Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 53
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I voru þeir einstaklingar teknir inn sem höfðu psoriasisskellur við skoðun. Niðurstöður: Verulegur munur var á klínískum einkennum milli þessara tveggja hópa. Sjúklingar með Cw6 voru yngri þegar sjúk- dómur þeirra byrjaði (p=3*10-7), dropa-psoriasis einskorðaðist við þennan hóp (p=9*10-9) og þeir höfðu einnig dreifðari sjúkdóm (p=0,001) og verri (p=0,003). Hærri tíðni á Koebner fyrirbærinu var hjá þessum hópi (p=0,005), þeir fundu frekar fyrir bötnun í sól (p=0,008) og versnun í kjölfar sýkinga, sérstaklega hálsbólgu (p=0,02). Afmyndaðar neglur af psoriasis voru algengari í Cw6 nei- kvæða hópnum (p=0,002) og tilhneiging var fyrir psoriasis liðagigt að vera algengari í þessum hópi (p=0,135). Alyktanir: Greining á erfðamynstri psoriasissjúklinga bendir til þess að tilurð sjúkdómsins byggist að minnsta kosti á tveimur mis- munandi arfgerðum sem hafa mismunandi klínísk birtingarform. E 88 Bygging og tjáning Mitf umritunarþáttarins í ávaxtaflug- unni Drosophilu melanogaster Jón H. HallssonChad Stivers2, Ward F. Odenwald2, Heinz Arnheiter2, Eiríkur Steingrímsson’ 'Lífefna- og sameindalíffríeði, læknadeild HÍ, 2National Institute of Neurological Disorder and Stroke, NIH, Bethesda, Maryland, USA Netfang: eirikurs@hi.is Microphthalmia (Mitf) prótínið er umritunarþáttur af fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix Leucine zipper (bHLH-LZ) prótína og er nauðsynlegur fyrir eðlilega þroskun augna, litfrumna (melanocyt- es), mastfrumna og beinátsfrumna (osteoclasts) í mús. Prótín í þess- ari fjölskyldu geta bundist svokallaðri E-box DNA röð sem eins- eða mistvenndir og virkjað umritun. Mitf genið hentar vel fyrir rannsóknir á in vivo virkni umritunarþátta þar sem Mitf stökk- breyttar mýs ná fullorðinsaldri en bera sýnilega svipgerð. Virkni Mitf prótínsins er stjórnað af boðleið og veitir það tækifæri til að rannsaka áhrif boðleiða í lífverunni. Enn fremur þjóna mýsnar sem módel fyrir sjúkdóm í mönnum þar sem stökkbreytingar í Mitfgen- inu valda Waardenburg heilkenni af gerð IIA og Tietz heilkenni. Auk stökkbreytinga í mönnum og mús eru Mitf stökkbreytingar þekktar í hamstri, hænu og sebrafiski og hafa þær allar áhrif á augn- þroskun og litfrumur. Gen skyld Mitferu einnig þekkt i C. elegans, gersveppum og ascidian, þó svo að ekki hafi verið lýst stökkbreyt- ingum í geninu í þessum lífverum eða hlutverki. Þrátt fyrir þetta hafa rannsóknir á starfsemi og virkni Mf/hingað til einskorðast við músina. Athyglisvert er að eitt mikilvægasta tilraunadýr erfðafræð- innar hefur enn ekki komist á blað í þessum rannsóknum, það er á- vaxtaflugan Drosophila melanogaster. Hér kynnum við Mitf gen í erfðamengi ávaxtaflugunnar og prótínafurð þess. Auk þess munum við lýsa tjáningarmynstri gensins í þroskun flugunnar og bera amínósýruröð prótínsins saman við önnur prótín í Mitf fjölskyld- unni í öðrum lífverum. Að lokum munum við lýsa aðferðum sem notaðar verða til að greina hlutverk Mitf gensins í Drosophilu. Von- ast er til að rannsóknir þessar veiti nýja innsýn í stjórnun, starfsemi, hlutverk og boðleiðir Mitf gensins. E 89 Smíði genaferja byggðum á mæði-visnuveiru Helga Bjarnadóttir , Janus Guðnasonl, Guðrún Dóra Clarke', Hildur Helgadóttir1' Valgerður Andrésdóttir2, Jón Jóhannes Jónsson' 'Lífefna- og sameindalíffræöistofa læknadeilar HÍ, meinefnafræðideild Landspítala Hringbraut, 'Tilraunastdö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: hbjarna@hi.is Inngangur: Markmið verkefnisins er smíði genaferja byggðum á mæði-visnuveiru (MW). Lentiveirur eins og mæði-visnuveirur hafa þann markverða eiginleika að geta sýkt og innlimað erfðaefni sitt í frumur sem ekki eru í skiptingu. Nokkur árangur hefur náðst með genaferjum byggðum á HIV. Kostir mæði-visnuveiru eru meðal ann- ars þeir að erfðamengi hennar er einfalt og hún innheldur dUTPasa sem gæti lækkað stökkbreytitíðni. Með henni væri einnig hægt að búa til heilsteypt genaflutningstilraunakerfi í hentugu dýramódeli. Efniviður og aðferðir: Við höfum búið til þriggja-plasmíða gena- ferjukerfi úr erfðaefni frá tímgunarhæfum mæði-visnuveiru klónum KV1772 og LV1-1KS2. Ferjuplasmíðið innheldur mæði-visnuveiru cis raðir ásamt 6-galaktósíðasa geninu undir stjórn cýtómegalóveiru stýrilsins (CMV). Pökkunarplasmíðin innhalda mæði-visnuveiru trans raðir og var mæði-visnuveiru stýriröðum skipt út fyrir CMV stýrilinn og SV40 large T polyA. í fyrstu gerð genaferjukerfis voru gag, pol, vif og tat komið fyrir á einu pökkunarplasmíðinu en env og rev á hinu. Fetal ovine synovial (FOS) frumur og NIH 3T3 frumur voru innleiddar með plasmíðunum til að pakka genaferjunni. Niðurstöður: Env tjáning olli frumuskemmdum í FOS en ekki í NIH 3T3 frumum. Hvorki tókst að sýna fram á veiruleiðslu í FOS né NIH 3T3 frumurn með fyrstu gerð genaferjukerfis. í annarri gerð genaferjukerfis var rev/env plasmíðinu skipt út fyrir G-hjúpprótínið frá vesicular stomatitis veirunni (VSV-G) og rev komið fyrir á gag- pol plasmíðinu. Þá var mæði-visnuveiru U3 stýrlinum skipt út fyrir CMV stýrilinn til að hægt væri að pakka kerfinu í 293T frumulín- unni. Þetta genaferjukerfi framleiddi 6 x 10' ferju-RNA eintök/ml, mælt með rauntíma PCR sem byggist á vokorkuflutningi. Hins vegar var veiruleiðsla einungis um 200 veiruleiðslu einingar/ml. E 90 Fríar kjarnsýrur í blóðvökva sjúklinga með skerta nýrna- starfsemi Magnús Konráðsson , Jónína Jóhannsdóttir’, Steinunn Kristjánsdóttir’, Runólfur Pálsson2, Jón Jóhannes Jónsson’ 'Lífefna og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ og meinefnafræðideild Rann- sóknarstofnunar Landspítalans, 'lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: jonjj@hi.is Inngangur: Vaxandi áhugi er fyrir mælingum á fríum kjamsýrum í blóðvökva til marks um vefjaskemmdir eða æxlisvöxt, sérstaklega eftir tilkomu ofurnæmra aðferða sem leyfa mælingar á kjarnsýrum í attómólar styrk. Sýnt hefur verið fram á verulega hækkun frírra kjarnsýra í blóðvökva við aukna umsetningu frurnna, til dæmis hjá sumum einstaklingum með krabbamein. Forsendur þess að mæling- ar á fríum kjarnsýrum verði nothæfar sem meinefnapróf eru aukin þekking á efnaskiptum þeirra og ferli útskilnaðar. Efniviður og aðferðir: Til þess að skoða hvorl nýru taki þátt í hreinsun frírra kjarnsýra úr blóðvökva voru þær mældar í blóð- vökva sjúklinga með mikið skerta gaukulsíun (24 sjúklingar með langvinna nýrnabilun, þar af 11 í blóðskilun). Til samanburðar voru kjarnsýrur mældar í blóðvökva heilbrigðra (n=5) og sjúklinga með krabbamein (n=13). Við einangrun frírra kjarnsýra úr blóðvökva voru notaðar kísilbindisúlur en við magnmælingar var beitt nýtil- Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 0 0/86 53

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.