Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 50
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkdómsgreiningar á álits-
beiðnum taugalækna á kvennadeild frá miðju ári 1998 til ágústsloka
2000. Farið var sérstaklega yfir beiðnir sem vöktu grun um
taugaskaða tengdum fæðingum. Farið var yfir sjúkraskrár til þess að
staðfest greiningu. Haft var samband við sjúkling og hún kölluð til
skoðunar þegar þurfa þótti.
Niðurstööur: Á rannsóknartímanum greindust níu konur með
taugaskaða eftir fæðingu. Flestar voru með lumbosacral rótaskaða
(radiculopathiu) en færri með útlægan taugaskaða (peripher neuro-
pahtiu). í sumum tilvikum tengist taugaskaðinn fæðingunni en í
öðrum deyfingunni sem notuð var.
Ályktanir: Taugaskaðar eru sjaldgæf en mikilvæg komplíkation við
fæðingu. Lýst verður reynslu af þessu sjúkdómsfyrirbrigði á Lan-
spítala á einu og hálfu ári.
E 79 Notkun apómorfíns við Parkinsonsveiki
Sverrir Bergmann, Grétar Guðmundsson
Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut
Netfang: astakon@rsp.is
Inngangur: Nær hálf öld er liðin frá því greinar birtust um gagnsemi
apómorfíns í meðferð á Parkinsonsveiki. Efnið er dópamín agónisti
og virkar jafnt á D1 og D2 viðtæki. Gefið undir húð hefst virkun
þess innan 5-15 mínútna og stendur yfir í 1-11/2 klukkustund. Efnið
gengur með öðrum agónistum sem notaðir eru í meðferð á Parkin-
sonsveiki. Einnig með efnum sem seinka niðurbroti dópamíns og
með dópamíni sjálfu. Apómorfín getur upphafið með öllu sveiflur
(on/off) sem gætir mismikið hjá flestum einstaklingum með Parkin-
sonsveiki eftir fimm ára meðferð. En auk þess að kveikja hreyfi-
færni dregur það úr sársaukafullum dystóníum. Hægt er að gefa ap-
ómorfín samfellt eða í aðskildum skömmtum. Ókostur er, að ein-
göngu inndæling efnisins undir húð skilar ásættanlegum árangri.
Apómorfín hefur nánast sömu aukaverkanir og dópamín.
Apómorfín var fyrst notað hér árið 1993.
Efniviður og aðferöir: Tuttugu og tveir einstaklingar með Parkin-
sonsveiki, átta karlar og 14 konur, hafa verið meðhöndlaðir með ap-
ómorfíni á taugalækningadeild Landspítala Hringbraut frá árinu
1993. Sex sjúklinganna hafa verið meðhöndlaðir með stöðugri inn-
dælingu apómorfíns, þrír karlar og þrjár konur, en hinir 16, fimm
karlar og 11 konur, hafa fengið apómorfín í stökum inngjöfum,
þrisvar til sex sinnum á sólarhring.
Kannaður hefur verið árangur meðferðar hjá þessum sjúklingum.
Athugað hvort þeir hafa svarað og hversu vel meðferðinni og kann-
aðar aukaverkanir jafnframt.
Sérstakt hreyfifæmimat hefur verið haft til grundvallar.
Við samfellda gjöf hefur verið notuð apómorfín dæla og gefin 2-5
mg af apómorfíni á klukkustund. Við stakar inngjafir hefur verið
byrjað með 1/2-1 mg af efninu og þáð síðan aukið allt upp í 5 mg í
skammti, en meðalskammtur 3 mg. Stakar inngjafir voru gefnar við
upphaf akínetískra tímabila, oftast fjórum sinnum á dag, en sam-
felld gjöf með dælu notuð, þegar nánast engin svörun var við
annarri meðferð eða af henni umtalsverðar aukaverkanir.
Nauðsynlegt er að gefa lyfið Motilium (Domperidone) 20 mg
þrisvar á dag til að fyrirbyggja ógleði af apómorfíni. Ekki er þó
nauðsynlegt, að halda áfram Motilium lengur en sex mánuði.
Niðurstöður og ályktanir: Allir sjúklingarnir svöruðu apómorfíni
með aukinni hreyfigetu og minni sársaukafullum dystoníum. Ekki
skapaðist þol fyrir lyfinu. Engar alvarlegar aukaverkanir komu
fram. Óþægindi meðal annars þrimlamyndun vegna sírennslis und-
ir húð eða stungu undir húð voru þó áberandi og draga úr fýsileika
til notkunar apómorfíns.
Apómorfín hefur þannig ótvíræð áhrif á einkenni Parkinsonsveiki.
t>að er kröftugur agónisti, sem framkallar hreyfifærni og dregur úr
sársaukafullum aukahreyfingum og er mælt með notkun þess, þeg-
ar Parkinsonssjúkdómurinn svarar meðferð með erfiðum sveiflum
eða svarar meðferð alls ekki eða þegar annarri meðferð verður ekki
við komið.
Enn hefur ekki tekist að koma við meðferð með apómorfíni með
öðrum hætti, en gefa það undir húð og á það hvað mestan þátt í því
að þetta lyf er ekki notað sem skyldi svo árangursríkt sem það
greinilega er.
E 80 Faraldsfræði MS á íslandi á 40 ára tímabili (1960 til
1999). Breytingar í nýgengi og algengi
John Benedikz
Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut
Netfang:
Inngangur: MS er algengur sjúkdómur og fylgst hefur verið með
tíðni sjúkdómsin á landinu undanfana áratugi. I þessari rannsókn
var ákvarðað algengi og nýgengi sjúkdómsins á Islandi á síðastliðn-
um 40 árum.
Efniviöur og aðferðir: Allir einstaklingar sem hafa fengið greining-
una clinically definite eða clinically probable MS samkvæmt skil-
merkjum Posers. Miðað var við upphaf einkenna sjúkdómsins frem-
ur en greiningarár.
Niðurstöður: 1) Fjöldi MS sjúklinga 1960-1999: Alls hefur 331 ein-
staklingur greinst á tímabilinu og af þeim eru 222 konur og 109 karl-
ar. Kynjahlutfall er 2,0. 2) Nýgengi á rannsóknar tímanum hækkaði
úr 3,0 (1960-1964) í 4,5 af 100 000 (1975-1994). 3) Algengi (-
prevalence) fer stighækkandi frá 58 af 100 000 1960 í 118 af 100 000
1999.
Ályktanir: Aukning hefur orðið á nýgengi og algengi MS sjúkdóms-
ins á síðustu áratugum. Þessa aukningu má að hluta til rekja til
bættrar greiningar vegna aukins fjölda taugalækna.
E 81 Hlutverk þverfaglegs teymis í meðferð MND-sjúklinga.
Reynsla af starfi MND teymis á Landspítala Hringbraut
Grétar Guðmundsson, Sverrir Bergmann
Taugalækningadeild Landspítala Hringbraut
Netfang: eliasol@rsp.is
Inngangur: MND eða hreyfitaugungahrörnun er sjúkdómur með
stöðugt vaxandi útbreiddum lömunum. Sjúkdómurinn versnar
hratt og dregur sjúkling til dauða á þremur til fjórum árum að jafn-
aði. Ekki er hægt að lækna MND en hægt er að hægja lítillega á
sjúkdómnum með lyfjameðferð.
Meðferð MND sjúklings byggist því fyrst og fremst á meðhöndlun
margþættra líkamlegra, andlegra og félagslegra vandamála sem
fylgja sjúkdóminum.
Haustið 1995 var stofnuð MND göngudeild á taugalækningadeild
Landspítala Hringbraut og í júní 1998 var stofnað MND teymi á
Landspítala Hringbraut.
Efniviður og aðferðir: Við höfum metið þjónustu sem MND teymið
hefur veitt þau tvö og hálft ár sem það hefur starfað. Meðal annars
er metinn árangur hvað varðar greiningu og fræðslu sjúklings og að-
50 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86