Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 88

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 88
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ sem lýsir nýju flæðilíkani þar sem vatnsflæðilag er til staðar. Efniviður «g aðferðir: Flæði hýdrókortisóns úr vatnslausnum í gegnum sellófanhimnur var mælt á Franz-flæðisellum. Lausnirnar innihéldu frá 0 til 25% (w/v) styrk af FlP-B-sýklódextríni og voru ýmist ómettaðar eða mettaðar með hýdrókortisóni. Einfaldar og tvöfaldar sellófanhimnur með fjórum mismunandi gatastærðum voru prófaðar, 500, 3500, 6000-8000 og 12000-14000 MWCO. Tvær fjölliður voru einnig notaðar til að auka seigjustig lausnanna og kanna hvaða áhrif það hefði á flæðið. Nýja stærðfræðijafnan sem búin var til var leyst í Maple. Niðurstiiður og ályktanir: Niðurstöður úr þessari tilraun styðja mjög tilvist vatnsflæðilags og einnig styðja þær kenningar um hvern- ig sýklódextrín hafa áhrif á flæði lyfs gegnum himnu. Seigjustig inni í himnu skiptir miklu máli en seigjustig í lausn virðist ekki hafa tak- markandi áhrif á flæði lyfsins. Bestun sem byggðist á stærðfræði- jöfnunni passaði við líkanið en var þó of opin til að geta talist sértæk fyrir flæði lyfja úr sýklódextrínlausnum gegnum himnur þar sem vatnsflæðilag er til staðar. V 95 Einangrun, ræktun og greining á heilaæxlisfrumum (gli- oblastoma) Pétur Snæbjörnsson', Finnbogi Rútur Þormóðsson', Margrét Steinars- dóttir2, Garðar Guðmundsson3, Hannes Blöndal' 'Rannsóknastofu í líffærafræði, 'litningarannsóknadcild Rannsóknastofu Háskól- ans í meinafræði, 'heila- og taugaskurðdeild Landspítala Fossvogi Netfang: peturs@hi.is Inngangur: Glioblastoma multiforme (GBM), sem er illkynjasta form stjarnfrumuæxla, er ein algengasta tegund heilaæxla og kemur helst fyrir í heilahvelum fullorðinna. Talið er að GBM (gráða IV) geti annars vegar þróast út frá stjarnfrumuæxli af gráðu III (second- ary GBM) en geti hins vegar myndast án forstiga (primary GBM). Með frumuræktun gefst tækifæri til að rannsaka lifandi frumur við skilgreindar aðstæður. Hér er gerð grein fyrir reynslu okkar af til- raun til að rækta heilaæxlisfrumur. Þar þarf fernt að koma til; a) ein- angra frumurnar, b) rækta, c) greina tegund þeirra og d) greina þær sem æxlisfrumur. Efniviður og aðferðir: Frumur voru einangraðar úr skurðsýnum með meltingu og síðan ræktaðar í æti ásamt sermi og sýklalyfjum. Frumurnar voru metanólhertar og flúrlitaðar með mótefnum gegn GFAP og vímentíni til smásjárskoðunar. Einnig voru þær skoðaðar í rafeindasmásjá. Litningagreining var gerð með hefðbundnum hætti (G-böndun) auk þess sem flúrljómun (FISH) var beitt til frek- ari litningagreiningar. Niðurstöður: Allar frumurnar voru vímentín-jákvæðar en stór hluti frumnanna var einnig GFAP-jákvæður. Ulitsskoðun sýndi að frum- urnar höfðu ýmis einkenni krabbameinsfrumna og litningagreining staðfesti að svo væri. Engar eðlilegar frumur fundust við litninga- greiningu en bæði tvílitna og fjórlitna frumur sáust. Alyktanir: Okkur hefur tekist að emangra frumur úr heilaæxlis- frumum (glioblastoma), rækta þær, greina stjarnfrumueðli þeirra og litningagalla. Pannig höfum við náð tökum á aðferðum sem henta þessari frumugerð og lagl grunn að frekari ræktun á heilaæxlisfrum- um. Þar með opnast möguleikar á ýmsum rannsóknum, svo sem lyfjaprófunum og erfðaefnisrannsóknum. Áhugavert væri að fram- rækta þessar frumur frekar í þeim tilgangi að fá fram einsleita æxl- isfrumulínu. V 96 Breytileiki í efnaskiptaensímum og tengsl við brjóstakrabbamein Katrín Guðmundsdóttir', Jón Gunnlaugur Jónasson2, Laufey Tryggva- dóttir3, Jórunn E. Eyfjörö' 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræöi Krabbameinsfélagi ísland, ’Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélagi íslands, 2Rannsóknastofa Háskólans í meinafræöi Landspítala Hringbraut Netfang: katrin@krabb.is Inngangur: Glutathione S-transferasar (GST) hvata tengingu glut- athiones við hvarfgjarnar sameindir og vernda þannig frumur lík- amans gegn skaðlegum áhrifum ýmissa efna, sem annars gætu vald- ið stökkbreytingum í erfðaefninu. Þekktir eru fjórir hópar GST ísoensíma í mönnum, (ccGSTA), (pGSTM), (71GSTP) og (0GSTT). Fundist hefur fjölbreytileiki í sumum þessara ensíma, sem gæti haft áhrif á hve vel þau sinna hlutverki sínu. Þekktar eru úrfellingar á GSTMl og GSTTl genunum og A-G breytileiki í GSTPl geninu, sem leiðir til amínósýruskipta í ensíminu í bindiseti hvarfefnis. Talið er að áhættan tengd erfðabreytileika sé lítil, en hins vegar er út- breiðsla þeirra mikil og hefur því áhrif á marga einstaklinga. Mark- mið þessarar rannsóknar var að kanna hvort breytileiki í GST gen- unum tengdist brjóstakrabbameini og hvort fylgni væri við 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geni og p53 stökkbreytingar í brjóstakrabbameinsæxlum. Efniviöur og aðferðir: Arfgerðir voru skoðaðar í 728 viðmiðum og í þremur hópum brjóstakrabbameinssjúklinga: 500 konum, 40 arf- berum stökkbreytingar í BRCA2 geninu og 388 sýnum sem greind voru með tilliti til p53 stökkbreytinga. Arfgerðargreining var gerð með PCR, rafdrætti og skerðibúta- greiningu. Niðurstöður: Aukin brjóstakrabbameinsáhætta kom í Ijós í tengsl- um við G samsætu GSTPl gensins, sem náði þó ekki marktækni (p=0,09). Fleiri stökkbreytingar í p53 geninu var að finna í æxlum þeirra brjóstakrabbameinssjúklinga sem báru GSTTl núll arfgerð samanborið við þá sem voru með annað eða bæði genin til staðar (p=0,019). GST arfgerðir sýndu enga marktæka fylgni við sýnd 999del5 stökkbreytingar í BRCA2 geni. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að GSTTl og GSTPl tengist brjóstakrabbameinsáhættu hér á íslandi, en nákvæmlega með hvaða hætti er ekki vitað. V 97 Óstöðugleiki litninga í brjóstakrabbameinum Sigríður Klara Böðvarsdóttir', Margrét Steinarsdóttir3, Halla Hauks- dóttir23, Þorvaldur Jónsson3, Jórunn Erla Eyfjörðl 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumuerfðafræöi Krabbameinsfélagi íslands, !litn- ingarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, Landsspítala Hring- braut, ’Uröur Verðandi Skuld, 4Landspítali Fossvogi Netfang: skb@krabb.is Inngungur: Litningaóstöðugleiki er algengur í brjóstkrabba- meinsæxlum, sem og í öðrum krabbameinum. Meðal litningabreyt- inga sem fram koma eru úrfellingar eða magnanir ákveðinna litn- ingasvæða, ójafnar yfirfærslur og jafnvel endasamruni litninga. Mjög mismikinn litningaóstöðugleika er að finna í brjóstakrabba- meinsæxlum, en í verkefninu er einkum lögð áhersla á að rannsaka brjóstaæxlissýni með mikinn óstöðugleika. Efniviöur og aðferðir: Greining er gerð á litningum sem heimtir hafa verið beint úr brjóstaæxlum. Felst hún í því að nota sértæka þreifara, sem eru merktir með flúrljómunarefnum, til þáttatenging- 88 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.