (VLA-4) er önnur ratvísissameind sem beinir frumum út í hin ýmsu líffæri, þar á meðal út í húð og a -keðja viðtakans fyrir IL-2 (CD25) er sameind sem einkennir virkjaðar T-frumur. Markmið tilraunarinnar var að rannsaka hvort fylgni væri á milli undirhópa T-frumna í blóði psori- asissjúklinga og sjúkdómsvirkni þeirra (PASI). Efniviður og aðferðir: T-frumur voru einangraðar úr 36 ómeð- höndluðum psoriasissjúklingum og 16 heilbrigðum og þær litaðar með einstofna mótefnum gegn yfirborðssameindum, sem einkenna undirhópa T-frumna og virkjunarástand þeirra. PASI sjúklinganna var metið blint, enginn þeirra var með psoriasis liðagigt. Niðurstöður: í heild höfðu psoriasissjúklingar hærra hlutfall CLA+ CD8 T-frumna en heilbrigðir einstaklingar (p=0,029), en hlutfall CLA+CD4 T-frumna þeirra og heilbrigðra var sambærilegt. Sterk fylgni var á milli hlutfalls CLA+ T-frumna í blóði psoriasissjúklinga og sjúkdómsvirkni þeirra (r=0,459, p=0,005). Fylgnin var mun hærri milli PASI og CLA+CD8+ T-frumna (r=0,635; p<0,001), CLA+CD4+ T-frumna (r=0,402; p=0,015). Hins vegar sást engin fylgni á milli sjúkdómsvirkni og hlutfalls T-frumna sem tjá VLA-4. Fylgni PASI og hlutfalls T-frumna sem tjá CD25 sást einungis í ein- staklingum með hátt PASI (>10). Ályktanir: Pessar niðurstöður styðja þá tilgátu að þó að CD4+ T- frumur virðist vera nauðsynlegar til að koma sjúkdómnum af stað, geti CD8+ T-frumur gegnt mikilvægu hlutverki í meingerð psorias- is. E 26 Meðhöndlun með metótrexati virðist bæla tjáningu á CLA á T-frumum í blóði einstaklinga með psoriasis Hekla Sigmundsdóttir, Jóhann Elí Guöjónsson, Björn Rúnar Lúðvíkson, Ingileif Jónsdóttir, Helgi Valdimarsson Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði Netfang: hekla@rsp.is Inngangur: Metótrexat (MTX) er lyf sem stundum er gefið sjúkling- um með psoriasis. Vitað er að þetta lyf getur hindrað frumufjölgun með því að hamla thymidine myndun, og hafa ónæmisbælandi áhrif lyfsins verið tengd þessari virkni. Cutaneous lymphocyte antigen (CLA) er yfirborðssameind sem tjáð er á hluta T-minnisfrumna og átfrumna. Þessi sameind er ratvísir sem beinir frumum úr blóðrás út í húð. Very late antigen (VLA-4) er önnur- ratvísissameind sem beinir frumum út í hin ýmsu líffæri, þar á meðal út í húð og og a- keðja viðtakans fyrir IL-2 (CD25) er sameind sem einkennir virkj- aðar T-frumur. Markmið tilraunarinnar var að rannsaka hvort það sé fylgni á milli undirhópa T-frumna í blóði psoriasissjúklinga sem taka metótrexat og sjúkdómsvirkni þeirra (PASI). Efniviöur og aðferðir: T-frumur voru einangraðar úr 16 psoriasis- sjúklingum, sem voru á metótrexatmeðferð og þær litaðar með ein- stofna mótefnum gegn yfirborðssameindum sem einkenna undir- hópa T-frumna og virkjunarástand þeirra. Niðurstöður: Gagnstætt ómeðhöndluðum psoriasissjúklingum kom fram neikvæð fylgni á milli hlutfalls CLA+ T-frumna og PASI þeirra psoriasissjúklinga sem tóku metótrexat. Neikvæð fylgni sást einnig á milli skammtastærðar metótrexats og hlutfalls CLA+ T-frumna. Eins og við mátti búast var jákvætt samband milli metótrexat- skammta sem sjúklingar tóku og PASI, það er því alvarlegri sem sjúkdómurinn var, þeim mun hærri skammtar voru teknir. Ekki sást neikvæð fylgni milli hlutfalls VLA-4 eða CD25 jákvæðra T-frumna og sjúkdómsvirkni eða metótrexatskammta. Ályktanir: Á þessu stigi er erfitt að útskýra ofangreindar niðurstöð- ur en þær gefa tilefni til að rannsaka áhrif metótrexats á tjáningu mikilvægra yfirborðssameinda hvítfrumna. E 27 Forrannsókn á áhrifum inngjafar á Mannose Binding Lectin (MBL) í heilbrigða einstaklinga með MBL skort Póra Víkingsdóttir , Jóhann E. Guöjónsson’, Sædís Sævarsdóttir1, Ósk- ar Örn Óskarsson', Glaus Koch2, Helgi Valdimarsson’ 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræöi, 2Statens Serum Institut, Kaupmanna- höfn Netfang: thorav@rsp.is Inngangur: Mannose Binding Lectin (MBL) er prótín sem getur bundist sykrum sem eru á yfirborði margra tegunda sýkla. Við slíka bindingu ræsist komplementkerfið og getur MBL þannig virkað sem opsónin sem auðveldar átfrumum að útrýma sýklum. MBL- skortur er algengur og tengist bæði stökkbreytingum í MBL-geninu sjálfu og breytileika í stýriröð þess. Meirihluti fólks með MBL-skort virðist hafa eðlilega sýkingarmótstöðu, en skortur getur þó leitt til alvarlegra sýkinga hjá einstaklingum með aðrar bilanir í ónæmis- kerfi, til dæmis þær sem hljótast af notkun sterkra ónæmisbælandi lyfja. Þess vegna er áformað að kanna gagnsemi tímabundinnar MBL-gjafar þegar í hlut eiga sjúklingar sem hafa MBL-skort og þurfa að fara í harða ónæmisbælandi meðferð. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna hugsanlegar aukaverkanir MBL-gjaf- ar og helmingunartíma efnisins í einstaklingum með MBL-skort. Efniviður og aðferðir: MBL var einangrað og hreinsað úr plasma danskra blóðgjafa og gefið 20 heilbrigðum íslenskum sjálfboðalið- um með MBL-þéttni í sermi undir 600 ng/ml. Hver sjálfboðaliði fékk 6 mg af MBL í æð þrjá sunnudaga í röð. Fylgst var með lífs- mörkum sjálfboðaliða og mörg blóðsýni tekin þann dag sem MBL var gefið og síðan daglega í fimm daga á eftir hverri gjöf. Niðurstöður: Engar klínískar aukaverkanir komu fram og engin merki hafa fundist um ræsingu á komplementkerfi þátttakenda. MBL-þéttni mældist milli 1500-4000 ng/ml daginn sem MBL var gefið en helmingunartími efnisins er ekki nema þrír til fjórir dagar. Ályktanir: Ekki hafa komið fram neinar aukaverkanir þegar hreins- uðu MBL er sprautað inn í heilbrigða einstaklinga. Ef kanna á hvort inngjöf þessa efnis getur komið í veg fyrir alvarlegar sýkingar hjá ónæmisbældum einsaklingum er líklega nauðsynlegt að gefa að minnsta kosti 12 mg vikulega eða 6mg tvisvar í viku. 32 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.