Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 34
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ ena gæti því mögulega hamið áhrif lýsisins. Niðurstöður okkar styðja þá kenningu, að áhrif lýsis séu, að minnsta kosti að hluta til, vegna áhrifa á leukótríen framleiðslu. E 31 Tilraunasýking í barka með mæði-visnuveiru gefur góða raun Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Nanna Viðarsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Guðmundur Pétursson Tilraunaslöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: sibbath@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveira (MVV) er lentiveira í kindum náskyld HIV í mönnum. Veiran smitast meðal annars um öndunarfæri þannig að reynt var að finna auðvelda aðferð til að sýkja slímhúð öndunarfæra. Efniviður og aðferðir: Prófað var að sýkja í nef annars vegar og í barka hins vegar. Einnig þurfti að finna hæfilegan skammt til að smita með í bólusetningartilraunum (challenge). Prófað var með mótefnamælingu og veiruræktun úr blóði hvort kindurnar hefðu sýkst. Niðurstöður: Nefsýking: Úðað var í nef 0,5 ml af MVV klóni KV1772-kv72/67 í títer 107,106,105, 104 oglO' TCID* (Tissue culture infectious doseso). Ein kind var sýkt með hverjum skammti í for- könnun. Sex mánuðum eftir sýkingu var einungis kindin sem fékk hæsta veiruskammtinn (107 TCIDso) sýkt. Sýking í nef var því ekki prófuð frekar. Barkasýking: í forkönnun kom í ljós að mun minni veiruskammt þurfti til sýkingar í barka svo að sú leið var prófuð nánar. Kindur voru deyfðar með 0,2 ml af Rompun® í æð og 1 ml af MVV klóni KV1772-kv72/67 í títer 106, 105, 104 ,103, 102, 10' og 1 TCID» var sprautað í barka. Tvær kindur voru sýktar með 106 en fjórar með hinum skömmtunum. Innan sex mánaða voru allar kindur sýktar sem fengu 106,105, 104 1 0', 102 TCIDm og tvær af fjórum sem fengu 10 veirur en engin sem sýkt var með einni veiru. Samkvæmt því reynd- ist hæfilegur sýkingarskammtur í barka, þar sem helmingur kinda í hópi sýktist, vera 10 veirur. Ályktanir: Sýking í barka er því einföld og mjög árangursrík aðferð fyrir tilraunasýkingar og smitanir með mæði-visnuveiru. E 32 Áhrif TGFb á þroskunarferil Th1 og Th2 CD4+ T frumna Björn R. Lúðvíksson , Diana Seegers', Andrew S. Resnick’, Warren Strober' 'Mucosal Immunity Section, LCI, NIAID, NIH, Bethesda, MD, USA, 'Rannsókna- stofa Háskólans í ónæmisfræði Netfang: bjornlud@rsp.is Inngangur: Misvísandi niðurstöður liggja fyrir um áhrif TGFB á þroskunarferil T-frumna. Helsta ástæða þess kann að liggja í mis- munandi þroskastigum og tegundar þeirra T-frumna sem rannsak- aðar hafa verið. Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn voru áhrif TGFB rannsök- uð á bæði óþroskaðar og minnis- CD4+ T-frumur. Eftir einangrun voru CD4+ T frumur (>96% hreinar) frá OVA-TCR og Cytochrome-C-TCR Tg músa ræstar undir hlutlausum, Thl eða Th2 aðstæðum. Niðurstöður: í ljós kom að TGFB er kröftugur hemjari frumsvars T- frumna undir hlutlausum, Thl eða Th2 aðstæðum. Auk þess kom í ljós að óþroskaðar T-frumur sem höfðu verið ræstar undir áhrifum TGFB sýndu minni ræsingu við endurörvun. Við þessar aðstæður var ekki hægt að sýna fram á minnkaða tjáningu örvunar viðtak- anna CD28, B7-1/2 eða CD25. Jafnframt var ekki hægt að rekja þessi hamlandi áhrif TGFB til minnkaðrar IL-2 framleiðslu. Annars konar áhrifa gætti á minnisfrumur. Til að ná marktækri hömlun á ræsingu minnis Thl CD4+ T-frumna þurfti 10X hærri styrk TGF6 miðað við næmni óþroskaðra T-frumna fyrir því í frum- svari. Undir slíkum kringumstæðum virðist TGFþ leiða til minnk- aðrar tjáningar IL-12 viðtakans (IL-12RB2). Athygli vakti að ekki var hægt að sýna fram á minnkaða ræsingu STAT4 undir þessum kringumstæðum. Hins vegar hefur TGFB ekki áhrif á ræsingu Th2 minnisfrumna hvort heldur þegar litið er á frumufjölgun, cítókín- framleiðslu eða STAT6 ræsingu. Ályktanir: Af þessu er ljóst að áhrifa TGFB er fyrst og fremst að gæta við frumsvar CD4+ T frumna og slíkt kann að vera grundvöll- ur fyrir ónæmisbælandi áhrifum TGFB. Mikilvægt er að rannsaka frekar hvernig TGFB miðlar þessum áhrifum þar sem slík vitneskja getur leitt í ljós sértækar meðferðarleiðir til ónæmisbælingar. E 33 Stýrður frumudauði í þroskaferli forvera megakarýócýta in vitro Ólafur Eysteinn Sigurjónsson', Kristbjörn Orri Guðmundsson', Vil- helmína Haraldsdóttir2, Þórunn Rafnar3, Bjarni A. Agnarsson4, Sveinn Guð- mundsson' 'Blóðbankinn, 'Landspítaii Fossvogi, 'Urður Verðandi Skuld, 'Rannsóknastofa HÍ í meinafræði Netfang: oes@rsp.is Inngangur: Vaxtaþættirnir Tlirombopoietin (TPO) og Flt3/flk2 (FL) hafa áhrif á þroska megakarýócýta (MK) frá blóðmyndandi stofnfrumum (HSC) og á fjölgun (expansion) blóðmyndandi stofn- frumna. Ein tilgáta er að TPO og FL hafi þau áhrif á þroska mega- karýócýta að draga úr stýrðum frumudauða (apoptósu) og ýta þannig undir fjölgun þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif TPO og FL á þroskun megakarýócýta frá CD34+ frumum úr beinmerg með greiningu á tjáningu yfirborðssameinda og stýrðum frumudauða. Efniviður og aðferðir: CD34+ frumur eru einangraðar úr beinmerg með mótefnahúðuðum segulkúlum og ræktaðar í serumfríu æti með og án vaxtarþátta. Frumur eru greindar í frumuflæðisjá (FCM) með mótefnum gegn CD41, CD34 og HLA-DR sameindum. Stýrður frumudauði er metinn í frumuflæðisjá með PI og Annexin-V litun. Niðurstöður: Fjölgun náði hámarki á 14. degi með TPO og TPO/FL (9-falt vs 16-falt). Hlutfall CD41+CD34+ frumna, af heildarfjölda frumnanna, náði hámarki á sjöunda degi og var 26% í rækt með TPO og 16% með TPO/FL. Hlutfall CD41+CD34- frumna eftir 14 daga í rækt var 57% með TPO og 39% með TPO/FL. Hlutfall CD41+CD34- frumna eftir 21 dag í rækt var 77% með TPO og 56% með TPO/FL. Hlutfall frumna í stýrðum frumudauða (Annexin- V+PI-) eftir 14 daga í rækt var 23% með TPO og 21 % með TPO/FL (p=l,106). Hlutfall frumna í stýrðum frumudauða eftir 21 dag í rækt var 53% með TPO og 41% með TPO/FL (p=0,003). CD34+ frum- ur ræktaðar án vaxtarþátta reyndust ekki lífvænlegar. Ályktanir: TPO getur eitt og sér stuðlað að þroska CD41+ frumna (MK) úr CD34+ frumum úr beinmerg. FL í samvinnu við TPO eyk- ur fjölda megakarýócýta-forverafrumna meira heldur en TPO eitt og sér, en hægir aftur á móti á þroskanum. Ekki var marktækur munur á stýrðum frumudauða eftir 14 daga en eftir 21 dag var mun- 34 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.