Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 38
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
Enginn munur fannst á öndunar- og púlsleif við hámarksálag hjá
hópunum. Hreyfanleiki brjóstkassa hjá hryggiktarhópnum sýndi
marktæk vensl við VT, hám og V’O^, hám.
Ályktanir: Hryggiktarhópurinn í þessari rannsókn hafði væga
herpu á öndunarmælingum og skert þol á þolprófum samanborið
við heilbrigðan viðmiðunarhóp. Skertur hreyfanleiki brjóstkassa
gæti skýrt lægri öndun (V’g, hám) við hámarksálag.
E 43 Áhrif sex vikna reykbindíndis á öndunarmælingar fólks
sem kemur til lungnaendurhæfingar
Hans Jakob Beck, Marta Guöjónsdóttir
Lungnadeild Reykjalundar
Netfang: hansib@isholf.is
Inngangur: Vitað er að þjálfun og fræðsla lungnasjúklinga í endur-
hæfingu hefur engin áhrif á sekúndufráblástur (FEVl). Margir
hætta reykingum við komu til lungnaendurhæfingar á Reykjalund,
þar sem gerð er krafa um algert reykleysi. Tilgangur rannsóknar-
innar var að kanna áhrif reykbindindis í sex til sjö vikna langri end-
urhæfingu á öndunargetu.
Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar, sem lögðust inn á lungna-
deild Reykjalundar á 12 mánaða tímabili og höfðu reykt fram að
innlögn voru öndunarmældir við komu og fyrir brottför eftir hlé á
töku berkjuvíkkandi innúðalyfja. Peir sem voru á slíkri meðferð
voru einnig mældir eftir lyfjatöku.
Niðurstöður: Alls voru 56 manns, sem hættu reykingum við komu.
Af ýmsum ástæðum voru 11 ekki mældir fyrir útskrift en í rann-
sóknarhópunum voru 45 manns, 13 karlar og 32 konur meðalaldur
60±11 ár. Þeir sem voru á meðferð með berkjuvíkkandi innúðalyfj-
um (n=41) voru einnig mældir eftir lyfjatöku, tveimur til þremur
dögum eftir íyrstu mælingu. Sjá niðurstöður í töflu. Þeir sem svör-
uðu lyfjameðferð bættu FEVj marktækt meira en þeir sem ekki
svöruðu lyfjameðferð (p<0,001).
Allir n = 45 Svara lyfjum* n = 21 Svara ekki lyfjum* n = 20
Koma FEVl 1,49±0,60 1,23±0,43 1,69±0,62
FEV1% 60±23 48±16 70±24
Útskrift FEVl 1,71±0,57 1,52±0,45 1,84±0,632
FEV1% 69±21 59±16 76±24
* Samkvæmt skilmerjum ATS: FEVl eykst um 12% og að minnsta
kosti 200 ml.
Ályktunir: Reykbindindi við komu til lungnaendurhæfingar bætir
öndunargetu marktækt hjá öllum hópnum, en mest hjá þeim ein-
staklingum sem svara berkjuvíkkandi lyfjum.
E 44 Langtímahorfur karla og kvenna með háþrýsting og áhrif
meðferðar. Rannsókn Hjartaverndar
Lárus S. Guðmundsson Guðmundur Þorgeirsson', Magnús Jóhanns-
son1, Nikulás Sigfússon2, Helgi Sigvaldason1, Jacqueline C. M. Witteman3
'Rannsóknastofa f lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 'HjarUvernd, 3Dpt of Epidemiology
and Biostatistics, Erasmus University Medical School, Rotterdam, Netherlands
Netfang: magjoh@hi.is
Inngangur: Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif
meðferðar við háþrýstingi í hóprannsókn Hjartaverndar á 14 923
körlum og 15 872 konum sem fylgt var eftir í allt að 30 ár.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru fæddir á árunum 1907 til
1935. Rannsóknin var framkvæmd í sex þrepum og við inntöku
var hver einstaklingur greindur með eðlilegan eða háan blóð-
þrýsting. Þeir sem voru með háþrýsting voru flokkaðir í þrjá
flokka: 1) á meðferð og með eðlilegan blóðþrýsting, 2) á meðferð
og með of háan blóðþrýsting og 3) án meðferðar. Þessi flokkun
hélst óbreytt alla rannsóknina. Endapunktar voru hjartadrep,
dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma og dauði af hvaða orsök
sem er. Notuð var tímaháð Cox aðhvarfsgreining til að reikna á-
hættuhlutfall fyrir hina ólíku hópa með háþrýsting og með þá sem
höfðu eðlilegan blóðþrýsting sem viðmiðunarhóp. Leiðrétt var
fyrir aldri og ári inntöku í rannsóknina og samsettri áhættu þar
sem það átti við.
Niðurstöður: Áhættuhlutfall fyrir hjartadrep og dauða vegna
hjarta- og æðasjúkdóms fór lækkandi fyrstu 10 ár eftirfylgnitímabils
hjá hópnum sem fékk árangursríka meðferð en hafði tilhneigingu til
að hækka hjá hópunum sem fengu enga eða ófullnægjandi meðferð.
Þetta var greinilegra hjá körlum en konum. Við eftirfylgni í meira
en 10 ár fór munurinn á milli hópa minnkandi, sennilega vegna
flutnings einstaklinga á milli hópa.
Ályktanir: í faraldsfræðilegri hóprannsókn með langtíma eftirfylgni
sást árangur árangursríkrar meðferðar við háþrýstingi, fyrstu 10 ár
eftirfylgnitímabils, á hjartadrep og dauða vegna hjarta- og æðasjúk-
dóma. I upphafi rannsóknar höfðu karlar sem fengu háþrýstings-
meðferð marktækt verri horfur vegna áhættuþátta en þeir sem ekki
fengu meðferð.
E 45 Áhættuþættir skyndilegs hjartadauða
Gestur Þorgeirsson , Helgi Sigvaldason2, Guðmundur Þorgeirsson2'3
‘Landspítali Fossvogi, 2Rannsóknarstofa Hjartaverndar, 3Landspítali Hringbraut
Netfang: gesturth@shr.is
Inngangur: Rannsókn Hjartaverndar er framskyggn ferilrannsókn
sem hófst 1967 og hefur meðal annars veitt haldgóðar upplýsingar
um áhættuþætli hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi. Tilgangur þessar-
ar rannsóknar var að kanna hvort í hóprannsóknarþýði Hjarta-
verndar sé unnt að greina áhættuþætti skyndilegs hjartadauða eða
hjartastopps.
Efniviður og aðferðir: 1 tengslum við rekstur neyðarbíls við slysa-
og bráðdeild Landspítalans hefur frá árinu 1982 verið haldin skrá
yfir einstaklinga á Reykjavíkursvæðinu sem áhöfn bílsins hefur
vitjað vegna hjartastopps. Hér eru til athugunar hjartastoppstil-
felli utan sjúkrahúsa frá árabilinu 1987-1996. Að fengnu leyfi Vís-
indasiðanefndar og Tölvunefndar var kannað hverjir þessara ein-
staklinga hefðu tekið þátt í rannsókn Hjartaverndar. Samband
hinna ýmsu áhættuþátta og skyndilegs hjartadauða var könnuð í
úrlaki 8007 karla og 9435 kvenna sem voru á lífi þegar rekstur
hjartabílsins hófst. Meðal karlanna hafði 171 verið vitjað vegna
skyndilegs hjartadauða en 47 kvennanna. Sjálfstætt vægi hinna
ýmsu áhættuþátta var metið með tímaháðri aðhvarfsgreiningu
Cox.
Niðurstöðun Meðal karla reyndust aldur, kólesteról, þríglýseríðar,
taka háþrýstingslyfja, líkamsþungi, þekkt hjartadrep, þögult
(verkjalaust) hjartadrep og þöglar ST-T breytingar í hjartariti vera
tölfræðilega marktækir sjálfstæðir áhættuþættir skyndilegs hjarta-
dauða. Meðal kvenna voru miklu færri tilfelli og tölfræðilegur styrk-
ur því minni. Tölfræðilega marktækir sjálfstæðir áhættuþættir
reyndust þó vera: kólesteról, þríglýseríðar, slagbilsþrýstingur, reyk-
ingar meiri en 25 sígareltur á dag, þyngd og angina pectoris.
38 Læknabladið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86