Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 64
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Efniviður og aðferðir: Æðaflækjufrumur voru sýktar með röð af tvöföldum veiruþynningum og ræktaðar í æti með 5% lambasermi eða 5% kálfasermi, og vöxturinn borinn saman við sömu veiru- þynningar í 1% lambasermi. Niðurstöður og álvktanir: í ljós kom að bæði lambasermi og kálfa- sermi hafði hindrandi áhrif á vöxt mæði-visnuveiru og var hindrun- in 10-100 falt meiri í kálfasermi en lambasermi. Mæði-visnustofninn LVl-lKSl var um það bil 100 falt næmari fyrir sermi en stofn KV1772kv72/67. Ýmsar blendingsveirur af þessum tveimur stofn- um voru einnig prófaðar og kom í ljós að sermisnæmið fylgdi erfða- efnisbút sem náði yfir vif, tat og hluta af env geni. Ekki er vitað hvaða efni þessi sermishindri er, en tilgáta okkar er sú að þetta gæti verið náttúrulegur bindill á nemann sem veirurnar nota til þess að komast inn í frumur, og að þeir keppi um þessa nema við veirurnar. Munurinn á sermisnæmi veirustofnanna væri þá vegna mismunandi sækni stofnanna í nemann. V 20 Vaxtarhindrandi mótefnasvar í mæði-visnuveiru sýkingu Valgerður Andrésdóttir, Robert Skraban, Guðrún Agnarsdóttir, Sigríöur Matthíasdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Kcldum Netfang: valand@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveira helst eins og aðrar lentiveirur ævilangt í líkamanum þrátt fyrir öflugt ónæmissvar. Bæði frumubundið og vessabundið ónæmissvar virkjast, en deilt er um hvort vessabundna mótefnasvarið sé virkt í skepnunni við að hefta útbreiðslu veirunn- ar. Vaxtarhindrandi mótefni, sem eru sérhæfð fyrir stofninn sem sýkir dýrið, myndast tveimur til sex mánuðum eftir sýkingu. Önnur vaxtarhindrandi mótefni, sem eru breiðvirk, en venjulega ekki eins öflug og hin fyrri, myndast 2-48 mánuðum seinna í flestum kindum. Sama mynstur sést í HIV. Við höfum kortlagt ríkjandi vaxtarhindr- andi væki á breytilegu svæði í hjúpprótíni veirunnar. Markmið þess- arar rannsóknar var að komast að því hvort val væri fyrir veiru- stofna sem væru ekki óvirkjaðir af sérvirku mótefnasvari (og mótefnin því virk in vivo). Efniviður og aðferðir: Sautján kindur voru sýktar með visnuveiru K1514. Veirur voru ræktaðar úr blóði á ýmsum tímum og athugað hvort sérhæfð mótefni gegn K1514 hindraði þær. Breytilega svæðið sem við höfum kortlagt vaxtarhindrandi væki á, var magnað með PCR upp úr 10 veirustofnum sem höfðu komist undan sérhæfða mótefnasvarinu og 24 stofnum sem voru hindraðir af sérvirku mótefnunum. PCR afurðirnar voru raðgreindar. Niðurstöður og ályktanir: Allir veirustofnarnir sem höfðu komist undan sérvirka mótefnasvarinu höfðu stökkbreytingar á vækis- svæðinu, en aðeins einn af 24 stofnum sem voru hindraðir af sér- virku mótefnunum. Allar stökkbreytingarnar nema ein voru amínósýrubreytingar, en það bendir til þess að um val sé að ræða. Einnig kom í ljós að allar veirurnar sem höfðu komist undan sér- virku mótefnunum voru einangraðar úr kindum sem aðeins höfðu sérvirk mótefni en ekki breiðvirk. Niðurstöðurnar benda til þess að vaxtarhindrandi mótefni séu virk í kindum sem eru sýktar með mæði-visnuveiru. V 21 Hvernig kemst mæði-visnuveiran inn í taugakerfið? Þórður Óskarsson, Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Valgerð- ur Andrésdóttir Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: valand@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveira (MVV) tilheyrir flokki lentiveira og er því náskyld eyðniveirunni (HIV-1 og HIV-2). Veiran veldur aðal- lega lungnabólgu, en oft veldur hún einnig heilabólgu, og var tauga- sjúkdómur (visna) aðaleinkenni í sumum kindahjörðum, þegar veiran gekk hér á landi á árunum 1933-1965. Sett hefur verið fram sú tilgáta, að sumir mæði-visnuveiru stofnar séu heilasæknari en aðrir, og hafa slíkar tilgátur einnig verið settar fram um HIV-1 stofna. Mæði-visnuveiru stofnar úr mæðilungum og visnuheilum hafa verið rannsakaðir á Keldum, og hefur fundist endurtekin núk- leotíðröð í stjórnröðum (LTR; long terminal repeats) sem er nauð- synleg til þess að veiran geti vaxið í æðaflækjufrumum, liðþelsfrum- um og fíbróblöstum. í þessari tilraun voru útbúnar veirur sem eru með ýmsar úrfellingar úr þessari endurteknu röð til þess að athuga hvaða basar væru nauðsynlegir fyrir vöxt í þessum frumum. Einnig var magnað upp veiru-DNA úr formalín-fixeruðum heila- og lungnasýnum úr kindum sem höfðu verið með visnu eða mæði og athugað hvort þessi tvöföldun fannst í þessum sýnum. Efniviður og aðfcrðir: Fjórar gerðir af úrfellingum, 5-20 basar, voru gerðar með PCR aðferð í annað eintak tvöföldunar í LTR í klónuðu veirunni KV1772kv72/67. Æðaflækjufrumur og hnattkjarna át- frumur voru sýktar með stökkbreyttu veirunum sýni tekin daglega til víxlritamælinga. DNA var einangrað úr vaxkubbum á hefðbund- inn hátt og PCR afurðir raðgreindar. Tvö heilasýni (úr visnukind- um), annað frá 1949 en hitt frá 1962, og eitt lungnasýni (úr mæði- kind) frá 1962 voru athuguð. Niðurstöður og ályktanir: Við fundum fimm basapara úrfellingu sem nægir til að hindra vöxt veiranna. Átfrumur eru aðalmarkfrum- ur mæði-visnuveira í náttúrulegri sýkingu, en veirurnar þurfa ekki þessa tvöföldun í LTR til þess að sýkja átfrumur. I ljós kom að bæði visnusýnin úr náttúrulegri sýkingu höfðu þessa fimm basa tvöfalda, en ekki mæðisýnið. Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að veirurnar þurfi ef til vill að vaxa í öðrum frumugerðum en átfrum- um til þess að komast inn í heila. V 22 Vif prótín (viral infectivity factor) er nauðsynlegt fyrir vöxt mæði-visnuveiru Helga Bryndís Kristbjörnsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Stefán R. Jónsson, Ólafur S. Andrésson, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: valand@hi.is Inngangur: Lentiveirur eru flokkur retróveira sem valda langvinn- um sjúkdómum í spendýrum. Meðal lentiveira eru alnæmisveiran (HIV) í mönnum og mæði-visnuveiran (MVV) í kindum. Allar retróveirur hafa sams konar gen fyrir byggingarprótín og ensím, það er gag, pol og env. Auk þessara gena hafa lentiveirur stjórn- og aukagen, sem hafa áhrif á lífsferil veirunnar. Eitt þessara gena er vif (viral infectivity factor). Prótínið sem þetta gen skráir er nauðsyn- legt fyrir vöxt HIV-1 og SIV í flestum frumum og fyrir sýkingu in vivo. Hlutverk Vif er óþekkt en nokkrar hugmyndir eru uppi. Talið er að Vif verki á síðustu stigum lífsferils veiranna, það er við mynd- un nýrra veiruagna eða knappskot þeirra úr frumum. í þessari rann- 64 Læknabladið / FYLGIRIT 40 2000/86 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.