Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 77
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X V 59 Greining tengsla við mælanlega eiginleika Oaníel Guðbjartsson , Augustine Kong 2 ‘íslensk erfðagreining, Reykjavík,2Dpt of Human Genetics, University of Chicago, Chicago, USA Netfang: dfg@decode.is Aðferðir byggðar á að kljúfa dreifni (variance components met- hods) og Haseman-Elston próf eru vinsæl tæki til að greina tengsl við mælanlega eiginleika. Sýnt hefur verið fram á að höfnunartíðni aðferða sem byggja á að kljúfa dreifni er viðkvæm fyrir röngum for- sendum um úrtaksdreifingar, til dæmis frávikum frá normaldreif- ingu og vali byggðu á eiginleikanum sem er lil rannsóknar (Allison, et al. 1999). Haseman-Elston próf eru ekki eins viðkvæm fyrir röng- um forsendum en þau eru ekki útvíkkanleg til greiningar á almenn- um fjölskyldum. Líkön byggð á sameiginlegum erfðum (e. allele sharing models) hafa verið mikið notuð til að greina tengsl við flokkanlega eigin- leika. Við útvíkkum notkun þeirra til greiningar tengsla við mælan- lega eiginleika. Beita má nýju aðferðinni beint á almennar fjöl- skyldur og hefur hún verið útfærð í tengslagreiningarforriti okkar, Allegro. Eins og er raunin með flokkanlega eiginleika, gefur að- ferðin rétta höfnunartíðni óháð röngum forsendum um úrtaksdreif- ingu hins mælanlega eiginleika. Við sýnum niðurstöður hermana byggðra á systkinapörum. Höfnunartíðni og afl nýju aðferðarinnar eru borin saman við hinar aðferðirnar. Hermt var bæði með full- komnum og ófullkomnum upplýsingum um erfðir. V 60 Þarmabólgur og forstigsbreytingar í spjaldliðum að- standenda hryggiktarsjúklinga Kristján Orri Helgason , Árni Jón Geirsson', Ólafur Kjartansson2, Einar Jónmundsson2, Kristín Haraldsdóttir2, Steinunn Lindbergsdóttir2, Ragna Ragnarsdóttir2, Helga Norðland’, Aðalbjörg Gunnarsdóttir', Matthías Kjeld3, Ingvar Bjarnason4, Bjarni Þjóðleifsson’ 'Lyflækningadeild, 2röntgendeild og 'rannsóknastofa í meinefnafræði Landspítala Hringbraut, ’Kings College Hospital, London Netfang: bjarnit@rsp.is Inngangur: Hryggikt er ættlægur bólgusjúkdómur sem leggst á hryggjar- og spjaldliði þannig að liðirnir stirðna og beingerast. Þekkt eru tengsl milli þarmabólgu og hryggiktar. Þarmabólgur eru algengari bæði hjá hryggiktarsjúklingum og nánustu aðstandendum þeirra en hjá sambærilegum viðmiðunarhópi. Ónæmisfræðilegt samræmi (antigenic interrelatedness) er milli ákveðinna þarma- baktería og HLA B27 vefjaflokksins sem er til staðar hjá yfir 90% hryggiktarsjúklinga en um 50% aðstandenda. Bólgur í þörmum eru taldar auðvelda inngöngu þessara baktería í líkamann. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort forstigsbreytingar sjúkdómsins væru til staðar hjá aðstandendum hryggiktarsjúklinga og hvort tengsl væru við þarmabólgur. Efniviður og aðferðir: Forstigsbreytingar í spjaldliðum voru metnar með tölvusneiðmynd sem er næmasta aðferðin til að greina byrj- andi hryggikt. Einnig voru teknar blóðprufur (blóðstatus, CRP, sökk), framkvæmd klínísk skoðun og spurningalisti lagður fyrir. Þarmabólgur eru metnar með mælingum á kalprotectin í saur. Niðurstöður: Áttatíu og fimm nánum aðstandendur hryggiktarsjúk- linga var skipt í tvo hópa eftir því hvort þarmabólgur voru til staðar eða ekki. Af 44 aðstandendum með hækkað kalprotectin (>10 mg/L) reyndist samanlagður fjöldi forstigsbreytinga vera 137 (3,1 á VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I einstakling) en af 41 aðstandanda með eðlilegt kalprotectin (<10 mg/L) reyndist fjöldi forstigsbreytinga vera 82 (2,0 á einstakling). Meginmunurinn lá í osteophytum (73% á móti 37%) og subcortical cystum (59% vs 37%) við spjaldliðina. Schöber próf (sem mælir hreyfanleika hryggs) var jákvætt hjá 52,3% af hópnum með bólgur í þörmum á móti 45% af hópnum án þarmabólgna. Fjórir einstak- lingar uppfylltu fyrstu gráðu skilmerki um að hafa hryggikt og voru þeir allir með hækkað kalprotectin (meðaltal 33 mg/L). Ályktanir: Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að þarmabólg- ur spili stórt hlutverk í meingerð hryggiktar. Hér sýnum við fram á að einkennalausar forstigsbreytingar í spjaldliðum eru marktækt fleiri hjá aðstandendum hryggiktarsjúklinga sem hafa þarmabólgur heldur en hjá þeim sem mælast ekki með bólgur í þörmum. V 61 Lifun nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum 1970- 1998 Árni Stefán Leifsson , Páll Ásmundsson2, Runólfur Pálsson12 ’Læknadeild HÍ, 2nýrnadeild og lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: runolfur@rsp.is Inngangur: Nýraígræðsla er kjörmeðferð sjúklinga með loka- stigsnýrnabilun. Fyrsta nýrað var grætt í íslenskan sjúkling í London árið 1970. Hafa ígræðslurnar alfarið verið framkvæmdar erlendis en langtímameðferð nýraþega verið í höndum lækna hér á landi. Til- gangur þessarar rannsóknar var að athuga lifun nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum frá 1970 til loka árs 1998 og þá þætti sem þar kunna að hafa áhrif. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru allir íslenskir sjúklingar sem fengu ígrætt nýra á tímabilinu 1970-1998. Um var að ræða aft- urskyggna rannsókn og var upplýsinga aflað úr gagnagrunni blóð- skilunardeildar Landspítala, sjúkraskrám sjúklinga og sameiginleg- um gagnagrunni Norðurlanda um ígræðslur. Lifun var reiknuð með Kaplan-Meier aðferð en mismunur milli hópa með Mantel-Cox prófi. Niðurstöður: Alls voru 108 nýru grædd í 100 sjúklinga á tímabilinu, 58 karla og 42 konur. Níutíu og þrír sjúklingar gengust undir eina í- græðslu, sex undir tvær ígræðslur og einn gekkst undir þrjár ígræðsl- ur. Meðalaldur við ígræðslu var 36,8 ár (1,4-61,4). Fyrstu árin voru græðlingar frá nágjöfum (NG) í meirihluta en hlutfall græðlinga frá lifandi gjöfum (LG) hefur síðan aukist mikið og var orðið 68% tímabilið 1990-1998. Eins árs græðlingslifun var 78,7% og fimm ára lifun 68,6% yfir allt tímabilið. Eins árs lifun LG græðlinga (n=56) var 96,4% og fimm ára lifun 90,6%. Eins árs lifun NG græðlinga (n=52) var 59,6% og fimm ára græðlingslifun 45,9% (p<0,0001). Fyrir tilkomu cýklósporíns 1984 (n=21) var fimm ára lifun 42,9% en eftir að cýklósporín kom til sögunnar (n=87) var fimm ára græðlingslifun 74,9% (p=0,0017). Meðal sjúklinga sem fengu skil- unarmeðferð í eitt ár eða meira fyrir ígræðslu (n=55) var fimm ára græðlingslifun 53,9% en væru sjúklingar skemur en eitt ár í skilun- armeðferð (n=53) var fimm ára græðlingslifun 84,0% (p=0,00061). Ef græðlingur varð fyrir höfnun, einni eða fleiri (n=46), var fimm ára græðlingslifun 53,% á móti 80,1% fimm ára græðlingslifun hjá þeim sem aldrei fengu höfnun (n=62) (p=0,00061). Ályktanir: Lifun nýragræðlinga hjá íslenskum sjúklingum er sam- bærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Lifun græðlinga hefur batnað og stafar það eflaust af auknum fjölda LG græðlinga sem og bættri ónæmisbælingu með tilkomu cýklósporíns. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 77 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.