Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 60
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Tilgangur: Markmið verkefnisins er að kanna hvenær innri sníkju- dýr/sýklar taka að berast í þorskseiði á fyrsta og öðru aldursári og hver framvinda sýkingar verður. Efniviður og aðferðir: Lokið er skoðun á um 1000 seiðum, tveggja, fjögurra, sex, 10 og 18 mánaða gömlum, sem safnað var 1998-1999. Seiðin voru ýmist rannsökuð strax; sett í formalín-dúa til vefjarann- sóknar og sníkjudýraskoðunar eða fryst til sníkjudýra- eða veiru- rannsóknar síðar. Blóðsýni voru tekin til veiru- og sníkjudýrarann- sókna úr seiðum sex mánaða og eldri. Niðurstöður: Eftirtalin innri sníkjudýr hafa fundist: Frumdýr (- Protozoa): Hnísildýr (Coccidia), Loma sp. og Myxosporea. Ögður (Digenea); Brachyphallus crenatus, Derogenes varicus, Lepida- pedon elongatum, Podocotyle atomon, Prosorhynchoides graci- lescens, Stephanostomum sp. Bandormar (Cestoda): Pseu- dophyllidea og aðrar “plerocercoid” lirfur. Þráðormar (Nematoda): Anisakis simplex, Cucullanus cirratus, Hysterothylacium aduncum, Pseudoterranova decipiens. Krókhöfðar (Acanthocephala): Cor- ynosoma sp., Echinorhynchus gadi. Innri sníkjudýr fundust fyrst í tveggja mánaða gömlu seiði. Að minnsta kosti sex tegundir sníkju- dýra hafa fundist í fjögurra mánaða seiðum, 11 í sex mánaða, 11 í 10 mánaða og 17 í 18 mánaða seiðum. Sumar tegundir sníkjudýra (D. varicus, P. atomon, A. simplex) náðu 100% tíðni og fjöldi varð allt að 270 (L. elongatum) í seiði. Aðrar sýkingar: Ichthyophonus hoferi sveppasýking í ýmsum líffærum, epitheliocystis í tálknum (bakteríu- sýking) og æxli í gervitálknum. Þessar sýkingar fundust fyrst í sex mánaða seiðum. í blóðsýnum fundust engin merki sýkingar. Niður- stöður veirurannsókna liggja ekki enn fyrir. Tíðni einstakra tegunda sníkjudýra svo og einstaklingsfjöldi þeirra í hverju seiði jókst jafnan með aldri seiðanna, en þó var munur eftir veiðisvæðum og milli ára. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Rannsóknarráði íslands og Lýðveld- issjóði. V 08 Ormar í meltingarvegi og lungum geita á íslandi, tíðni þeirra og magn Árni Kristmundsson, Siguröur H. Richter Tilraunastöö HI í meinafræði að Keldum Netfang: shr@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða ormategundir fyndust í geitum, tíðni þeirra og magn. Þetta er fyrsta skipulega rannsóknin á sníkjudýrum í geitum á íslandi. Efniviður og aðferðir: í sláturtíðinni í september-október 1998 var safnað meltingarvegum úr alls 15 kiðum, frá alls átta bæjum á Vest- ur- og Norðurlandi. Leitað var í meltingarvegunum að fullþroska ormum. Lengd allra bandormsbúta var mæld. Allir þráðormar stórvaxnari tegunda voru tegundagreindir og taldir. Til að áætla fjölda smávaxnari þráðorma- tegunda voru tekin hlutasýni (1/25), karldýr tegundagreind og talin og margfaldað með tveimur vegna kvendýra. Leitað var í lungna- berkjum að fullþroska þráðormum og í saur að lirfum þráðorma sem lifa í lungum. Niðurstöður: Bandormur: Moniezia expansa (tíðni 20% / meðal- heildarlengd orma í sýktum kiðum 3,31 m / mesta-heildarlengd orma í kiði 6,25 m). Stórir þráðormar: Chabertia ovina (tíðni 27% / meðalfjöldi í sýktum kiðum 5,3 / hámarksfjöldi í kiði 16); Oesophagostomum venulosum (7% / 2/ 2); Trichuris ovis (53% / 2,3 / 7). Litlir þráðormar: Teladorsagia circumcincta (+ T. trifurcata og T. davtiani) (fundin tíðni 100% / meðalfjöldi ef sýking fannst 2238 / há- marksfjöldi í kiði 5250); Trichostrongylus capricola (40% / 117 / 250); Nematodirus fdicollis (87% / 177 / 450); N. spathiger (60% / 261 / 500). Lungnaþráðormur: Muellerius capillaris lirfur í saur (tíðni 46% / meðalfjöldi í g saurs í sýktu kiði 21 / hámarksfjöldi í g saurs í kiði 53). Alyktanir: Ormategundirnar, tíðni þeirra og magn er ekki ólíkt því sem vænta mætti í lömbum á Islandi á sama aldri og árstíma. Aðrar ormategundir, sem fundist hafa í meltingarvegi og lungum sauðfjár á íslandi en fundust ekki í þessari rannsókn, eru sjaldgæfari og er það líklega meginorsök þess að þeirra varð ekki vart. V 09 Campylobacter faraldur í mönnum á íslandi 1998-2000 Hjördís Harðardóttir , Haraldur Briem2, Karl G. Kristinsson' 'Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, :landlæknisembættið Netfang: hjordish@rsp.is Inngangur: Frá 1980 hefur verið leitað að Campylobacter í öllum saursýnum, sem borist hafa sýklafræðideild Landspítala Hringbraut frá sjúklingum með niðurgang. Arið 1996 varð leyfilegt að selja ferskt fuglakjöt í verslunum hér á landi. í kjölfar þess jókst neysla fersks kjúklingakjöts verulega. Mikil aukning Campylobacter sýk- inga í mönnum árið 1998 leiddi til umfangsmikillar faraldsfræðilegr- ar könnunar. Efniviöur og aðferðir: Rannsóknastofur og læknar tilkynna sótt- varnalækni jafnóðum um Campylobacter tilfelli. Kannað er hvort sjúklingur hafi smitast innanlands eða erlendis, hver sé líkleg upp- spretta smits og hvort um hópsýkingu geti verið að ræða. Haft var náið samstarf við yfirdýralæknisembættið og Hollustuvernd, sem hafa eftirlit með útbreiðslu Campylobacter í dýrum og matvælum. Niðurstöður: Nýgengi Campylobacter sýkinga í mönnum hélst mjög lágt allt fram til ársins 1996 (meðaltal 14,6/105). Upp úr því fór það vaxandi og var 33,1; 34,7; 80,4 og 157 árin 1996,1997,1998 og 1999. Aukningin var mest áberandi í aldurshópnum 20-29 ára og yfir sum- armánuðina. Langflestar sýkinganna reyndust innlendar og tengd- ust oftast neyslu á kjúklingum. Við rannsókn á matvælum í stór- mörkuðum fannst Campylobacter í 44% sýna af kjúklingakjöti, en ekki í öðrum matvælum. Vorið 1999 var gripið til íhlutandi aðgerða. Séu bornir saman fyrstu átta mánuðir áranna 1999 og 2000 hefur orðið 73% fækkun á innlendum og 51% fækkun á heildarfjölda til- fella. Ályktanir: Árin 1998 og 1999 varð faraldur Campylobacter sýkinga í mönnum á íslandi. íhlutandi aðgerðir hófust vorið 1999 og var höfuðáhersla lögð á að draga úr Campylobacter mengun í kjúklingakjöti og að fræða starfsfólk í matvælaiðnaði og almenna neytendur um rétta meðhöndlun matvæla. í kjölfarið hefur sýking- um fækkað marktækt. V 10 Rafeindasmásjárrannsókn á virkni mónókapríns gegn hópi B streptókokka Guðmundur Bergsson Jóhann Arnfinnsson2, Ólafur Steingrímsson3, Halldór Þormar' 'Líffræöistofnun HÍ, 'Rannsóknastofa í líffærafræöi læknadeild HÍ, 'sýklafræðideild Landspítalans Netfang: gudmundb@hi.is 60 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.