Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Síða 29
ÁGRIP ERINDA / X Efniviöur og aðferðir: Undanfarna mánuði höfum við unnið að þró- un aðferðar til að ná örsmáum æðum úr augnbotni. Æðar þessar eru um 80-200 |jm í þvermál og krefst það töluverðar þjálfunar og lagni að ná þessum æðum óskemmdum og starfhæfum úr innsta lagi sjón- himnunnar. Sérstökum tækjabúnaði hefur verið komið upp og hann aðlagaður til að mæla samdráttarkraft í þessum örsmáum æðum. Hárfínir vírar eru þá þræddir í gegnum æðabútinn og þeir festir við mjög viðkvæman tognema. Niðurstöður og ályktanir: Fyrstu niðurstöður okkar benda til að með því að nota 25 pm víra sé hægt að fá viðunandi niðurstöður varðandi skráningu á samdráttarkraftinum. Pessi aðferð lofar mjög góðu til rannsókna á áhrifum á carbonic anhydrasa blokkara og annarra lyfja sem gætu verkað gegnum breytingar á blóðflæði í augnbotnum og hefur hún vakið áhuga lyfjafyrirtækja á þessu sviði og þau óskað eftir samstarfi. E 17 Raflífeðlisfræðileg athugun á starfsemi sjónhimnu músa með stökkbreytingar á microphthalmia geni Þór Eysteinsson , Alma Möller', Eiríkur Steingrímsson2 'Lífeðlisfræðistofnun læknadeild. dífefnafræði HI Netfang: thore@rsp.is Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta starfsemi sjón- himnu músa með stökkbreytingar í microphthalmia (Miif) geninu. Efniviður og aðferðir: Sjónhimnurit (ERG) voru skráð frá 16 vikna gömlum músum með eftirfarandi arfgerðir: mi-bws/mi-bws, mi- sp/mi-sp, Mi-wh/mi-sp, Mi-wh/Mi-wh. Ketamín/xylazín svæfing var notuð. ERG var skráð með hornhimnuskautum, með bandvíddum 0,1-1000 Hz, eða 100-1000 Hz til að skrá sveifluspennur (OPs). Mýsnar voru aðlagaðar að rökkri í klukkustund fyrir mælingar. A-, b-, og c-bylgjur, OPs og 20 Hz flicker voru mæld. Niðurstöður: ERG er mælanlegt í öllum stökkbreytingum nema wh/wh. Meðalsveifluvídd a-bylgju var mest í bws/bws (140 pV), en hjá sp/sp músum 119 pV og 96 pV hjá wh/sp. B-bylgjan er svipuð hjá bws/bws og sp/sp músum, eða 307 og 320 pV, en lægri að spennu hjá wh/sp (220 pV). Dvöl a- og b-bylgja hjá wh/sp músum er seinkuð. C- bylgja er stærst hjá sp/sp músum, eða 96 pV, en 66 pV hjá bws/bws. Hins vegar reyndist c-bylgja hjá wh/sp vera aðeins 31 pV. Sveiflu- spennur hjá wh/sp músum voru einnig lækkaðar, eða 45 pV, en 93 pV og 84 pV hjá bws/bws og sp/sp músum. Svar við blikkandi ljósi er lækkað hjá wh/sp músum. Enginn marktækur munur var á sjón- himnuriti keila milli stökkbreytinga. Ályktanir: ERG wh/wh músa bendir til að þær séu sennilega alger- lega blindar. ERG sp/sp músa virðist eðlilegt, meðan wh/sp mýs sýna marktæka lækkun í svörum þar sem stafir eru ríkjandi, og bendir til galla í litþekju/ljósnemum er einskorðast við stafi. Það kom á óvart að bws/bws mýs virðast hafa eðlilegt sjónhimnurit. Af því er ljóst að þótt bws/bws mýs hafi keimlíka svipgerð og mi- vitiligo mýs er verulegur munur á sjónhimnuriti þeirra, og því starf- semi sjónhimnu. E 18 Súrefnisþrýstingur sjóntaugar í svínum: áhrif hömlunar mismunandi ísóensíma kolanhýdrasa Þór Eysteinsson Jens F. Kiilgaard3, Peter Koch Jensen3, Morten la Cour3, Kurt Bang4, Jens Dollerup4, Einar Stefánsson' 'Augndeild og 'Lífeölisfræðistofnun HÍ, 'augndeild Kaupmannahafnarháskóla, 4MSD Inc, Glostrup, Danmörk Netfang: thore@rsp.is VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Murkmiö: Að reyna að ákvarða hvaða ísóenzým kolanhýdrasa eru mikilvæg varðandi áhrif kolanhýdrasahömlunar á súrefnisþrýsting sjóntaugar í svínum (ONP02). Efniviður og aðferðir: Skautað súrefnisskráningarskaut var staðsett í augnhlaupi fyrir ofan sjóntaug í 20 svæfðum svínum. Fylgst var með blóðgösum og lífeðlisfræði hjarta- og æðakerfis. ONP02 var skráð samfellt. Acetazólamíð (15-1000 mg), dorzólamíð (6-1000 mg) og benzólamíð (200-500 mg) voru gefin í æð. Niðurstöður: Dorzólamíð hefur meiri sækni í ísóensýmin CA II og IV en acetazólamíð, meðan benzólamíð hamlar nánast eingöngu CAIV ísóensými sem bundið er frumuhimnum, í utanfrumuvökva, og getur ekki borist inn í frumur um frumuhimnur. Oháð skömmt- um hefur dorzólamíð þrisvar sinnum meiri áhrif en acetazólamíð á ONP02. Inngjöf benzólamíðs (200-500 mg) í bláæð jók ONP02 um aðeins 3,3 mmHg að meðaltali. Inngjöf dorzólamíðs (500 mg) í blá- æð, meira en 30 mínútum eftir inngjöf benzólamíðs olli enn frekari hækkun ONP02, sem þó var marktækt minni en án fyrri inngjafar með bensólamíði. Ályktanir: Dorzólamíð veldur meiri hækkun ONP02 en aseta- sólamíð, og er sá munur sambærilegur við mun í sækni þessara hamlara í CA IV. Eitt og sér bendir þetta til að CA IV sé mikilvæg- ari varðandi áhrif kolanhýdrasahömlunar á ONP02. Hins vegar sú staðreynd að benzólamíð hefur takmörkuð áhrif á ONP02, og að eftir að búið er að hamla CA IV með benzólamíð veldur dorzólamíð samt sem áður hækkun ONP02, bendir til að CA II sé mikilvægari ísóensým varðandi miðlun áhrifa kolanhýdrasahöml- unar á ONP02. Frekari rannsóknir með öðrum kolanhýdrasahöml- urum, sem hafa ólíka sækni í ísóensým, eru nauðsynlegar til að greiða úr þessum mótsagnakenndu niðurstöðum. E 19 Efnagreining íslensku plöntunnar Alchemilla faeroensis og /n vitro anti-malaríu virkni þriggja Aichemiiia tegunda Sesselja Ómarsdóttir , Elín Soffía Ólafsdóttir', Jerzy Jaroszewski2 'Lyfjafræöideild HÍ, :Dpt of Medicinal Chemistry, Royal Danish School of Pharmacy, Copenhagen, Denmark Netfang: elinsol@hi.is. Inngangur: Alchemilla faeroensis eða maríuvöttur, er eina háplant- an sem vitað er um að vaxi einungis á Islandi og í Færeyjum. Plant- an hefur ekki verið rannsökuð áður með tilliti til efnainnihalds. Samanburður var einnig gerður á efnainnihaldi í tveimur öðrum Alchemilla tegundum A. alpina og A. vulgaris. Etanól extraktar þessara þriggja plöntutegunda voru prófaðar í in vitro and-malaríu prófi. Efniviöur og aðferðir: Plönturnar voru extraheraðar með petróle- um eter í Soxhlet tæki, og síðan með köldu etanóli. Fimm tríterpen- ar voru einangraðir úr etanólextrakti maríuvattar með súluskiljun og aðgreining skoðuð með TLC. Efnabyggingin var greind með 13C- NMR kjarnsegulgreiningu þar á meðal DEPT-prófum og FAB- massagreiningu. Niðurstöður: Tveir tríterpenanna eru tiltölulega algengir, það er ur- solic acid og oleanolic acid, á meðan hinir þrír eru sjaldgæfir, það er tormentic acid, euscophic acid og 2a-hydroxy-ursolic acid. Sömu tríterpenar fundust í A. alpina og A. vulgaris, sem undirstrikar ná- inn skyldleika þessara þriggja plöntutegunda. Aðeins ein fyrri rannsókn hefur lýst tríterpenum úr Alchemilla teg- und það er betulinic acid og oleanolic acid úr A. pastoralis (1), en Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.