Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 80
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ V 68 Undirflokkar GABA viðtaka og áhrif þeirra á sjónhimnurit rottna Þór Eysteinsson, Anna Lára Möller Lífeölisfræðistofnun HÍ Netfang: thoreys@hi.is Markmið: Að meta framlag taugafruma í sjónu er hafa mismunandi undirflokka viðtaka fyrir taugaboðefnið GABA í myndun a- og b- bylgja og sveifluspenna (OPs) sjónhimnurits (ERG) rottna. Efniviður og aðferðir: Sjónhimnurit var skráð með hornhimnu- skautum frá rottum sem svæfðar voru með ketamíni og xýlazíni, sem svar við hvítum ljósblikkum, 10 (isekúndur að tímalengd. GABA agonistar og hamlarar sem vitað er að verka á ljóssvörun taugafruma í innri flókalagi sjónhimnu var sprautað inn í augn- hlaup. Niðurstöður: GABA og GABA^ agónistinn isoguvacine (1 mM) fjarlægðu Ops úr svari, og lækkuðu spennu a- og b-bylgja. GABA^ hamlarinn bicuculline (0,1-1 mM) jók spennuútslag ERG rottna, þar á meðal OPs. GABAg agonistinn baclofen (0,1-0,5 mM) lækk- aði spennu a- og b-bylgja, án þess að hafa nokkur marktæk áhrif á sveifluspennur. GABAg hamlarinn CGP35348 (0,1-0,5 mM) jók spennu a- og b-bylgja, án marktækra áhrifa á sveifluspennur. GABAq agonistinn CACA (2,5 mM) lækkaði spennu allra þátta í ERG rottna, en GABA^ hamlarinn TPMPA (0,1-1 mM) lækkaði a- og b-bylgjur en hafði engin áhrif á sveifluspennur. Ályktanir: Taugafrumur í sjónhimnu er hafa GABAg viðtaka, lík- legast undirflokkur griplufrumna, taka ekki þátt í myndun sveiflu- spenna. GABAq viðtakar virðast heldur ekki gegna þar hlutverki. Aðeins GABA^ viðtakar virðast tengjast sveifluspennum, en allir undirflokkar GABA viðtaka a- og b-bylgjum. V 69 Áhrif glákulyfja á sjálfvirkni og samdrátt vakinn með raf- ertingu í sléttum vöðvum æða Sigríður Harpa Hafsteinsdóttir, Þór Eysteinsson, Stefán B. Sigurðsson Lífeölisfræöistofnun, læknadeild HÍ Netfang: stefsig@hi.is Markmið: Að skoða áhrif algengra glákulyfja, timolol (Blocadren,), dorzólamíð (Trusopt1", og Cosopt ' ,), á samdrátt æða. Efniviður og aðferðir: Hlutar úr portal bláæðum voru fjarlægðir úr rottum, tengdir við tognema, og settir í vefjabað er innihélt Krebs- lausn. Samdráttarkraftur í æðunum var mældur samfellt með með tognema og skráður á Grass sírita. Æðarnar sýndu reglubundna sjálfvirkni en voru einnig rafertar með reglubundnu millibili. Glákulyfjum var bætt út í vefjabaðið í mismunandi skömmtum. Niðurstöður: Hvert lyf var prófað á sex portal bláæðum, og styrkur lyfjanna í baðinu aukinn í skrefum. Til viðbótar voru fjórar æðar notaðar sem viðmiðunarhópur. Sjálfvirkni og samdráttarsvörun við rafertingu voru mæld við hvern lyfjastyrk, það er togkraftur og tíðni. Öll lyfin þrjú drógu úr samdráttarsvörun við rafertingu, það er taugasvörun æðanna, en höfðu engin marktæk áhrif á sjálfvirkni, hvorki togkraft né tíðni. Ályktanir: Hömlun beta viðtaka og hömlun kolanhýdrasa veldur breytingum í taugastjórnun æða. Sjálfvirkur samdráttur, sem kemur til vegna aukningar á kalsíum í innanfrumuvökva sléttra vöðva- frumna, og er óháður taugavirkni breytist ekki við hömlun beta við- taka eða á kolanhýdrasa. V 70 Áhrif melanókortína í stjórnun fituefnaskipta Védís H. Eiríksdóttir Pálmi Þ. Atlason’, Logi Jónsson’, Jón Ó. Skarp- héðinsson’, Helgi B. Schiöth2, Guðrún V. Skúladóttir’ 'Lífeðlisfræðistofnun HÍ,2 taugalíffræðideild Háskólans í Uppsölum Netfang: logi@hi.is Inngangur: Ofneysla kolvetna, prótína og fituefna veldur uppsöfn- un á fituforða. Hlutfall mettaðra- og ómettaðra fitusýra í fituvef endurspeglar fituefnaskipti í lifur. Leptín er hormón sem framleitt er í fituvef. Melanókortín (MC) viðtakar koma við sögu í stjórnun fæðutöku og líkamsþyngdar. Markmið þessa verkefnis var að kanna áhrif melanókortínviðtaka í heila á fituefnaskipti Efniviður og aðferðir: Karlkyns Wistar rottum var skipt í þrjá til- raunahópa. Einn hópurinn fékk sérhæfða MC-4 hindrann HS024, annar fékk MC-3 og -4 örvarann MT-II og viðmiðunarhópurinn fékk tilbúinn mænuvökva. Lyfjagjöf var haldið stöðugri í átta daga. Dýrin voru vegin og fæðutaka þeirra skráð. Blóð var tekið úr dýrun- um, blóðvökvi skilinn frá og styrkur fituefna og leptíns ákvarðaður. Niðurstöður: MT-II hópurinn léttist um 7% af upphafsþyngd sinni á tilraunatímabilinu og sýndi einkenni lystarstols. HS024 hópurinn sýndi hins vegar offitueinkenni og þyngdist um 10% af upphafs- þyngd sinni á sama tíma. Fæðutaka MT-II hópsins var einnig minni en fæðutaka HS024 hópsins. Styrkur leptíns var hærri hjá HS024 hópnum en hjá hinum tveimur hópunum. Styrkur blóðfitu var hærri hjá HS024 hópnum en hjá hinum tveimur hópunum. Styrkur mett- aðra og einómettaðra fitusýra var hærri í fríum fitusýrum hjá HS024 hópnum borið saman við hina tvo hópanna. Jákvæð fylgni var á milli magns fituvefs og styrks leptíns í HS024 hópnum. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að inngjöf á þessum hindra og örvara hafi áhrif á fituefnaskipti. Þrátt fyrir að allir hóparnir hefðu jafnan aðgang að fæðu þá var orkuinntaka HS024 hópsins meiri en hinna hópanna. Ennfremur sýna niðurstöðurnar að umframneysla á orkuefnum fór í myndun á mettuðum og einómettuðum fitusýrum. V 71 Melanókortínviðtakar og stjórnun fæðutöku og efna- skipta Pálmi Þ. Atlason’, Védís H. Eiríksdóttir', Logi Jónsson’, Guðrún V. Skúla- dóttir, Helgi B. Schiöth2, Jón Ó. Skarphéðinsson ' ’Lífeölisfræðistofnun HÍ,2 taugalíffræðideild Háskólans í Uppsölum Netfang: logi@hi.is Inngangur: Nýlega hefur verið sýnt fram á að viðtakar fyrir melanókortín (MC), eins og MSH (melanocyte stimulating hormo- ne) og ACTH (adrenocorticotropic hormone), eru lil staðar víða í taugakerfinu. Melanókortínviðtakarnir greinast í fimm undirflokka (MCl-5). MC4 viðtakinn, sem einungis hefur fundist í miðtauga- kerfinu, kemur við sögu í stjórnun fæðutöku og viðhaldi líkams- þyngdar. Fyrri rannsóknir benda til þess að MC-4 viðtakar hafi einnig áhrif á efnaskipti. Markmið þessarar tilraunar er að athuga nánar þau áhrif. Efniviðiir og aðferðir: Karlkyns Wistar rottum var skipt í þrjá til- raunahópa. Einn hópurinn fékk sérhæfða MC-4 hindrann HS024, annar fékk MC-3 og -4 örvarann MT-II og viðmiðunarhópurinn fékk tilbúinn mænuvökva. Lyfin og lyfleysan voru gefin inn í heila- hol með osmótískum ördælum sem komið var fyrir undir húð við herðakamb. Lyfjagjöf var haldið stöðugri í átta daga. Annan hvern dag var súrefnisupptaka dýranna mæld auk þess sem þau voru veg- in og fæðutaka þeirra skráð. 80 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.