Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 69
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I V 35 Bacteríócínvirkni stofna af Streptococcus mutans frá einstaklingum með skemmdar tennur og einstaklingum með engar skemmdar tennur Peter Holbrook, Margrét 0. Magnúsdóttir Tannlæknadeild HI Netfang: phoI@hi.is Inngangur: Vitað er að stofnar af Str. mutans eru misskaðlegir tönn- um, þótt ekki sé vitað að fullu á hvern hátt það gerist. Fyrri rann- sóknir okkar (J Dent Res 1998; 77 [abs 2708]) hafa sýnt að stofnar frá einstaklingum með skemmdar tennur (CA stofnar) leysa meira kalsíum þegar þeir eru ræktaðir með kalsíumhydroxyapatite heldur en stofnar frá einstaklingum með engar skemmdar tennur (CF stofnar). Enn fremur hafa þessir kalsíumlosandi stofnar tilhneig- ingu til að festast betur á apatite en aðrir stofnar (J Dent Res 1998; 77:1339 [abst 105]). Hæfni sumra stofna af Str. mutans til að hindra vöxt annarra stofna í tannsýklu, til dæmis með framleiðslu bacter- íócín gæti verið annar mikilvægur þáttur í getu þessara stofna til að valda skemmdum. Efniviður og aðferðir: Til að athuga bacteríócínvirkni, voru 16 stofnar (átta CA, átta CF) látnir vaxa í Todd Hewett broði í 48 klukkustundir. Þá var 0,5 ml af hverri bakeríurækt hellt á 16 petri- skálar og blandað saman við hálfhlaupið æti úr “tryptic soy yeast” og agar “indicator” stofnum (IS). Allir 16 stofnarnir voru notaðir sem “producer” stofnar (PS), þannig að þyrpingu af hverjum og einum stofni var slungið ofan í IS og ræktað í 48 klukkustundir. Að þeim tíma liðnum voru skálarnar skoðaðar og athugað hvernig hver bakteríustofn PS hegðaði sér á hverri skál IS. Niðurstöður: Niðurstaða var að 15 af 16 PS hindruðu vöxt að minnsta kosti eins IS. Fimm af átta CA stofnum hindruðu vöxt þriggja eða fleiri IS en aðeins einn af átta CF stofnum (p=0,056, ná- kvæmnipróf Fishers). Ályktanir: Sá hæfileiki að framleiða bakteríócínvirk efni, virðist vera til staðar hjá stofnum af Str. mutans einangruðum frá einstak- lingum með tannskemmdir, sem getur að hluta til skýrt skaðsemi þeirra fyrir tennur. V 36 Mat á hlutfalli anti-Gal myndandi B-frumna með ELISPOT aðferð Björgvin Hilmarsson, Kristbjörn Orri Guömundsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, Sveinn Guömundsson Blóðbankinn Netfang: bjorgvh@rsp.is Inngangur: Á fyrstu mánuðum eftir fæðingu koma fram mótefni gegn oc-Gal mótefnavakanum (Galal-3GallJl-4GlcNAc-R). Mynd- un þeirra er talin tengjast tilkomu örvera í þörmum nýbura. a-Gal mótefnavakinn er myndaður í miklu magni af ensíminu a-1,3 galactosyltransferasa í frumum spendýra annarra en prímata. Sýnt hefur verið fram á með ELISA aðferðum að um 1% af B-frumum örvaðar með EBV geta myndað a-Gal mótefni. Markmið rann- sóknarinnar er að meta hlutfall anti-Gal myndandi B-frumna af IgA, IgM og IgG gerð í heilbrigðum einstaklingum með ELISPOT aðferð. Með rannsókninni er ætlunin að hagnýta og þróa ELISPOT aðferð- ina til mælinga á fjölda anti-Gal mótefnamyndandi B-frumna. ELISA hefur aðallega verið notuð til að ákvarða magn anti-Gal mótefna. ELISA gefur hugmynd um magn en ekki beint um fjölda þeirra frumna sem koma við sögu. ELISPOT getur sagt til um fjölda mótefnamyndandi frumna. Efniviður og aðferðir: Einkjarna hvítfrumur eru einangraðar úr hvítkornaþykkni (buffy coat) með Isopaque/Ficoll skiljun. B-frum- ur eru einangraðar með mótefnahúðuðum segulkúlum gegn CD19 sameindinni. Hlutfall mótefnamyndandi B-frumna er ákvarðað með ELISPOT aðferð þar sem plötur eru húðaðar með Gal sykrum. Hlutfall anti-Gal myndandi B-frumna er ákvarðað á EBV umbreyttum frumum (transformed). Niðurstöður og ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að anti- Gal mótefni B-frumna sem einangraðar eru úr blóðkornaþykknum, séu einkum af IgM gerð. Svörun fæst með IgM ísótýpusértækum mótefnum og einnig þegar blanda af IgM, IgG og IgA sértækum mótefnum er notuð (Mix). Lítil svörun fæst með IgG og IgA sér- tækum mótefnum. V 37 Áhrif lýsisríks fæðis á lifun tilraunadýra eftir lungna- bólgu: Streptococcus pneumoniae versus Klebsiella pneumoni- ae Valtýr Stefánsson Thors', Auður Þórisdóttir', Helga Erlendsdóttir2, Ingibjörg Haröardóttir', Sigurður Guðmundsson3, Eggert Gunnarsson', Ásgeir Har- aldsson 'Læknadeild HÍ.'sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 'landlæknisembætt- iö, 'Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, 'Barnaspitali Hringsins, Landspítala Hringbraut Netfang: asgeir@rsp.is Inngungur: Talið er að lýsisríkt fæði hafi áhrif á ónæmissvarið. Rannsóknir hafa sýnt aukna lifun dýra, sem alin voru á lýsisríku fæði, eftir sýkingar. Einnig hafa jákvæð áhrif lýsis í ýmsum sjálf- næmissjúkdómum komið fram. Ekki er að fullu þekkt, hvernig lýs- ið virkar á ónæmissvarið. Við höfum áður sýnt fram á aukna lifum músa, sem aldar voru á lýs- isbættu fæði og sýktar í vöðva með Kl. pneumoniae (Scand J Infect Dis 1997; 29: 491-3). Aðrir hafa fengið sambærilegar niðurstöður. Rannsóknir okkar hafa beinst að viðbrögðum við sýkingu með Kl. pneumoniae. Áhugavert er einnig að kanna áhrif á aðrar bakteríur, þar með taldar algengar öndunarfærabakteríur. í rannsókninni nú var því athugað, hver áhrif lýsisríks fæðis væri á sýkingar með Kl. pneumoniae og með Str. pneumoniae. Efniviður og aðferðir: Músum var skipt í fjóra hópa, 30 mýs í hverj- um. Tveir hópar fengu lýsisríkt fæði, aðrir tveir kornolíubætt fæði til samanburðar. Mýsnar voru sýktar í lungun með Str. pneumoniae eða Kl. pneumoniae. Fylgst var með lifun músanna. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu betri lifun músa, sem aldar voru á lýsisríku fæði, samanborið við mýs aldar á kornolíubættu fæði, þegar sýkt var með Kl. pneumoniae. Þegar sýkt var með Str. pneumoniae kom enginn munur fram milli músa, sem aldar voru á lýsisríku eða kornolíuríku fæði. Ályktanir: Áhrif lýsis á ónæmissvarið eru ekki að fullu þekkt. Lík- lega eru þau fjölbreytileg, meðal annars ónæmisbælandi og draga þannig úr áhrifum alvarlegra sýkinga. Niðurstöður okkar nú um á- hrif lýsis gegn sýkingum með Kl. pneumoniae, sem ekki fást fram, þegar sýkt er með Str. pneumoniae eru áhugaverðar. Niðurstöður gætu bent til, að áhrifa lýsisins gæti frekar á þá þætti ónæmiskerfis- ins, sem svara sýkingum með gram-neikvæðum bakteríum umfram þá þætti, sem svara gram-jákvæðum bakteríum. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.