Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 31
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og sextíu heilbrigð ungböm voru bólusett með Pnc-D eða Pnc-T og DTP/PRP-D við þriggja, fjögurra og sex mánaða aldur. Onæmisvekjandi eiginleikar Pnc-T og Pnc-D voru metnir með því að mæla sértæk IgG mótefni (ELISA) við þriggja og sjö mánaða aldur. Mótefni gegn DT, TT (ELISA) og PRP (RIA) voru mæld við sjö mánaða aldur. Niðurstöður: Bæði Pnc-D og Pnc-T vöktu marktæka mótefna- myndun. Við sjö mánuði var vegið meðaltal mótefnamagns (GMC, fíg/mL) í Pnc-D og Pnc-T hópunum gegn hjúpgerðum: 3: 3,40 og 2,04; 4: 0,35 og 1,44; 6B: 1,01 og 1,24; 9V: 0,89 og 0,65; 14: 3,58 og 3,02; 18C: 0,85 og 0,49; 19F: 4,09 og 3,38 og 23F: 1,00 og 1,08. Mótefni (GMC, IU/mL) gegn TT voru 2,15 og 1,86, en gegn DT 1,91 og 1,98, í Pnc-D og Pnc-T hópunum (NS). í báðum hópum höfðu 100% DT- og TT-mótefni >0,1 IU/mL. Hins vegar voru mótefni (GMC) gegn PRP marktækt lægri í Pnc-D hópnum eða 0,18 mv 0,34 pg/mL í Pnc-T hópnum (p=0,0079). Hlutfall þeirra sem höfðu PRP-mótefni >0,15 var einnig lægra í Pnc-D eða 47% mv 75% í Pnc-T hópnum (p=0,001) og >1,0 pg/mL 13% mv 23% (p=0,1392). Alyktanir: Bæði Pnc-D og Pnc-T vöktu marktæka mótefnamyndun gegn öllum hjúpgerðum. Engin milliverkun sást milli Pnc-D eða Pnc-T og DT eða TT. Ungbörn bólusett með Pnc-D sýndu lægri mótefnasvörun gegn PRP en þau sem fengu Pnc-T. Þannig virðist milliverkun milli pneumókokkafjölsykra og fjölsykra Hemophilus influenzae, sem tengdar eru á sama burðarprótín, geta haft hamlandi áhrif á mótefnasvar. Hvort þetta hefur klíníska þýðingu er ekki vitað. E 23 Einn skammtur af prótíntengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum vekur myndun virkra mótefna og minnisfrumna í smábörnum Ingileif Jónsdóttir , Gunnhildur Ingólfsdóttir', Eiríkur Sæland', Katrín Davíðsdóttir2, Mansour Yaich3, Odile Leroy3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir' 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, "barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 'Aventis Pasteur, Frakklandi Netfang: ingileif@rsp.is Inngangur: Smábörn eru oft útsett fyrir pneumókokkum, sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum, en þau geta ekki myndað mótefni gegn fjölsykrum pneumókokka. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort bóluefni úr prótíntengdum pneumókokkafjölsykrum geti vakið myndun virkra mótefna hjá smábörnum og myndun ónæmis- minnis. Efniviður og aðferðir: Tuttugu smábörn (17 mánaða) fengu einn skammt af 11-gildu bóluefni úr prótíntengdum fjölsykrum pneumó- kokka (F3bis) tengdum toxóíði stífkrampabakteríunnar (TT) og/eða barnaveikibakteríunnar (DT). Tuttugu og sjö mánaða voru 10 af 20 barnanna endurbólusett með fjölsykrubóluefni (FS). Magn og sækni IgG mótefna var mælt (ELISA) fyrir og einum mánuði eftir frumbólusetningnu með F3bis, en einni viku eftir endurbólu- setningu með FS. Virkni mótefna (opsonic activity, OA) var mæld með upptöku átfrumna á geislamerktum pneumókokkum. Niöurstöður: Marktæk hækkun IgG mótefna mældist eftir frum- bólusetningu með F3bis (Tl°) og endurbólusetningu með FS (T2°). Við Tl° höfðu 15-90% IgG mótefni >lpg/mL, en 100% við T2° gegn öllum hjúpgerðum nema 6B (89%) og 19F (78%). Vegið með- altal mótefnastyrks (GMC) ípg/mL. Tegund 1 3 4 5 6B 7F 9V 14 18C 19F 23F T1° 0,74 2,97 4,64 i,n 0,32 4,14 2,61 0,58 1,88 1,10 1,44 T2° 29,2 19,7 41,5 44,9 9,74 14,3 17,9 18,4 15,7 32,6 12,2 Eftir frumbólusetningu var OA gegn hjúpgerðum 6B, 9V, 18C, 19F og23F; 23,44,58,10 og35 AU mv. 100 AU hjá bólusettum fullorðn- um. Sækniþroskun mótefna jókst frá 17 til 27 mánaða. Strax einni viku eftir endurbólusetningu með FS mældist verulega aukin sækni og 6,5-70 föld hækkun á magni mótefna gegn mismunandi hjúp- gerðum. Alyktanir: Einn skammtur af prótíntengdum pneumókokkafjöl- sykrum vekur marktæka myndun virkra mótefna. Hröð og mikil aukning á IgG mótefnum eftir endurbólusetningu með fjölsykrum, svo og sækniþroskun mótefnanna, sýnir að minnisfrumur voru til staðar. E 24 Slímhúðarbólusetning með prótíntengdum pneumó- kokkafjölsykrum verndar mýs gegn pneumókokkasýkingum Hávard Jakobsen’, Dominique Schulz2, Rino Rappuoli3, Ingileif Jónsdótt- ir’ ‘Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2Aventis Pasteur, Marcy TEtoile, Frakklandi, ’lmmunobiology Research Institute Siena, Siena, Ítalíu Netfang: ingileif@rsp.is Inngangur: Pneumókokkar valda mildum slímhúðarsýkingum, svo sem eymabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og lungna- bólgu, heilahimnubólgu og blóðsýkingu, aðallega í ungum bömum. Pneumókokkar em hjúpaðir fjölsykrum og er fjölsykruhjúpurinn aðalsýkiþáttur þeirra. Helsta vörn líkamans gegn pneumókokkasýk- ingum er myndun IgG mótefna gegn fjölsykrunum sem, ásamt komplementum, opsónera bakteríuna og stuðla að upptöku af völd- um átfrumna. Einnig geta ónæmissvör á slímhúðum, sérstaklega IgA, skipt máli. Pneumókokkafjölsykrur (PPS) hafa verið notaðar sem bóluefni en þær eru lélegir ónæmisvakar í börnum. Að auki leið- ir bólusetning með fjölsykrum hvorki til ónæmisminnis né flokka- skipta B-frumna úr því að mynda IgM í það að framleiða IgG og IgA. Tenging pneumókokkafjölsykra við prótín gerir þær ónæmis- vekjandi í ungbörnum og hafa prótíntengd fjölsykrubóluefni (PNC) sýnt sig vera mjög virk eftir hefðbundna stungubólusetningu, bæði í nýburum og ungbörnum. Virkni prótíntengdra fjölsykrubóluefna eftir slímhúðarbólusetningu hefur hins vegar lítið verið könnuð. Efniviður og aöferðir: Við bólusettum mýs með prótíntengdu fjöl- sykrubóluefni af fjölsykruhjúpgerð 1 (PNC-1) eða 3 (PNC-3) um nef og notuðum stökkbrigði af gatatoxínum Escherichia coli (LT) sem ónæmisglæði. Mótefni gegn pneumókokkafjölsykrum voru síð- an mæld í sermi og munnvatni. Eftir bólusetningu voru mýsnar sýktar um nef með pneumókokkum til að meta verndandi áhrif bólusetninganna. Niðurstöður: Nefbólusetning með PNC-1 eða PNC-3 og LT-stökk- brigðinu olli bæði útbreiddu og staðbundnu ónæmissvari og var magn PPS-sértækra mótefna marktækt hærri eftir nefbólusetningu en eftir hefðbundna stungubólusetningu. Mýs bólusettar um nef með PNC-1 eða PNC-3 ásamt LT-stökkbrigðinu voru allar verndað- ar bæði gegn blóð- og lungnasýkingu. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda því til þess að slímhúðarbólusetn- ing geti verið fýsilegur kostur við bólusetningu gegn pneumókokka- sýkingum í mönnum. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.