Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Page 34
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ ena gæti því mögulega hamið áhrif lýsisins. Niðurstöður okkar styðja þá kenningu, að áhrif lýsis séu, að minnsta kosti að hluta til, vegna áhrifa á leukótríen framleiðslu. E 31 Tilraunasýking í barka með mæði-visnuveiru gefur góða raun Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Nanna Viðarsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Guðmundur Pétursson Tilraunaslöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: sibbath@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveira (MVV) er lentiveira í kindum náskyld HIV í mönnum. Veiran smitast meðal annars um öndunarfæri þannig að reynt var að finna auðvelda aðferð til að sýkja slímhúð öndunarfæra. Efniviður og aðferðir: Prófað var að sýkja í nef annars vegar og í barka hins vegar. Einnig þurfti að finna hæfilegan skammt til að smita með í bólusetningartilraunum (challenge). Prófað var með mótefnamælingu og veiruræktun úr blóði hvort kindurnar hefðu sýkst. Niðurstöður: Nefsýking: Úðað var í nef 0,5 ml af MVV klóni KV1772-kv72/67 í títer 107,106,105, 104 oglO' TCID* (Tissue culture infectious doseso). Ein kind var sýkt með hverjum skammti í for- könnun. Sex mánuðum eftir sýkingu var einungis kindin sem fékk hæsta veiruskammtinn (107 TCIDso) sýkt. Sýking í nef var því ekki prófuð frekar. Barkasýking: í forkönnun kom í ljós að mun minni veiruskammt þurfti til sýkingar í barka svo að sú leið var prófuð nánar. Kindur voru deyfðar með 0,2 ml af Rompun® í æð og 1 ml af MVV klóni KV1772-kv72/67 í títer 106, 105, 104 ,103, 102, 10' og 1 TCID» var sprautað í barka. Tvær kindur voru sýktar með 106 en fjórar með hinum skömmtunum. Innan sex mánaða voru allar kindur sýktar sem fengu 106,105, 104 1 0', 102 TCIDm og tvær af fjórum sem fengu 10 veirur en engin sem sýkt var með einni veiru. Samkvæmt því reynd- ist hæfilegur sýkingarskammtur í barka, þar sem helmingur kinda í hópi sýktist, vera 10 veirur. Ályktanir: Sýking í barka er því einföld og mjög árangursrík aðferð fyrir tilraunasýkingar og smitanir með mæði-visnuveiru. E 32 Áhrif TGFb á þroskunarferil Th1 og Th2 CD4+ T frumna Björn R. Lúðvíksson , Diana Seegers', Andrew S. Resnick’, Warren Strober' 'Mucosal Immunity Section, LCI, NIAID, NIH, Bethesda, MD, USA, 'Rannsókna- stofa Háskólans í ónæmisfræði Netfang: bjornlud@rsp.is Inngangur: Misvísandi niðurstöður liggja fyrir um áhrif TGFB á þroskunarferil T-frumna. Helsta ástæða þess kann að liggja í mis- munandi þroskastigum og tegundar þeirra T-frumna sem rannsak- aðar hafa verið. Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn voru áhrif TGFB rannsök- uð á bæði óþroskaðar og minnis- CD4+ T-frumur. Eftir einangrun voru CD4+ T frumur (>96% hreinar) frá OVA-TCR og Cytochrome-C-TCR Tg músa ræstar undir hlutlausum, Thl eða Th2 aðstæðum. Niðurstöður: í ljós kom að TGFB er kröftugur hemjari frumsvars T- frumna undir hlutlausum, Thl eða Th2 aðstæðum. Auk þess kom í ljós að óþroskaðar T-frumur sem höfðu verið ræstar undir áhrifum TGFB sýndu minni ræsingu við endurörvun. Við þessar aðstæður var ekki hægt að sýna fram á minnkaða tjáningu örvunar viðtak- anna CD28, B7-1/2 eða CD25. Jafnframt var ekki hægt að rekja þessi hamlandi áhrif TGFB til minnkaðrar IL-2 framleiðslu. Annars konar áhrifa gætti á minnisfrumur. Til að ná marktækri hömlun á ræsingu minnis Thl CD4+ T-frumna þurfti 10X hærri styrk TGF6 miðað við næmni óþroskaðra T-frumna fyrir því í frum- svari. Undir slíkum kringumstæðum virðist TGFþ leiða til minnk- aðrar tjáningar IL-12 viðtakans (IL-12RB2). Athygli vakti að ekki var hægt að sýna fram á minnkaða ræsingu STAT4 undir þessum kringumstæðum. Hins vegar hefur TGFB ekki áhrif á ræsingu Th2 minnisfrumna hvort heldur þegar litið er á frumufjölgun, cítókín- framleiðslu eða STAT6 ræsingu. Ályktanir: Af þessu er ljóst að áhrifa TGFB er fyrst og fremst að gæta við frumsvar CD4+ T frumna og slíkt kann að vera grundvöll- ur fyrir ónæmisbælandi áhrifum TGFB. Mikilvægt er að rannsaka frekar hvernig TGFB miðlar þessum áhrifum þar sem slík vitneskja getur leitt í ljós sértækar meðferðarleiðir til ónæmisbælingar. E 33 Stýrður frumudauði í þroskaferli forvera megakarýócýta in vitro Ólafur Eysteinn Sigurjónsson', Kristbjörn Orri Guðmundsson', Vil- helmína Haraldsdóttir2, Þórunn Rafnar3, Bjarni A. Agnarsson4, Sveinn Guð- mundsson' 'Blóðbankinn, 'Landspítaii Fossvogi, 'Urður Verðandi Skuld, 'Rannsóknastofa HÍ í meinafræði Netfang: oes@rsp.is Inngangur: Vaxtaþættirnir Tlirombopoietin (TPO) og Flt3/flk2 (FL) hafa áhrif á þroska megakarýócýta (MK) frá blóðmyndandi stofnfrumum (HSC) og á fjölgun (expansion) blóðmyndandi stofn- frumna. Ein tilgáta er að TPO og FL hafi þau áhrif á þroska mega- karýócýta að draga úr stýrðum frumudauða (apoptósu) og ýta þannig undir fjölgun þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif TPO og FL á þroskun megakarýócýta frá CD34+ frumum úr beinmerg með greiningu á tjáningu yfirborðssameinda og stýrðum frumudauða. Efniviður og aðferðir: CD34+ frumur eru einangraðar úr beinmerg með mótefnahúðuðum segulkúlum og ræktaðar í serumfríu æti með og án vaxtarþátta. Frumur eru greindar í frumuflæðisjá (FCM) með mótefnum gegn CD41, CD34 og HLA-DR sameindum. Stýrður frumudauði er metinn í frumuflæðisjá með PI og Annexin-V litun. Niðurstöður: Fjölgun náði hámarki á 14. degi með TPO og TPO/FL (9-falt vs 16-falt). Hlutfall CD41+CD34+ frumna, af heildarfjölda frumnanna, náði hámarki á sjöunda degi og var 26% í rækt með TPO og 16% með TPO/FL. Hlutfall CD41+CD34- frumna eftir 14 daga í rækt var 57% með TPO og 39% með TPO/FL. Hlutfall CD41+CD34- frumna eftir 21 dag í rækt var 77% með TPO og 56% með TPO/FL. Hlutfall frumna í stýrðum frumudauða (Annexin- V+PI-) eftir 14 daga í rækt var 23% með TPO og 21 % með TPO/FL (p=l,106). Hlutfall frumna í stýrðum frumudauða eftir 21 dag í rækt var 53% með TPO og 41% með TPO/FL (p=0,003). CD34+ frum- ur ræktaðar án vaxtarþátta reyndust ekki lífvænlegar. Ályktanir: TPO getur eitt og sér stuðlað að þroska CD41+ frumna (MK) úr CD34+ frumum úr beinmerg. FL í samvinnu við TPO eyk- ur fjölda megakarýócýta-forverafrumna meira heldur en TPO eitt og sér, en hægir aftur á móti á þroskanum. Ekki var marktækur munur á stýrðum frumudauða eftir 14 daga en eftir 21 dag var mun- 34 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.