Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 53
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I voru þeir einstaklingar teknir inn sem höfðu psoriasisskellur við skoðun. Niðurstöður: Verulegur munur var á klínískum einkennum milli þessara tveggja hópa. Sjúklingar með Cw6 voru yngri þegar sjúk- dómur þeirra byrjaði (p=3*10-7), dropa-psoriasis einskorðaðist við þennan hóp (p=9*10-9) og þeir höfðu einnig dreifðari sjúkdóm (p=0,001) og verri (p=0,003). Hærri tíðni á Koebner fyrirbærinu var hjá þessum hópi (p=0,005), þeir fundu frekar fyrir bötnun í sól (p=0,008) og versnun í kjölfar sýkinga, sérstaklega hálsbólgu (p=0,02). Afmyndaðar neglur af psoriasis voru algengari í Cw6 nei- kvæða hópnum (p=0,002) og tilhneiging var fyrir psoriasis liðagigt að vera algengari í þessum hópi (p=0,135). Alyktanir: Greining á erfðamynstri psoriasissjúklinga bendir til þess að tilurð sjúkdómsins byggist að minnsta kosti á tveimur mis- munandi arfgerðum sem hafa mismunandi klínísk birtingarform. E 88 Bygging og tjáning Mitf umritunarþáttarins í ávaxtaflug- unni Drosophilu melanogaster Jón H. HallssonChad Stivers2, Ward F. Odenwald2, Heinz Arnheiter2, Eiríkur Steingrímsson’ 'Lífefna- og sameindalíffríeði, læknadeild HÍ, 2National Institute of Neurological Disorder and Stroke, NIH, Bethesda, Maryland, USA Netfang: eirikurs@hi.is Microphthalmia (Mitf) prótínið er umritunarþáttur af fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix Leucine zipper (bHLH-LZ) prótína og er nauðsynlegur fyrir eðlilega þroskun augna, litfrumna (melanocyt- es), mastfrumna og beinátsfrumna (osteoclasts) í mús. Prótín í þess- ari fjölskyldu geta bundist svokallaðri E-box DNA röð sem eins- eða mistvenndir og virkjað umritun. Mitf genið hentar vel fyrir rannsóknir á in vivo virkni umritunarþátta þar sem Mitf stökk- breyttar mýs ná fullorðinsaldri en bera sýnilega svipgerð. Virkni Mitf prótínsins er stjórnað af boðleið og veitir það tækifæri til að rannsaka áhrif boðleiða í lífverunni. Enn fremur þjóna mýsnar sem módel fyrir sjúkdóm í mönnum þar sem stökkbreytingar í Mitfgen- inu valda Waardenburg heilkenni af gerð IIA og Tietz heilkenni. Auk stökkbreytinga í mönnum og mús eru Mitf stökkbreytingar þekktar í hamstri, hænu og sebrafiski og hafa þær allar áhrif á augn- þroskun og litfrumur. Gen skyld Mitferu einnig þekkt i C. elegans, gersveppum og ascidian, þó svo að ekki hafi verið lýst stökkbreyt- ingum í geninu í þessum lífverum eða hlutverki. Þrátt fyrir þetta hafa rannsóknir á starfsemi og virkni Mf/hingað til einskorðast við músina. Athyglisvert er að eitt mikilvægasta tilraunadýr erfðafræð- innar hefur enn ekki komist á blað í þessum rannsóknum, það er á- vaxtaflugan Drosophila melanogaster. Hér kynnum við Mitf gen í erfðamengi ávaxtaflugunnar og prótínafurð þess. Auk þess munum við lýsa tjáningarmynstri gensins í þroskun flugunnar og bera amínósýruröð prótínsins saman við önnur prótín í Mitf fjölskyld- unni í öðrum lífverum. Að lokum munum við lýsa aðferðum sem notaðar verða til að greina hlutverk Mitf gensins í Drosophilu. Von- ast er til að rannsóknir þessar veiti nýja innsýn í stjórnun, starfsemi, hlutverk og boðleiðir Mitf gensins. E 89 Smíði genaferja byggðum á mæði-visnuveiru Helga Bjarnadóttir , Janus Guðnasonl, Guðrún Dóra Clarke', Hildur Helgadóttir1' Valgerður Andrésdóttir2, Jón Jóhannes Jónsson' 'Lífefna- og sameindalíffræöistofa læknadeilar HÍ, meinefnafræðideild Landspítala Hringbraut, 'Tilraunastdö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: hbjarna@hi.is Inngangur: Markmið verkefnisins er smíði genaferja byggðum á mæði-visnuveiru (MW). Lentiveirur eins og mæði-visnuveirur hafa þann markverða eiginleika að geta sýkt og innlimað erfðaefni sitt í frumur sem ekki eru í skiptingu. Nokkur árangur hefur náðst með genaferjum byggðum á HIV. Kostir mæði-visnuveiru eru meðal ann- ars þeir að erfðamengi hennar er einfalt og hún innheldur dUTPasa sem gæti lækkað stökkbreytitíðni. Með henni væri einnig hægt að búa til heilsteypt genaflutningstilraunakerfi í hentugu dýramódeli. Efniviður og aðferðir: Við höfum búið til þriggja-plasmíða gena- ferjukerfi úr erfðaefni frá tímgunarhæfum mæði-visnuveiru klónum KV1772 og LV1-1KS2. Ferjuplasmíðið innheldur mæði-visnuveiru cis raðir ásamt 6-galaktósíðasa geninu undir stjórn cýtómegalóveiru stýrilsins (CMV). Pökkunarplasmíðin innhalda mæði-visnuveiru trans raðir og var mæði-visnuveiru stýriröðum skipt út fyrir CMV stýrilinn og SV40 large T polyA. í fyrstu gerð genaferjukerfis voru gag, pol, vif og tat komið fyrir á einu pökkunarplasmíðinu en env og rev á hinu. Fetal ovine synovial (FOS) frumur og NIH 3T3 frumur voru innleiddar með plasmíðunum til að pakka genaferjunni. Niðurstöður: Env tjáning olli frumuskemmdum í FOS en ekki í NIH 3T3 frumum. Hvorki tókst að sýna fram á veiruleiðslu í FOS né NIH 3T3 frumurn með fyrstu gerð genaferjukerfis. í annarri gerð genaferjukerfis var rev/env plasmíðinu skipt út fyrir G-hjúpprótínið frá vesicular stomatitis veirunni (VSV-G) og rev komið fyrir á gag- pol plasmíðinu. Þá var mæði-visnuveiru U3 stýrlinum skipt út fyrir CMV stýrilinn til að hægt væri að pakka kerfinu í 293T frumulín- unni. Þetta genaferjukerfi framleiddi 6 x 10' ferju-RNA eintök/ml, mælt með rauntíma PCR sem byggist á vokorkuflutningi. Hins vegar var veiruleiðsla einungis um 200 veiruleiðslu einingar/ml. E 90 Fríar kjarnsýrur í blóðvökva sjúklinga með skerta nýrna- starfsemi Magnús Konráðsson , Jónína Jóhannsdóttir’, Steinunn Kristjánsdóttir’, Runólfur Pálsson2, Jón Jóhannes Jónsson’ 'Lífefna og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ og meinefnafræðideild Rann- sóknarstofnunar Landspítalans, 'lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: jonjj@hi.is Inngangur: Vaxandi áhugi er fyrir mælingum á fríum kjamsýrum í blóðvökva til marks um vefjaskemmdir eða æxlisvöxt, sérstaklega eftir tilkomu ofurnæmra aðferða sem leyfa mælingar á kjarnsýrum í attómólar styrk. Sýnt hefur verið fram á verulega hækkun frírra kjarnsýra í blóðvökva við aukna umsetningu frurnna, til dæmis hjá sumum einstaklingum með krabbamein. Forsendur þess að mæling- ar á fríum kjarnsýrum verði nothæfar sem meinefnapróf eru aukin þekking á efnaskiptum þeirra og ferli útskilnaðar. Efniviður og aðferðir: Til þess að skoða hvorl nýru taki þátt í hreinsun frírra kjarnsýra úr blóðvökva voru þær mældar í blóð- vökva sjúklinga með mikið skerta gaukulsíun (24 sjúklingar með langvinna nýrnabilun, þar af 11 í blóðskilun). Til samanburðar voru kjarnsýrur mældar í blóðvökva heilbrigðra (n=5) og sjúklinga með krabbamein (n=13). Við einangrun frírra kjarnsýra úr blóðvökva voru notaðar kísilbindisúlur en við magnmælingar var beitt nýtil- Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 0 0/86 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.