Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 56
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ þekjuvef lungna, meltingarfæra og húðar. Stökkbreytingar í geni CFTR valda cystic fibrosis sem er banvænn arfgengur sjúkdómur. Lögun CFTR er ekki þekkt en vitað er að tvennt er nauðsynlegt til að göngin opnist og klóríð streymi í gegn; í fyrsta lagi þarf fosfórun serína í stjórneiningu (R domain) og í öðru lagi þarf ATP bindingu og hýdólýseringu í kjarnsýrutengjum (nucleotide binding domains, NBD). Fyrri rannsóknir okkar sýna að einstök fosfóserín í stjórn- einingu gegna mismunandi hlutverki í starfsemi CFTR. (Baldursson, et al. Am J Physiol Lung Cell Mol Physiol 2000; 279: Nov.). Fflutverk amínósýra umhverfis þessi fosfóserín og á milli þeirra er að mestu óþekkt. Efniviður og aðferðir: Hér lýsum við áhrifum þess að fella brott og flylja til margar amínósýrur úr stjórneiningu CFTR. Niðurstöður: Eðlilegt CFTR (E-CFTR) hleypir engu klóríði í gegn án fosfórunar. Séu amínósýrur 708-835 fjarlægðar, myndast göng sem hleypa klór- íðjónum í gegn án fosfórunar. Amínósýrur 708-835 í stjórneiningu virðast þar með stöðva klóríðstraum í E-CFTR (hamlandi áhrif). Sömu amínósýrur geta einnig örvað straum mikið, séu þær fos- fórýleraðar. Orsök þessarar tvöfeldni er óþekkt. Okkur tókst að skilja betur hegðun smærri svæða innan 708-835. Með notkun bút- þvingunar (excised inside-out patch clamping) kom í ljós að amínó- sýrur 760-835 voru nauðsynlegar til að stöðva straum og að þessi hamlandi áhrif hurfu ef 760-835 voru fluttar til innan sameindarinn- ar. Hamlandi áhrif 760-835 voru því háð nákvæmlega réttri stað- setningu þeirra. Örvandi áhrif 708-835, 708-759 og 760-835 voru hins vegar ekki háð staðsetningu. Þrátt fyrir flutning þessara hluta innan CFTR, varð talsverð örvun á klóríðstraum eftir fosfórun. Ályktanir: Niðurstöðurnar bæta skilning á starfsemi CFTR og eru í samræmi við nýlega framsett líkan (Ostedgaard, Baldursson, et al. PNAS 2000; 97: 5657-62.) sem gerir ráð fyrir að fleiri en eitt fos- fóserín geti örvað straum og að straumurinn í gegnum CFTR ráðist af samspili eða tengingu margra staða í stjórneiningu við aðra hluta CFTR. Hönnun lyfja sem hamla CFTR gæti bætt meðferð sjúklinga með sekretórískan niðurgang og blöðrunýru. Lyf sem örva CFTR gætu gengt lykilhlutverki í meðferð sjúklinga með cystic fibrosis. E 97 Niðurstöður allsherjarleitar að erfðavísum tengdum á- hættu á háþrýstingsheilkenni í meðgöngu sýna fylgni við litn- ingasvæði 2p13 Reynir Arngrímsson, Sigrún Sigurðardóttir, Mike L. Frigge, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Þorlákur Jónsson, Hreinn Stefánsson, Ásdís Baldursdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Birgir Pálsson, Sigrún Snorradóttir, Guus Lachmeijer, Dan Nicholae, Birkir Þór Bragason, Augustine Kong, Jeffrey R. Gulcher, ReynirTómas Geirsson, Kári Stefánsson Erfðalæknisfræði HÍ, kvennadeild Landspítala Hringbraut, íslensk erfðagreining Netfang: rcynirar@hi.is Inngangur: Háþrýstingsheilkenni í meðgöngu getur verið alvarleg- ur sjúkdómur sem hrjáir 2-5% verðandi mæðra í síðari hluta með- göngu og einkennist af hækkuðum blóðþrýstingi og í alvarlegri til- fellum prótíni í þvagi, fæðingarkrömpun, truflun á blóðstorku og efnaskiptum svo og vaxtarseinkun hjá fóstri. Fjölskyldutilhneiging er vel þekkt en erfðafræðilegar orsakir eru óskýrðar. Efniviðtir og aðferðir: Fjölskyldum með ættlægt háþrýstingsheil- kenni í meðgöngu var safnað á árunum 1994-1996. AIls greindust 124 fjölskyldur með 343 veikum konum. Veikum konum var skipt í tvo flokka. í öðrum voru allar 343 konurnar en í undirflokki voru eingöngu konur með alvarleg einkenni sjúkdómsins, svo sem prótín í þvagi eða fæðingarkrampa auk hækkaðan blóðþrýsting. Leit að erfðavísum sem tengdust aukinni áhættu á hækkuðum blóðþrýst- ingi var framkvæmd með allsherjarskanni (GWS). Allsherjarskann- ið náði til 440 erfðamerkja með 9cM meðalfjarlægð á milli merkja. Tölfræðiúrvinnsla var með GENEHUNTER plus. Þéttnileit fór svo fram með 22 viðbótarerfðamerkjum. Niðurstöður: Við allsherjaleit greindist eitt litningasvæði með lod stig >2. í öllum hópnum reyndist það vera 2.42 á svæði 98.68 cM og á meðal kvenna með alvarlegt háþrýstingsheilkenni 3.14 á svæði 110 cM. Við þéttnileit á þessu svæði hækkaði lod stig í 4,77 við D2S286 (situr í 94 cM) í öllum hópnum en 3,43 hjá alvarlegri tilfell- unum. Tvær meðalstórar fjölskyldur lögðu verulega til þessara nið- urstaðna. Ályktanir: Marktæk fylgni fannst við svæði á litningi 2 við háþrýst- ingsheilkenni í meðgöngu. Bendir það til að hugsanlegt áhættugen fyrir hækkaðan blóðþrýsting í meðgöngu megi finna á þessu svæði, sérstaklega í þeim tilfellum sem um sterka fjölskyldusögu er að ræða. E 98 Erfðamynstur beinþynningar Hildur Thors', Unnur Styrkársdóttir2, Kristján Jónasson2, Siv Oscarsson3, Björn Guðbjörnsson4, Gunnar Sigurðsson' 'Landspítali Fossvogi, 2íslensk erföagreining, ’Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna, 4Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Netfang: gunnars@shr.is Inngangur: Lýst hefur verið að beinþéttni ákvarðast að stórum hluta, 60-80%, af erfðum. Hins vegar hefur það ekki verið skýrt hvernig þessum erfðum sé háttað í þjóðfélaginu í heild eða innan einstakra ætta. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna erfða- mynstrið innan nokkurra íslenskra ætta. Efniviður og aðferðir: Gagnagrunnur yfir 2000 einstaklinga hefur verið myndaður vegna erfðafræðilegrar rannsóknar á beinþynningu á Islandi. Ut úr þessum grunni voru dregnar ættir þar sem bein- þynning var áberandi í fleiri en einni kynslóð. I þessari rannsókn var eintaklingur talinn með osteopeniu ef beinþéttni (BMD) hans var meira en einu staðalfráviki neðan við aldurs- og kynbundið meðal- tal (Z score). Útilokaðir voru þeir einstaklingar sem höfðu aðra þekkta orsök fyrir lágri beinþéttni. Með tilliti til beinþéttni í hverri kynslóð fyrir sig var líklegt erfðamynstur hverrar ættar metið. Niöurstöður: Eftir skoðun á þeim ættum þar sem beinþynning var mest áberandi í fleiri kynslóðum var niðurstaðan sú að beinþynning erfist ókynbundið og ríkjandi milli kynslóðanna í þessum ættum. Ályktanir: Þar sem beinþynning erfist líklega ókynbundið og ríkj- andi í þessum ættum má álykta að um sjúkdóm sé að ræða með sterkum áhrifum eins gens en þau gen kunna að vera mismunandi milli ætta. Nánari rannsóknir standa yfir til að greina þessi gen. E 99 Tengsl Sp1 -COLIA1 breytingarinnar við beinþéttni og beinþynningu á íslandi Vala Jóhannsdóttir', Kristján Jónasson’, Katrín Guðjónsdóttir’, Gunnar Sig- urðsson2, Unnur Styrkársdóttir 'íslensk Erfðagreining, 2Landspítali Fossvogi Netfang: unnurst@decode.is Inngangur: Bein er að mestu leyti samsett úr kollageni. Ákveðin breyting í COLIAl geninu hefur verið tengd við lága beinþéttni og 56 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.