Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 86
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ V 88 Notkun á fituefnum í forlyf Þorsteinn Þorsteinsson, Már Másson, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HI Netfang: thorstt@hi.is Inngangur: Ákveðin fituefni hafa verið notuð sem frásogshvatar fyrir flutning á lyfjum í gegnum húð og slímhúð. Díacýlglýcerólaf- leiður af lyfjum líkjast mjög byggingareiningum lífrænnar himnu og þar með er hægt að koma lyfjasameindum þar inn og endanlega í gegn. í þessu verkefni voru rannsökuð áhrif þessara fituefna sem og venjulegra fituefna sem flutningseiningar fyrir forlyf. Efniviður og aðferðir: Nokkrar díacýlglýceról ester afleiður af lyf- inu naproxen og fitusýruafleiður af lyfinu metrónídazól voru smíð- aðar og efnagreindar með NMR. Stöðugleiki þessara afleiða var rannsakaður í bufferlausnum og niðurbrot þeirra af völdum ensíma aftur í lyf rannsakað í mannasermi. Fitusækni þessara lyfja var á- kvörðuð, sækni þeirra inn í músahúð mæld og flæði í gegnum húð- ina. Niðurstöður og ályktanir: Sækni díacýlglýceról ester afleiðanna inn í húðina var 110 sinnum meiri en fyrir lyfið sjálft, þar brotnaði for- lyfið hægt niður í lyfjasameindina og skilaði lyfinu í gegnum húðina. Flutningur á metrónídazól lyfinu í gegnum húðina jókst um allt að 40 falt miðað við lyfið sjálft með því að nota fitusýruafleiður. Þetta sýnir með ótvíræðum hætti að hægt er að smíða fituefna afleiður af vatnssæknum lyfjum til að betrumbæta flutning inn í eða í gegnum húð. V 89 Metazólamíð augndropar í cýklódextrínlausn Jóhanna F. Sigurjónsdóttirl, Elínborg Guðmundsdóttir, Gyða Bjarnadóttir2, Guðrún Guðmundsdóttir2, Már Mássonl, Einar Stefánsson2, Þorsteinn Loftsson’. 'Lyfjafræðideild HÍ, 2augndeild Landspítala Hringbraut Netfang: thorslo@hi.is Inngangur: Metazólamíð, karbónikanhýdrasahindri (carbonic an- hydrase inhibitor, CAI), hefur verið notaður í stórum skömmtum um munn til að lækka augnþrýsting í meðferð gláku. Þeirri meðferð hafa fylgt systemískar aukaverkanir, en vegna lítillar vatnsleysni metazólamíðs hefur reynst erfitt að forma það í augndropa til stað- bundinnar gjafar. í þessarri rannsókn var cýklódextrínfléttun beitt til að útbúa metazólamíðaugndropa, sem síðan voru prófaðir í mönnum samanborið við dorzólamíðaugndropa (Trusopt ). Efniviður og aðferðir: Metazólamíð var formað í vatnslausn með 2- hýdroxýprópýl-þ-cýklódextríni og hýdroxýprópýlmetýlsellulósu. Átta einstaklingar með háan augnþrýsting fengu mehöndlun með metazólamíðaugndropum og aðrir átta með dorzólamíðaugndrop- um (Trusopt®). Augndropar voru gefnir þrisvar á dag í eina viku. Augnþrýstingur (intraocular pressure, IOP) var mældur áður en meðferð hófst og á fyrsta, þriðja og áttunda degi meðferðar kl. 9 að morgni og aftur kl. 15. Niðurstöður: Eftir eina viku hafði augnþrýstingur í metazólamíð- hópnum lækkað úr 24,4±2,1 mmHg (meðaltal±staðalfrávik) í 21,0±2,0 mmHg, sem er 14% lækkun. í dorzólamíðhópnum hafði augnþrýstingur hins vegar lækkað úr 23,3±2,1 mmHg í 17,2±3,1 mmHg, eða um 26%. Að meðaltali lækkaði augnþrýstingur um 3,4±1,8 mmHg eftir gjöf metazólamíðs og 6,1±3,6 eftir gjöf dorzólamíðs. Ályktanir: Með tækni byggðri á cýklódextrínfléttun var mögulegt að forma metazólamíðaugndropa sem höfðu áhrif til lækkunar augnþrýstings við staðbundna gjöf í auga. Augnþrýstingslækkandi áhrif metazólamíðaugndropanna voru þó minni heldur en dorzólamíðaugndropa. Fylgni var milli sækni karbónikanhýdrasa- hindrana í ísóensým karbónikanhýdrasa og augnþrýstingslækkandi áhrifa. V 90 Stöðugleiki indómetasíns og kólekalsíferóls í sýkló- dextrínlausnum Már Másson', Miina Johanna Niskanen2, Þorsteinn Loftsson' 'Lyfjafræðideild HÍ,2)Universtiy of Kuopio, Finnlandi Netfang: mmasson@hi.is Inngangur: Myndun sýklódextrínfléttu leiðir oft til aukins stöðug- leika lyfja. Með því að mæla niðurbrotshraða lyfja við mismunandi sýklódextrínstyrk er hægt að ákvarða hraðafasta niðurbrots fyrir lyf í fléttu við sýklódextrín (kc) og stöðugleikastuðul fléttumyndunar- innar (Kc). Algengast er að nota línulega bestun á gögnunum en við höfum nýlega bent á að ólínuleg bestun geti oft gefið nákvæmari niðurstöðu. Markmið rannsóknarinnar var að mæla áhrif sýklódextrína á stöð- ugleika indómetasíns og D3 vítamíns í vatnslausnum. Mismunandi aðferðir til að ákvarða stöðugleikastuðulinn voru bornar saman og lagt mat á aðra þætti sem gætu haft áhrif á áreiðanleika ákvörðun- arinnar. Efniviður og aðíerðir: HPLC mælingar voru notaðar til að fylgjast með niðurbroti lyfjanna. Áhrif mismunandi sýklódextrína á stöðug- leika indómetasíns við pH 9 var mælt og áhrif sýrsustigs á stöðug- leika lyfsins í sýklódextrínlausnum. Áhrif sýklódextríns á stöðug- leika kólíkalsíferóls var mælt í vatnslausnum sem innhéldu 10% et- anól. Niðurstöður og ályktanir: Niðurbrot indómetasíns er basahvatað við hátt sýrustig. Áhrif sýklódextríns voru óháð sýrustigi á bilinu pH 7 til 10, þar sem niðurbrotið varð tífalt hægara við það að lyfið myndaði sýklódextrínfléttu. Vegna basahvötunarinnar voru niður- brotshraðamælingar mjög viðkvæmar fyrir litlum breytingum á pH og því gaf ákvörðun Kc og kc með línulegri bestun önnur gildi en fengust með ólínuleg bestun. Ólínuleg bestun er almennt áreiðan- legri aðferð og gefur betra mat á óvissuna í ákvörðun fastanna. In- dómetasín er óhlaðið við pH 1 og við þær aðstæður leiðir fléttu- myndun við sýklódextrín til sjötíufalt hægara niðurbrots. Ólínuleg bestun á gögnum fyrir kólekalsíferól bendir sterklega til þess að kólíkalsíferól myndi 1:2 fléttu lyfs við sýklódextrín. V 91 Formun og klínísk forprófun mídazólam-cýklódextrín nefúða Jóhanna F. Sigurjónsdóttir , Hólmfríður Guðmundsdóttir, Hákon H. Sigurðsson', Siguður D. Sigfússon’, Már Másson’, Oddur Fjalldal3, Einar Stefánsson2, Þorsteinn Loftsson’ 'Lyfjafræðideild HÍ, "augndeild og ’svæfingadeild Landspítala Hringbraut Netfang: johannas@hi.is Inngangur: Mídazólam er fljótvirkt, öruggt og áhrifaríkt sefandi lyf. Nokkur áhugi hefur verið á gjöf þess í nefúðaformi, þar sem róun- ar- og kvíðastillandi áhrif skila sér hratt og vel án notkunar sprautu og nála. Markmið rannsóknarinnar var að þróa mídazólamnefúða á grunni fléttumyndandi eiginleika cýklódextrína (CDa) og að fram- 86 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.