Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 37
ÁGRIP ERINDA / X. E 40 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólar- hrings sýrumælingu í maga Sigurbjörn Birgisson, Anna Soffía Guðmundsdóttir Rannsóknarstofa í meltingarsjúkdómum Landspítala í Hringbraut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Sumar lyfjafræðilegar rannsóknir benda til að ómepra- zól samheitalyf séu lakari að gæðum en frumlyfin. íslensk rannsókn (Læknablaðið 1997;83:368) sýndi þó að samheitalyfið Lómex® var jafnvirkt og frumlyfið Losec® hvað sýrubælingu í maga varðar. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á lansóprazóli. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman virkni samheitalyfs- ins Lanser® (Omega Farma) og frumlyfsisns Lanzo® (Wyeth Lederle). Efniviður og aðferðir: Tólf heilbrigðir sjálboðaliðar (átta konur), meðalaldur 32 ár (bil 18-47) fóru í þrjár sólarhrings sýrustigsmæl- ingar í maga (sýrunemar staðsettir 10 sm ofan í maga, staðsetning á- kvörðuð með þrýstingsmælingu í vélinda). Rannsóknin var blinduð slembirannsókn með krossuðu sniði. Fyrst var gerð viðmiðunar- mæling án lyfja og mæling endurtekin eftir sjö daga meðferð með Lanser® eða Lanzo® 30 mg/dag með sjö daga hléi á milli lyfja. Niðurstöður: Bæði lyfin sýndu marktæka sýrubælingu maga (p<0,001). Enginn marktækur munur var á sýrubælingu Lanser® eða Lanzo® (p>0,05). Sólarhrings sýrumæling í maga (n=12), miögildi (±SD). Heildar % pH >3 Heildar % pH >4 Heildar % pH >5 An lyfja 17,5 (±6,3) 9,5 (±5,5) 4,2 (±3,4) Lanser® 69,8 (±12,3) 63,6 (±14,4) 49,1 (±15,6) Lanzo® 72,7 (±11,6) 66,3 (±14,4) 57,8 (±18,2) Miðgildissýrustig í maga hækkaði marktækt á meðferð, var 1,7 (±0,2) án lyfja en 4,9 (±1,0) á Lanser® og 5,2 (±0,9) á Lanzo©. Ályktanir: Virkni Lanser® og Lanzo® er sambærileg og mjög kröftug hvað varðar sýrubælingu í maga. Magn og lengd sýrubæl- ingar lyfjanna hefur klíníska þýðingu í meðferð sýrutengdra kvilla. Niðurstöðurnar eru sambærilegar innlendum og erlendum rann- sóknum á prótónpumpublokkara lyfjum. E 41 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólar- hrings sýrumælingu í vélindi Sigurbjörn Birgisson, Anna Soffía Guðmundsdóttir Frá rannsóknarstofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Um 15% sjúklinga með bakflæðiseinkenni hafa sýru- næmt vélindi (acid sensitive esophagus), það er að segja engin merki um bakflæði í vélindisspeglun og fýsíólógískt (eðlilegt) magn af sýrubakflæði í sólarhrings sýrumælingu. Einkenni þeirra geta verið jafnslæm og þeirra sem hafa vélindisbólgur. Engar rannsókn- ir eru fyrirliggjandi um áhrif prótónpumpublokka á fýsíólógískt sýrubakflæði. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif samheitalyfsins Lanser® (Omega Farma) og frumlyfsins Lanzo® (Wyeth Lederle) með sýrumælingu í vélindi og meta áhrif þeirra á fýsíólógískt sýrubakflæði. Efniviður og aðferðir: Tólf heilbrigðir sjálfboðaliðar (átta konur), meðalaldur 32 ár (bil 18-47) fóru í þrjár sólarhrings sýrustigsmæl- VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I ingar í maga (sýrunemar staðsettir 5 sm ofan við neðri hringvöðva vélindis, staðsetning ákvörðuð með þrýstingsmælingu í vélindi). Rannsóknin var blinduð slembirannsókn með krossuðu sniði. Fyrst var gerð viðmiðunarmæling án lyfja og mæling endurtekin eftir sjö daga meðferð með Lanser® eða Lanzo® 30 mg/dag með sjö daga hléi á milli lyfja. Niðurstöður: Bæði lyfin sýndu marktæka sýrubælingu í vélindi (p<0,005). Enginn marktækur munur var á sýrubælingu Lanser® eða Lanzo® (p>0,05). Sólarhrings sýrumæling í vélindi (n=12), miögildi (±SD). Heildar % pH<4 Heildartími (mín) pH <4 Fjöldi bak- flæöistilvika An lyfja 2,5 (±3,1) 33,0 (±40,0) 74 (±42,7) Lanser® 0,4 (±0,6) 4,0 (±8,3) 8,5 (±15,9) Lanzo® 0,2 (±0,4) 2,5 (±4,9) 8,5 (±12,7) Miðgildissýrustig vélindis breyttist ekki marktækt á meðferð, var 6,5 (±0,6) án lyfja en 6,6 (±0,6) á Lanser® og 6,8 (±0,5) á Lanzo®. Ályktanir: Virkni Lanser® og Lanzo® er sambærileg hvað varðar sýrubælingu í vélindi og hefur klíníska þýðingu í meðferð sjúklinga með sýrunæmt vélindi (acid sensitive esophagus). E 42 Samanburður á lungnastarfsemi og þoli heilbrigðra og einstaklinga með hryggikt Marta Guðjónsdóttir , Björn Magnússon3, Kári Sigurbergsson', Árni J. Geirsson4, Kristján Steinsson4 Reykjalundur, 2læknadeild HÍ, 3Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað, 4Landspítali Hringbraut Netfang: Marta@REYKJALUNDUR.is. Inngangur: Lungnarýmd (VC) einstaklinga með hryggikt (lat. spondylitis ankylopoetica) getur lækkað vegna skerðingar á hreyf- anleika brjóstkassa (Qurterly J Med 1962;31:272-3). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif þess á þol þessara einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og sex sjálfboðaliðar með hryggikt (New York skilmerki) voru paraðir við 26 heilbrigða einstaklinga af sama aldri, kyni og hæð og sem stunduðu sambærilega þjálfun. Eng- inn munur fannst á milli hópanna með tilliti til þátta sem parað var fyrir. Mældur var hreyfanleiki hryggjar og brjóstkassa hjá hryggiktar- hópnum með stöðluðum aðferðum. Fljá báðum hópunum var mæld flæðirúmálslykkja (FVC og FEVl), heildarúmmál lungna (TLC), hámarksöndunargeta (MVV) og innöndunargeta (IC). Allir fóru í hámarksþolpróf, þar sem mæld var öndun (V’g), súrefnisupptaka (V’02) og koldíoxíðútskilnaður (V’C02). Parað t-próf var notað til að bera hópana saman. Niðurstöður: í töflunni hér að neðan má sjá helstu niðurstöður (meðaltal ± staðalfrávik). V C IC MW V’E, hám VT, hám V’Oz, hám ~tt) "tt) -(L/lllill) tt) (L/lllfll) Hryggiktar- hópur 4,7±1,0 3,2±0,7 150±35 89±22 2,4±0,5 2,6±0,7 Viömiðunar- hópur 5,7±1,0* 3,8±0,7* 170±33* 104±25* 2,8±0,6* 3,0±0,7* *p<0,05 viðmiðunarhopunnn borinn saman við hryggiktarhópinn VT= andrýmd (tidal volume) hám= við hámarksálag Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 0 0/8 6 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.