Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 87
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. kvæma klíníska forprófun á nefúðanum. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru áhrif 2-hýdroxýprópýl-bCDs (HP(3CD) og súlfóbútýleter-pCDs (SBEpCD), með og án 0,1% hýdroxýprópýlmetýlsellulósu, á sýrustigs-leysniferil mídazólams. Nefúði var útbúinn sem innihélt 17 mg/ml mídazólam við pH 4,2, 14% (w/v) SBEPCD, 0,1% (w/v) HPMC, rotvarnarefni og stuð- púða. Stöðugleiki nefúðans var kannaður við 121°C og stofuhita. Framkvæmt var klínískt próf á nefúðanum (opin lyfjarannsókn, stig II), hjá 12 hraustum sjálfboðaliðum þar sem mat var lagt á stað- bundna ertingu og lyfhrif, frásog og aðgengi nefúðans samanborið við gjöf Dormicum® í æð. Niðurstöður: Formaður var nefúði sem innihélt 17 mg/ml míd- azólam í SBEPCD-HPMC samsetningu þar sem sýrustig var stillt á pH 4,2 með H^PCM/NaOH. Geymsluþol nefúðans (>95%) í myrkri við 24°C reyndist vera að minnsta kosti tvö ár. Aðgengi nefúðans reiknaðist 64±19% og hámarksblóðþéttni mældist 10-15 mínútum eftir gjöf í nef. Róunaráhrif voru sýnileg í -40 mínútur. Blóðþéttni Dormicum® þremur til fjórum mínútum eftir gjöf í æð var svipuð hámarksblóðþéttni nefúðans og róunaráhrif voru sýnileg í -35 mín- útur. Sömu einstaklingar sýndu merki róunar, óháð lyfjaforminu. Væg erting (beiskt bragð, óþægindi í hálsi) kom fram í kjölfar úðun- ar. Ályktanir: Á grundvelli cýklódextrínfléttunar var mögulegt að forma stöðugt nefúðalyf mídazólams við æskilegt sýrustig. Nefúð- inn dreifist vel um nefholið, frásogast vel um nefslímhúð og fram- kallar viðunandi róunaráhrif án teljandi aukaverkana. V 92 Notkun flúorkjarnaspunarófsmælinga til að mæla fléttun lyfja við cýklódextrín Jóhanna F. Sigurjónsdóttir , Sigríður Jónsdóttir2, Már Másson’, Þor- steinn Loftssonl 'Lyfjafræöideild HÍ, 2Raunvísindastofnun HÍ Netfang: johannas@hi.is Inngangur: Prótonukjarnaspunarófsmælingar (‘H NMR) eru mikið notuð aðferð til að mæla fléttustuðla (Kq) cýklódextrína (CDa) við lyf. Fléttun veldur breytingum í hliðrun (ö) sumra prótóna CDsins og þeirra prótóna lyfsins sem skermast inni í gati CDsins. Kq má reikna út frá hliðrunarbreytingum (Aö). Ókostir þessarrar aðferðar eru að toppar CDa og lyfja vilja lenda saman og mikil breikkun verður á toppum við aukinn CD styrk. Markmið þessarra tilrauna var að kanna möguleika á notkun flúor (19F) NMR til að mæla flétt- un flúorinnihaldandi lyfja við CD. Þetta er næm aðferð (abundance 19F = 100%) og truflanir frá ‘H-toppum sjást ekki. Hliðrun l9F er á stærra bili heldur en ‘H og breytingar á hliðrunum einnig mun stærri. Efniviður og aðferðir: Mæld voru 19F NMR róf þriggja lyfja (dexa- metasóns, flúoxetíns og díflúnisals) í lausnum af mismunandi styrk 2-hýdroxýprópýl-þCDs (HPPCD). K^ gildi voru reiknuð út frá Aö með ólínulegri bestun. Niðurstöður: Dexametasón er mjög torleyst í vatni (0,01%). Því er mæling rófanna tímafrek og toppar rísa lítt upp úr grunnlínu. Breyt- ingar í hliðrun mælast þó, svo mögulegt er að reikna Kq Flúoxetín er rasemísk blanda og við litla íbót HPþCD verður aðskilnaður toppa fyrir hvora handhverfu í 19F-rófinu. Að er þó lítil og óregluleg, sem bendir til þess að flúorhópurinn taki ekki þátt í fléttumyndun- inni. Tveir toppar í 19F NMR rófum díflúnisals hafa stórt Að (Aðmax VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I 1,6 og 2,2). Stærra gildi K^ reiknast fyrir þann hópinn sem dýpra gengur inn í gat CDsins. Ályktanir: Með 19F NMR mælingum er hægt að meta Kq fyrir CD og lyf sem innihalda flúor. Skilyrði er þó að flúorhópurinn gangi inn í gat CDsins við myndun fléttunnar. Lyfið sem um ræðir, þarf minnst að hafa vatnsleysni -0,1% svo mögulegt sé að mæla rófin innan nokkurra mínútna. V 93 Fiskroð sem himnulíkan til að mæla frásog lyfja Sigurður Daði Sigfússon, Margrét Jóna Höskuldsdóttir, Már Másson, Hákon Hrafn Sigurðsson, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ Netfang: sds@hi.is Inngangur: Við in vitro prófanir á frásogi lyfja hafa ýmsar gervi- himnur eða húðir af tilraunadýrum verið notaðar sem himnulíkön fyrir mannshúð. Flest þessi himnulíkön hafa þá annmarka, að þeir þættir sem ráða frásogi eru oft frábrugðnir því sem þekkt er fyrir mannshúð og flæðið í gegnum þessar himnur getur oft verið breyti- legt. Markmið verkefnisins var að kanna notagildi fiskroðs sem himnulíkans til að rannsaka frásog lyfja. Efniviður og aðfcrðir: Franz flæðisellur voru notaðar til að mæla flæði lyfja í gegnum himnur. Fiskroð mismunandi fisktegunda voru borin saman með því að mæla flæði hýdrókortisóns úr þrenns kon- ar lyfjaformum. Steinbítsroð var valið til frekari prófana á flæði mismunandi lyfja og áhrifa frásogshvetjandi efna á flæðið. Geymsluþol roðsins var einnig kannað. Niðurstöður in vitro próf- ana á fiskroðunum voru bornar saman við samskonar prófanir á sellófanhimnum og slönguham, sem eru himnur sem hafa verið not- aðar sem himnulíkön fyrir húð. Niðurstöður: Flæðiferlarnir fyrir fiskroðið voru mjög línulegir (R2>0,98) og breytileiki á milli tilrauna var lítill (<20%) ef roð af sama fiski var notað. Flæði hýdroókortisóns úr 1 % lausn var um það bil tvöfalt hægara en í gegnum einfalda sellófanhimnu (MW 3500) en um það bil þremur stærðargráðum hraðara en í gegnum slönguham. Geymsla á blautu fiskiroði í ísskáp í rúma viku virtist ekki hafa nein áhrif á eiginleika þess og heldur ekki frysting á roð- inu. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að fiskroð geti verið hentugt himnulíkan til að mæla frásog lyfja. V 94 Líkan til að skýra út áhrif sýklódextrína á flæði lyfja gegnum himnur Hákon Hrafn Sigurðsson, Þorsteinn Loftsson, Már Másson Lyfjafræðideild HÍ Netfang: hakonhrafn@simnet.is Inngangur: Sýklódextrín eru hringlaga fásykrungar sem geta aukið leysni ákveðinna fitusækinna lyfja í vatnslausnum með því að mynda svokallaðar gest-gestgjafa fléttur við lyfið. Aukinn styrkur sýklódextríns í vatnslausnum sem eru mettaðar af lyfi leiðir til auk- ins flæðis í gegnum himnur. Ef lausnin er hins vegar ekki mettuð af lyfi, þá minnkar flæði lyfsins með auknum sýklódextrínstyrk. Þessi áhrif hafa ekki verið skýrð út á fullnægjandi hátt. Nýtt líkan fyrir flæði lyfja í sýklódextrínlausnum sem hér er til prófunar gerir ráð fyrir svokölluðu vatnsflæðilagi. Markmið: Að sýna fram á tilvist einhvers konar vatnsflæðilags og skýra áhrif sýklódextrína á flæði lyfja í því. Búa til stærðfræðijöfnu Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2 0 00/86 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.