Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 37
ÁGRIP ERINDA / X.
E 40 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólar-
hrings sýrumælingu í maga
Sigurbjörn Birgisson, Anna Soffía Guðmundsdóttir
Rannsóknarstofa í meltingarsjúkdómum Landspítala í Hringbraut
Netfang: sigurbjb@rsp.is
Inngangur: Sumar lyfjafræðilegar rannsóknir benda til að ómepra-
zól samheitalyf séu lakari að gæðum en frumlyfin. íslensk rannsókn
(Læknablaðið 1997;83:368) sýndi þó að samheitalyfið Lómex® var
jafnvirkt og frumlyfið Losec® hvað sýrubælingu í maga varðar.
Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á lansóprazóli.
Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman virkni samheitalyfs-
ins Lanser® (Omega Farma) og frumlyfsisns Lanzo® (Wyeth
Lederle).
Efniviður og aðferðir: Tólf heilbrigðir sjálboðaliðar (átta konur),
meðalaldur 32 ár (bil 18-47) fóru í þrjár sólarhrings sýrustigsmæl-
ingar í maga (sýrunemar staðsettir 10 sm ofan í maga, staðsetning á-
kvörðuð með þrýstingsmælingu í vélinda). Rannsóknin var blinduð
slembirannsókn með krossuðu sniði. Fyrst var gerð viðmiðunar-
mæling án lyfja og mæling endurtekin eftir sjö daga meðferð með
Lanser® eða Lanzo® 30 mg/dag með sjö daga hléi á milli lyfja.
Niðurstöður: Bæði lyfin sýndu marktæka sýrubælingu maga
(p<0,001). Enginn marktækur munur var á sýrubælingu Lanser®
eða Lanzo® (p>0,05).
Sólarhrings sýrumæling í maga (n=12), miögildi (±SD).
Heildar % pH >3 Heildar % pH >4 Heildar % pH >5
An lyfja 17,5 (±6,3) 9,5 (±5,5) 4,2 (±3,4)
Lanser® 69,8 (±12,3) 63,6 (±14,4) 49,1 (±15,6)
Lanzo® 72,7 (±11,6) 66,3 (±14,4) 57,8 (±18,2)
Miðgildissýrustig í maga hækkaði marktækt á meðferð, var 1,7
(±0,2) án lyfja en 4,9 (±1,0) á Lanser® og 5,2 (±0,9) á Lanzo©.
Ályktanir: Virkni Lanser® og Lanzo® er sambærileg og mjög
kröftug hvað varðar sýrubælingu í maga. Magn og lengd sýrubæl-
ingar lyfjanna hefur klíníska þýðingu í meðferð sýrutengdra kvilla.
Niðurstöðurnar eru sambærilegar innlendum og erlendum rann-
sóknum á prótónpumpublokkara lyfjum.
E 41 Samanburður á áhrifum Lanser® og Lanzo® á sólar-
hrings sýrumælingu í vélindi
Sigurbjörn Birgisson, Anna Soffía Guðmundsdóttir
Frá rannsóknarstofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut
Netfang: sigurbjb@rsp.is
Inngangur: Um 15% sjúklinga með bakflæðiseinkenni hafa sýru-
næmt vélindi (acid sensitive esophagus), það er að segja engin
merki um bakflæði í vélindisspeglun og fýsíólógískt (eðlilegt) magn
af sýrubakflæði í sólarhrings sýrumælingu. Einkenni þeirra geta
verið jafnslæm og þeirra sem hafa vélindisbólgur. Engar rannsókn-
ir eru fyrirliggjandi um áhrif prótónpumpublokka á fýsíólógískt
sýrubakflæði. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman áhrif
samheitalyfsins Lanser® (Omega Farma) og frumlyfsins Lanzo®
(Wyeth Lederle) með sýrumælingu í vélindi og meta áhrif þeirra á
fýsíólógískt sýrubakflæði.
Efniviður og aðferðir: Tólf heilbrigðir sjálfboðaliðar (átta konur),
meðalaldur 32 ár (bil 18-47) fóru í þrjár sólarhrings sýrustigsmæl-
VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
ingar í maga (sýrunemar staðsettir 5 sm ofan við neðri hringvöðva
vélindis, staðsetning ákvörðuð með þrýstingsmælingu í vélindi).
Rannsóknin var blinduð slembirannsókn með krossuðu sniði. Fyrst
var gerð viðmiðunarmæling án lyfja og mæling endurtekin eftir sjö
daga meðferð með Lanser® eða Lanzo® 30 mg/dag með sjö daga
hléi á milli lyfja.
Niðurstöður: Bæði lyfin sýndu marktæka sýrubælingu í vélindi
(p<0,005). Enginn marktækur munur var á sýrubælingu Lanser®
eða Lanzo® (p>0,05).
Sólarhrings sýrumæling í vélindi (n=12), miögildi (±SD).
Heildar % pH<4 Heildartími (mín) pH <4 Fjöldi bak- flæöistilvika
An lyfja 2,5 (±3,1) 33,0 (±40,0) 74 (±42,7)
Lanser® 0,4 (±0,6) 4,0 (±8,3) 8,5 (±15,9)
Lanzo® 0,2 (±0,4) 2,5 (±4,9) 8,5 (±12,7)
Miðgildissýrustig vélindis breyttist ekki marktækt á meðferð, var
6,5 (±0,6) án lyfja en 6,6 (±0,6) á Lanser® og 6,8 (±0,5) á Lanzo®.
Ályktanir: Virkni Lanser® og Lanzo® er sambærileg hvað varðar
sýrubælingu í vélindi og hefur klíníska þýðingu í meðferð sjúklinga
með sýrunæmt vélindi (acid sensitive esophagus).
E 42 Samanburður á lungnastarfsemi og þoli heilbrigðra og
einstaklinga með hryggikt
Marta Guðjónsdóttir , Björn Magnússon3, Kári Sigurbergsson', Árni J.
Geirsson4, Kristján Steinsson4
Reykjalundur, 2læknadeild HÍ, 3Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað, 4Landspítali
Hringbraut
Netfang: Marta@REYKJALUNDUR.is.
Inngangur: Lungnarýmd (VC) einstaklinga með hryggikt (lat.
spondylitis ankylopoetica) getur lækkað vegna skerðingar á hreyf-
anleika brjóstkassa (Qurterly J Med 1962;31:272-3). Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna áhrif þess á þol þessara einstaklinga.
Efniviður og aðferðir: Tuttugu og sex sjálfboðaliðar með hryggikt
(New York skilmerki) voru paraðir við 26 heilbrigða einstaklinga af
sama aldri, kyni og hæð og sem stunduðu sambærilega þjálfun. Eng-
inn munur fannst á milli hópanna með tilliti til þátta sem parað var
fyrir.
Mældur var hreyfanleiki hryggjar og brjóstkassa hjá hryggiktar-
hópnum með stöðluðum aðferðum. Fljá báðum hópunum var mæld
flæðirúmálslykkja (FVC og FEVl), heildarúmmál lungna (TLC),
hámarksöndunargeta (MVV) og innöndunargeta (IC). Allir fóru í
hámarksþolpróf, þar sem mæld var öndun (V’g), súrefnisupptaka
(V’02) og koldíoxíðútskilnaður (V’C02). Parað t-próf var notað til
að bera hópana saman.
Niðurstöður: í töflunni hér að neðan má sjá helstu niðurstöður
(meðaltal ± staðalfrávik).
V C IC MW V’E, hám VT, hám V’Oz, hám
~tt) "tt) -(L/lllill) tt) (L/lllfll)
Hryggiktar- hópur 4,7±1,0 3,2±0,7 150±35 89±22 2,4±0,5 2,6±0,7
Viömiðunar- hópur 5,7±1,0* 3,8±0,7* 170±33* 104±25* 2,8±0,6* 3,0±0,7*
*p<0,05 viðmiðunarhopunnn borinn saman við hryggiktarhópinn
VT= andrýmd (tidal volume)
hám= við hámarksálag
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 0 0/8 6 3 7