Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 44
■ ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 63 konur með iktsýki, sem voru í meðferð hjá gigtarsérfræðingum Landspítalans. Konurnar svör- uðu spurningalista, þar sem meðal annars var spurt um sjúkdóms- lengd, reykingasögu og lyfjanotkun vegna iktsýki. Til þess að meta alvarleika sjúkdómsins var færni kvennanna metin (HAQ) og grip- kraftur þeirra mældur. Liðbólgur og liðeymsli voru metin og kann- að hvort liðskekkjur eða gigtarhnútar væru til staðar. Röntgen- myndir af höndum voru metnar samkvæmt stöðluðu kerfi. Niðurstöður: Konur sem höfðu reykt mikið (>20 pakkaár) voru marktækt oftar með gigtarhnúta (p=0,01), höfðu minni færni (HAQ) (p=0,002) og minni gripkraft (p=0,01) heldur en þær sem minna reyktu eða höfðu aldrei reykt. Einnig tengdust reykingar auknum liðskemmdum á röntgenmynd (p=0,02). Jafnframt kom í ljós jákvæð fylgni milli fjölda pakkaára og magns IgM og IgA gigtarmótefna. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að reykingar hafi slæm áhrif á framvindu iktsýki. Einnig að tengsl séu milli reykinga og þeirra teg- unda gigtarmótefna sem rannsóknir hafa sýnt að helst tengjast ikt- sýki og alvarleika sjúkdómsins. E 61 Mónóklónal gammópatía á Íslandi. Nýgengi, tengsl við illkynja sjúkdóma og afdrif Vilhelmína Haraldsdóttir , Helga M. Ögmundsdóttir2, Guömundur M. Jóhannesson3, Guðríður Ólafsdóttir2, Kristín Bjarnadóttir3, Hrafn Tulinius2 'Landspítali Fossvogi, 2Krabbameinsfélag íslands, ’Landspítali Hringbraut Netfang: helgam@krabb.is Inngangur: Mónóklónal gammópatía nefnist það þegar í sermi eða þvagi finnst mónóklónal prótín sem endurspeglar góðkynja eða ill- kynja fjölgun mónóklónal B-eitilfrumna. Erfitt er að meta nýgengi þessa fyrirbæris en það eykst frá innan við 1% fyrir fimmtugt í rúmlega 3% eftir sjötugt. Nokkur munur er á nýgengi milli kyn- þátta. Við greiningu hafa 30-40% þessara einstaklinga illkynja sjúkdóm í blóðmyndandi vef, 10-20% hafa aðra sjúkdóma (aðra ill- kynja sjúkdóma eða bólgusjúkdóma) en hjá 50-70% finnst enginn sjúkdómur og er greiningin þá “monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS)”. Úr síðasttalda hópnum fá allt að 30% illkynja sjúkdóm af B-eitilfrumuuppruna á næstu 15 árum Efniviöur og aðferöir: í þessari rannnsókn höfum við tekið saman upplýsingar um alla íslenska einstaklinga sem hafa greinst með mónóklónal gammópatíu í sermi og/eða þvagi frá upphafi rafdrátt- ar árið 1970. Pessi listi var síðan borinn saman við Krabbameins- skrána sem hófst 1955. Niðurstöður: Alls fundust 706 einstaklingar, 348 konur og 358 karl- ar sem gefur nýgengið 10,5 af 100.000 fyrir karla og 8,5 af 100.000 fyrir konur. Vitað var um illkynja sjúkdóm við greiningu hjá 13% sjúklinga, hjá 30% greindist illkynja sjúkdómur á sama ári en hjá 13% greindist illkynja sjúkdómur seinna. Illkynja sjúkdómurinn var í blóðmyndandi vef hjá 2/3 sjúklinganna. Af 414 einstaklingum með MGUS en engan illkynja sjúkdóm við greiningu eða á sama ári fengu rúmlega 10% illkynja sjúkdóm af B-eitilfrumuuppruna (mergfrumuæxli, það er myeloma multiplex, eða Waldenströms makróglóbúlínemíu) allt að 19 árum seinna og þar af helmingur á næstu tveimur árum. Hjá 44% einstaklinganna greindist aldrei ill- kynja sjúkdómur. Ekki fannst marktæk aukning á MGUS meðal ættingja sjúklinga með mergfrumæxli almennt, en í 10 fjölskyldum fóru saman > 2 tilfelli af mergfrumuæxli og/eða MGUS. Ályktanir: Tíðni mónóklónal gammópatíu er svipuð á íslandi og víða annars staðar, svo og tengsl við illkynja sjúkdóma. Pótt þetta fyrirbæri liggi ekki almennt í ættum fundust nokkrar ættir sem vert er að athuga nánar með tilliti lil ættgengis. E 62 Ónæmis- og faraldsfræðilegir þættir í leghálskrabba- meini á íslandi Evgenía K. Mikaelsdóttir 2, Kristrún Benediktsdóttir'3, Guðný S. Krist- jánsdóttir2, Kristrún Ólafsdóttir3, Þorgerður Ámadóttir1, Karl Ólafsson5, Helga M. Ögmundsdóttir'-2, Þórunn Rafnar26 'Læknadeild HÍ, 'Krabbameinsfélag fslands, 'Rannsóknastofa Háskólans í meina- fræði, 4rannsóknastofa í veirufræði og skvennadeild Landspitala Hringbraut, ‘Urður, Verðandi, Skuld ehf. Netfang: thorunnr@uvs.is Inngangur: Síðustu áratugi hafa orðið miklar breytingar á þeim þáttum sern hafa áhrif á leghálskrabbameinstíðni og ber þar hæst skipulega leit að leghálskrabbameini. Á hinn bóginn tengist leg- hálskrabbamein nær alltaf sýkingu með krabbameinsvaldandi und- irflokki human papillomaveiru (HPV) og er líklegt að breytt við- horf í kynferðismálum hafi aukið tíðni HPV sýkinga og haft áhrif á innbyrðis dreifingu undirflokka HPV. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að kanna dreifingu HPV undirflokka í leg- hálskrabbameini á íslandi fyrr og nú og hins vegar að kanna ónæm- isfræðilegar breytur sem tengjast beint samskiptum eitilfrumna við veirusýktar frumur. Efniviður og aðferðir: Sýni úr öllum leghálskrabbameinum sem greind voru árin 1958-1960 (47 einstaklingar) og 1995-1996 (30 ein- staklingar) voru skoðuð með tilltiti til tjáningar á Fas, FasL, p53 og B-míkróglóbúlín. DNA var einangrað úr sýnunum og HPV undir- flokkar greindir með PCR og raðgreiningu. Niðurstöður: HPV16 fannst í 55% sýna frá eldra tímabilinu en 65% sýna frá því síðara, HPV greiningu lýkur á næstu vikum. Einungis eitt kirtilfrumukrabbamein fannst á fyrra tímabilinu (2%) en 10 kirtilfrumu- eða kirtilþekjukrabbamein greindust á síðara tímabil- inu (33%). Fas viðtakinn er tjáður í eðlilegri leghálsþekju en í mun minna mæli í illkynja vef. FasL, sem er ekki tjáður í eðlilegri legháls- þekju, er tjáður í meirihluta krabbameina. p53 svar er mjög mis- munandi sem og tjáning á B- míkróglóbúlín. Ályktanir: Tíðni kirtilfrumu- og kirtilþekjukrabbameina er hlut- fallslega mun hærri nú en áður. Hægt er að greina HPV í gömlum sýnum og munu þær upplýsingar veita áhugaverðar vísbendingar um faraldsfræði HPV hér á landi. Breytingar á tjáningu Fas og FasL í leghálskrabbameini gæti, ásamt tapi á vefjaflokkasameindum, átt þátt í því að verja það fyrir ónæmiskerfinu. E 63 P53 stökkbreytingar og p53 prótíntjáning í sjúkri og eðli- legri munnslímhúð Helga M. Ögmundsdóttir , Hólmfríður Hilmarsdóttir', Álfheiður Ást- valdsdóttir2, Jóhann Heiðar Jóhannsson3, Peter Holbrook2 'Rannsóknastofa í sameinda og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 'tann- læknadeild HÍ, ’Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Netfang: hclgam@krabb.is Inngangur: Ýmsir sjúkdómar í munnslímhúð þar á meðal flögu- þekjuþykknun (hyperkeratosis) og húðsjúkdómurinn lichen planus (flatskæningur) hafa verið taldir hugsanlegir undanfarar illkynja æxlisvaxtar. Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru algengustu genabreytingar í illkynja æxlum. Prótínafurð stökkbreytts p53 end- ist lengur í frumunni en eðlilegt p53 prótín og því hefur sterk 44 Læknablaðid / FYLGIRIT 40 2 0 00/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.