Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 26
■ ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
Reykjavík og Vilnius og M. catarrhalis frá 60% og 46% barna.
Minnkað penicillínnæmi pneumókokka var 10,7% í Reykjavík en
5,4% í Vilnius. 6-lactamasa framleiðsla H. influenzae var 9,1% í
Reykjavík, en 3,5% í Vilnius. B-lactamasa framleiðsla M. catarrhalis
var 95% í Reykjavík og 97% í Vilnius. Við sýnatökuna, notuðu 3%
barna í Reykjavík sýklalyf en 9,6% í Vilnius. Ellefu prósent barna í
Reykjavík höfðu fengið sýklalyf undangenginn mánuð, 24% í Vilni-
us. Penicillín-skyld sýklalyf voru mest notuð í Reykjavík en mak-
rólíðar í Vilnius. í Reykjavík var marktæk fylgni milli sýklalyfjanotk-
unar og þess að bera penicillínónæma pneumókokka í nefkoki.
Ályktanir: Sýklalyfjanotkun var meiri í Litháen en á íslandi. Sýkla-
lyfjaónæmi var þó meira á Islandi. Á Islandi fór sýklalyfjaónæmi
pneumókokka hratt vaxandi á síðastliðnum áratug en hefur minnk-
að, ef til vill vegna minnkaðrar sýklalyfjanotkunar hjá börnum á ís-
landi. Sýklalyfjanoktun í Vilnius fer vaxandi að því er talið er, en
sýklalyfjaónæmi er enn lágt. Sýklalyfjaónæmi getur því aukist þar á
næstu árum. Fylgjast verður áfram með þróun sýklalyfjaónæmis á
íslandi og í Litháen.
E 07 Gerð hjúpprótíns mæði-visnuveirunnar
Benedikta S. Hafliðadóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Guðrún Agnarsdótt-
ir, Valgerður Andrésdóttir
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum
Netfang: bsh@hi.is
Inngangur: Mæði-visnuveiran tilheyrir lentiveirum, undirhópi
retróveira. Mæði-visnuveiran veldur hæggengum sjúkdómi í sauðfé
sem leggst aðallega á miðtaugakerfi og lungu. Hjúpprótín veira í
þessum flokki eru ein af mest sykruðu prótínum sem finnast.
Við höfum sýnt að tegundasérhæft væki er innan 39 amínósýra á V4
svæði hjúpprótíns veirunnar. Afvirkjandi mótefni sem greinast
stuttu eftir sýkingu beinast að þessu væki, sem bendir til þess að
svæðið sé ríkjandi í mótefnasvari. Svæðið er mjög breytilegt en inni-
heldur þó varðveitt svæði auk cysteina sem eru varðveitt í stofnum
mæði-visnuveirunnar og í stofnum geitaveirunnar, CAEV (Caprine
arthritis-encephalitis virus). Cysteinin eru talin eiga þátt í að mynda
byggingu prótínsins með myndun brennisteinsbrúa.
Efniviður og aðferöir: Til að skilgreina hlutverk varðveitta svæðisins
í afvirkjun og vexti veirunnar voru gerðar stökkbreytingar þar sem
cysteinum og varðveittu sykrunarseti var breytt. Breytta hjúpprótín-
ið var síðan klónað inn í sýkingarhæfa klóninn KV1772kv72/67.
Niðurstöður og ályktanir: Þegar cysteini var breytt í týrósín óx veir-
an jafn vel og áður en tegundasérhæfð afvirkjandi mótefni gegn
KV1772kv72/67 virkuðu ekki á breyttu veiruna. Hins vegar ef
cysteinum var breytt í serin óx veiran ekki. Þegar sykrunarsetinu
var breytt hafði það ekki áhrif á mótefnasvarið. Niðurstöðurnar
styðja þá tilgátu að varðveittu cysteinin séu hluti af ríkjandi vaxtar-
hindrandi væki veirunnar, en hlutverk sykrunarsetsins er óljóst.
E 08 Slímhúðarbólusetning með veikluðum visnuveiruklóni
Guðmundur Pétursson, Sigríður Matthíasdóttir, Agnes Helga Martin,
Valgerður Andrésdóttir, Vilhjálmur Svansson, Ólafur S. Andrésson, Sigur-
björg Þorsteinsdóttir
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Netfang: gpet@hi.is
Inngangur: Bólusetningar með lifandi en veikluðum sýklum veita á-
gæta vörn gegn ýmsum smitsjúkdómum. Þróun bóluefna gegn lenti-
veirum hefur reynst miklum vandkvæðum bundin. Vegna mikillar
útbreiðslu eyðni í þróunarlöndum er aðkallandi að reyna að þróa
bóluefni gegn HIV en allar tilraunir til þess eru skammt á veg
komnar og árangur næsta óviss. Þar sem veira smitar um slímhúðir
eins og HIV og visnu-mæðiveira sauðfjár, er talið æskilegt að bólu-
setning örvi sérstaklega ónæmissvörun í slímhúðum.
Efniviður og aðferðir: Reynt var að sýkja kindur um slímhúð með
veikluðum visnuveiruklóni (LVl-lKSl). Þessi veira fjölgar sér mjög
takmarkað í kindum og veldur nánast engum sjúkdómseinkennum
né vefjaskemmdum. Fjórar kindur voru sýktar í barka með 107 smit-
einingum (TCIDso) og sýkingin endurtekin eftir 17 vikur. Á 63. viku
voru þessar kindur sýktar með 103 smiteiningum af náskyldum en
mjög meinvirkum visnuveiruklóni (KV1772-kv72/67) í barka og
fjórar óbólusettar kindur sýktar á sama hátt. Fylgst var með gangi
sýkinga með mælingum á veirumótefnum (ELISA) og veirurækt-
unum úr blóði.
Niðurstöður: Bólusetning með veiklaðri veiru framkallaði lága
mótefnasvörun sem hækkaði greinilega eftir sýkingu með þeirri
meinvirku. Meinvirka veiran hafði ræktast úr blóði þriggja af fjór-
um bólusettum kindum en frá öllum fjórum í óbólusettum saman-
burðarhópi 20 vikum eftir sýkingu.
Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að bólusetning með þessari
veikluðu veiru veitir litla sem enga vörn gegn endursýkingu með
meinvirkri veiru en óvíst er hvort hún gæti haft áhrif á framvindu
vefjaskemmda til lengri tíma.
E 09 Bólusetninga- og sýkingatilraunir á lúðu og þorski
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Sigríöur Guðmundsdóttir, Bergljót
Magnadóttir
Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum
Netfang: bjarngud@hi.is
Inngangur: Nú er eldi nokkurra sjávarfisktegunda í þróun hér á
landi. Mjög lítið er enn vitað um það fyrir hvaða sýklum þessar teg-
undir eru næmar og hver áhrif bólusetningar eru. Markmið rann-
sóknarinnar var að bólusetja lúðu og þorsk með mismunandi bólu-
efnum og mæla ónæmisvörn í tilraunasýkingum.
Efniviður og aðferðir: Lúðuseiði (36 g) í eldisstöðinni Fiskey í Þor-
lákshöfn og þorskseiði (53 g) í eldisstöð Hafrannsóknarstofnunar á
Stað í Grindavík voru merkt með mislitum plastmerkjum og skipt í
fjóra tilraunahópa, sem hver innihélt 150 seiði. Að lokinni bólusetn-
ingu var seiðum sömu tegundar komið fyrir í einu keri þar sem þau
voru alin áfram. Bóluefnin sem notuð voru voru eftirfarandi: Sér-
lagað AAS (Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes
bakteríustofn, sem einangraður var úr sjúkum þorski (F19/99), var
ræktaður upp og notaður við gerð tilraunabóluefnisins) og bóluefn-
ið ALPHAJECT 1200 (kýlaveikibóluefni frá ALPHARMA, sem
notað er í íslenskum laxeldisstöðvum til varnar kýlaveikibróður).
Viðmiðunarhópar voru sprautaðir með saltdúalausninni, PBS, eða
saltdúalausn iblandaðri ónæmisglæði sem notaður var í bóluefnin.
Átta vikum eftir bólusetningu var fiskurinn, ásamt 150 óbólusettum
seiðum af sama uppruna, fluttur í kerasal á Fræðasetrinu í Sand-
gerði þar sem sýkingatilraunir voru framkvæmdar. Sýkt var með
sprautun missterkra lausna stofns F19/99 í vöðva. Magn mótefna
gegn vækjum A. salmonicida í blóðvatni óbólusettra og bólusettra
fiska var mælt með ELISA-prófi.
Niðurstöður og ályktunir: Niðurstöður sýndu að lúðan þoldi bólu-
setningu mjög vel og að bæði sérlagað AAS og ALPHAJECT1200
26 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86