Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 60
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
Tilgangur: Markmið verkefnisins er að kanna hvenær innri sníkju-
dýr/sýklar taka að berast í þorskseiði á fyrsta og öðru aldursári og
hver framvinda sýkingar verður.
Efniviður og aðferðir: Lokið er skoðun á um 1000 seiðum, tveggja,
fjögurra, sex, 10 og 18 mánaða gömlum, sem safnað var 1998-1999.
Seiðin voru ýmist rannsökuð strax; sett í formalín-dúa til vefjarann-
sóknar og sníkjudýraskoðunar eða fryst til sníkjudýra- eða veiru-
rannsóknar síðar. Blóðsýni voru tekin til veiru- og sníkjudýrarann-
sókna úr seiðum sex mánaða og eldri.
Niðurstöður: Eftirtalin innri sníkjudýr hafa fundist: Frumdýr (-
Protozoa): Hnísildýr (Coccidia), Loma sp. og Myxosporea. Ögður
(Digenea); Brachyphallus crenatus, Derogenes varicus, Lepida-
pedon elongatum, Podocotyle atomon, Prosorhynchoides graci-
lescens, Stephanostomum sp. Bandormar (Cestoda): Pseu-
dophyllidea og aðrar “plerocercoid” lirfur. Þráðormar (Nematoda):
Anisakis simplex, Cucullanus cirratus, Hysterothylacium aduncum,
Pseudoterranova decipiens. Krókhöfðar (Acanthocephala): Cor-
ynosoma sp., Echinorhynchus gadi. Innri sníkjudýr fundust fyrst í
tveggja mánaða gömlu seiði. Að minnsta kosti sex tegundir sníkju-
dýra hafa fundist í fjögurra mánaða seiðum, 11 í sex mánaða, 11 í 10
mánaða og 17 í 18 mánaða seiðum. Sumar tegundir sníkjudýra (D.
varicus, P. atomon, A. simplex) náðu 100% tíðni og fjöldi varð allt
að 270 (L. elongatum) í seiði. Aðrar sýkingar: Ichthyophonus hoferi
sveppasýking í ýmsum líffærum, epitheliocystis í tálknum (bakteríu-
sýking) og æxli í gervitálknum. Þessar sýkingar fundust fyrst í sex
mánaða seiðum. í blóðsýnum fundust engin merki sýkingar. Niður-
stöður veirurannsókna liggja ekki enn fyrir.
Tíðni einstakra tegunda sníkjudýra svo og einstaklingsfjöldi þeirra í
hverju seiði jókst jafnan með aldri seiðanna, en þó var munur eftir
veiðisvæðum og milli ára.
Þakkir: Verkefnið er styrkt af Rannsóknarráði íslands og Lýðveld-
issjóði.
V 08 Ormar í meltingarvegi og lungum geita á íslandi, tíðni
þeirra og magn
Árni Kristmundsson, Siguröur H. Richter
Tilraunastöö HI í meinafræði að Keldum
Netfang: shr@hi.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hvaða
ormategundir fyndust í geitum, tíðni þeirra og magn. Þetta er fyrsta
skipulega rannsóknin á sníkjudýrum í geitum á íslandi.
Efniviður og aðferðir: í sláturtíðinni í september-október 1998 var
safnað meltingarvegum úr alls 15 kiðum, frá alls átta bæjum á Vest-
ur- og Norðurlandi.
Leitað var í meltingarvegunum að fullþroska ormum. Lengd allra
bandormsbúta var mæld. Allir þráðormar stórvaxnari tegunda voru
tegundagreindir og taldir. Til að áætla fjölda smávaxnari þráðorma-
tegunda voru tekin hlutasýni (1/25), karldýr tegundagreind og talin
og margfaldað með tveimur vegna kvendýra. Leitað var í lungna-
berkjum að fullþroska þráðormum og í saur að lirfum þráðorma
sem lifa í lungum.
Niðurstöður: Bandormur: Moniezia expansa (tíðni 20% / meðal-
heildarlengd orma í sýktum kiðum 3,31 m / mesta-heildarlengd
orma í kiði 6,25 m).
Stórir þráðormar: Chabertia ovina (tíðni 27% / meðalfjöldi í sýktum
kiðum 5,3 / hámarksfjöldi í kiði 16); Oesophagostomum venulosum
(7% / 2/ 2); Trichuris ovis (53% / 2,3 / 7).
Litlir þráðormar: Teladorsagia circumcincta (+ T. trifurcata og T.
davtiani) (fundin tíðni 100% / meðalfjöldi ef sýking fannst 2238 / há-
marksfjöldi í kiði 5250); Trichostrongylus capricola (40% / 117 /
250); Nematodirus fdicollis (87% / 177 / 450); N. spathiger (60% /
261 / 500).
Lungnaþráðormur: Muellerius capillaris lirfur í saur (tíðni 46% /
meðalfjöldi í g saurs í sýktu kiði 21 / hámarksfjöldi í g saurs í kiði
53).
Alyktanir: Ormategundirnar, tíðni þeirra og magn er ekki ólíkt því
sem vænta mætti í lömbum á Islandi á sama aldri og árstíma. Aðrar
ormategundir, sem fundist hafa í meltingarvegi og lungum sauðfjár
á íslandi en fundust ekki í þessari rannsókn, eru sjaldgæfari og er
það líklega meginorsök þess að þeirra varð ekki vart.
V 09 Campylobacter faraldur í mönnum á íslandi 1998-2000
Hjördís Harðardóttir , Haraldur Briem2, Karl G. Kristinsson'
'Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, :landlæknisembættið
Netfang: hjordish@rsp.is
Inngangur: Frá 1980 hefur verið leitað að Campylobacter í öllum
saursýnum, sem borist hafa sýklafræðideild Landspítala Hringbraut
frá sjúklingum með niðurgang. Arið 1996 varð leyfilegt að selja
ferskt fuglakjöt í verslunum hér á landi. í kjölfar þess jókst neysla
fersks kjúklingakjöts verulega. Mikil aukning Campylobacter sýk-
inga í mönnum árið 1998 leiddi til umfangsmikillar faraldsfræðilegr-
ar könnunar.
Efniviöur og aðferðir: Rannsóknastofur og læknar tilkynna sótt-
varnalækni jafnóðum um Campylobacter tilfelli. Kannað er hvort
sjúklingur hafi smitast innanlands eða erlendis, hver sé líkleg upp-
spretta smits og hvort um hópsýkingu geti verið að ræða. Haft var
náið samstarf við yfirdýralæknisembættið og Hollustuvernd, sem
hafa eftirlit með útbreiðslu Campylobacter í dýrum og matvælum.
Niðurstöður: Nýgengi Campylobacter sýkinga í mönnum hélst mjög
lágt allt fram til ársins 1996 (meðaltal 14,6/105). Upp úr því fór það
vaxandi og var 33,1; 34,7; 80,4 og 157 árin 1996,1997,1998 og 1999.
Aukningin var mest áberandi í aldurshópnum 20-29 ára og yfir sum-
armánuðina. Langflestar sýkinganna reyndust innlendar og tengd-
ust oftast neyslu á kjúklingum. Við rannsókn á matvælum í stór-
mörkuðum fannst Campylobacter í 44% sýna af kjúklingakjöti, en
ekki í öðrum matvælum. Vorið 1999 var gripið til íhlutandi aðgerða.
Séu bornir saman fyrstu átta mánuðir áranna 1999 og 2000 hefur
orðið 73% fækkun á innlendum og 51% fækkun á heildarfjölda til-
fella.
Ályktanir: Árin 1998 og 1999 varð faraldur Campylobacter sýkinga
í mönnum á íslandi. íhlutandi aðgerðir hófust vorið 1999 og var
höfuðáhersla lögð á að draga úr Campylobacter mengun í
kjúklingakjöti og að fræða starfsfólk í matvælaiðnaði og almenna
neytendur um rétta meðhöndlun matvæla. í kjölfarið hefur sýking-
um fækkað marktækt.
V 10 Rafeindasmásjárrannsókn á virkni mónókapríns gegn
hópi B streptókokka
Guðmundur Bergsson Jóhann Arnfinnsson2, Ólafur Steingrímsson3,
Halldór Þormar'
'Líffræöistofnun HÍ, 'Rannsóknastofa í líffærafræöi læknadeild HÍ, 'sýklafræðideild
Landspítalans
Netfang: gudmundb@hi.is
60
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86