Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 35
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
urinn orðinn marktækur. FL ásamt TPO virðist ekki hafa marktækt
meiri vernd gegn stýrðum frumudauða en TPO eitt og sér nema á
síðari þroskastigum.
H 34 Fylgikvillar og algengi IgA skorts
Guðmundur Jörgensen', Sigurveig P. Sigurðardóttir', Sveinn Guð-
mundsson2, Björn Rúnar Lúðvíksson3
'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2Blóðbanki íslands
Netfang: bjornlud@rsp.is
Inngangur: Skortur á IgA er einn algengast nieðfæddi ónæmisgall-
inn og er algengið talið vera 1/324-1/1850 sem ræðst meðal annars af
kynþætti og þjóðerni. Fylgikvillar IgA skorts virðast vera ofnæmi,
sýkingar, sjálfofnæmissjúkdómar og krabbamein. Orsakir þessa og
algengi eru hins vegar á reiki.
Efniviður og aðferðir: Til þess að meta algengi fylgikvilla IgA skorts
hér á landi var eftirtalið þýði valið. I fyrsta áfanga var skimað fyrir
IgA skorti (<0,05 g/1) hjá heilbrigðum blóðgjöfum. Pví næst var
skimað fyrir IgA skorti á öllum innsendum sýnum til Rannsókna-
stofu Háskólans í ónæmisfræði á tímabilinu 1992-2000. í síðasta
áfanga þessa hluta rannsóknarinnar var algengi sjúkdómseinkenna
metið með stöðluðum spurningarlista og skoðun einstaklinga er
greindust með IgA skort á Rannsóknastofunni.
Niðursföðun Nú hefur verið skimað fyrir IgA skorti hjá 4004 blóð-
gjöfum. Af, þeim hafa sjö einstaklingar greinst með IgA skort (al-
gengi 1/572). Á Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði var IgA
mælt hjá 3450 einstaklingum. Einungis reyndust 13 af þeim 35 sem
höfðu IgA <0,05 g/1 hafa meðfæddan IgA skort. Algengi sjúkdóms-
einkenna liggur nú fyrir hjá 11 þessara einstaklinga (sjö fullorðnum,
fjórum börnum). Hjá þeim reyndust allir hafa óeðlilega tíðni sjúk-
dómseinkenna frá slímhúðum þar sem skútabólgur, hálsbólgur og
tannholdsbólgur voru algengastar. Auk þess reyndust 9/11 (82%)
vera með endurteknar sýkingar, þar af voru þrír á fyrirbyggjandi
sýklalyfjagjöf, 5/11 (45%) reyndust hafa astma, 4/11 (36%) sólarex-
sem og 6/11 (55%) vera með sögu um ofnæmi. Skoðun leiddi í ljós
minnkaða táraframleiðslu hjá 3/7 (43%) fullorðnum með IgA
skort.
Ályktanir: Fylgikvillar IgA skorts kunna að vera algengari en áður
hefur verið talið. Næstu áfangar rannsóknarinnar munu því beinast
að því að meta enn frekar alengi sjúkdómseinkenna þar með talin
astma og ofnæmistilhneigingar hjá einstaklingum með IgA skort.
Ennfremur mun rannsóknin beinast að ættlægni og erfðaþáttum
sjúkdómsins.
E 35 Þegar C4A skortur takmarkar styrk C3 brota á
mótefnafléttum eykst áhætta á SLE
Kristín H. Traustadóttir , Ásbjörn Sigfússon', Kristján Steinsson2, Krist-
ján Erlendsson1'2
‘Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, dyflækningadeild Landspítala Hring-
braut
Netfang: kristtr@rsp.is
Inngangur: Einn af áhættuþáttum gigtsjúkdómsins Systemic lupus
erythematosus (SLE) er skortur á komplementþætti C4A. íslensk-
ar mælingar sýna að C4A skortur er algengur í heilbrigðu þýði
(25,3%), en þó algengari meðal SLE sjúklinga (46,9%). Fyrri rann-
sóknir okkar sýna að einstaklingar sem bæði hafa C4A skort og
hækkaðan styrk mótefnafléttna í sermi eru líklegri til að fá SLE. í
þessari rannsókn var kannað nánar hvernig samspil þessara tveggja
þátta eykur líkur á SLE.
Efniviður og aðferðir: Fimmtíu og einn einstaklingur var aðgreind-
ur með tilliti til C4 arfgerða; 13 voru með arfhreinan skort á C4A
(þar af fimm með SLE), 14 með arfblendinn skort og 24 voru ekki
með C4A skort. ELISA var notuð til að mæla magn komplement-
brota sem sitja föst á tilbúnum mótefnafléttum (hitaaggregeruðu
IgG) og endurspegla þannig ræsingarhæfni sermisins. Til að meta
áhrif komplementbrotanna var notuð Immune complex red cell
binding assay, sem mælir tengingu komplementhúðaðra
mótefnafléttna (Alkaline phosphatase (AP)-anti AP) við
komplementviðtaka (CRl).
Niðurstöður: Magn C3 brota á mótefnafléttum er ráðandi þáttur í
áhættu C4A skorts á SLE. Þegar styrkur C4A er takmarkandi,
ákvarðast magn C3 brota á fléttunum af ræsingu C4A en ekki af
heildarræsingu C4. Pegar styrkur mótefnafléttna í sermi er lágur,
gengur jafnvel að tengja mótefnafléttur við CRl á rauðum blóð-
kornum, í semri með C4A skort og í eðlilegu sermi. Hins vegar, þeg-
ar styrkur mótefnafléttna er hár, tengjast færri mótefnafléttur við
CRl í sermi sem skortir C4A, en í sermi með eðlilegt magn C4A.
Ályktanir: Mótefnafléttur í háum styrk í sermi með C4A skort
trufla eigin bindingu við CRl. Styrkur komplementbrota á
mótefnafléttum og tenging þeirra við viðtaka sína hefur áhrif bæði
á fléttuflutning og einnig þroskun B frumna. Þetta getur útskýrt
hvernig gallarnir tveir vinna saman að því að einkenni SLE komi
fram.
E 36 Meðhöndlun mótefnafléttna er gölluð í sjúklingum með
herslismein
Guðmundur Jóhann Arason , Árni Jón Geirsson2, Ragnhildur Kolka’,
Þóra Víkingsdóttir1, Helgi Valdimarsson’
‘Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2lyflækningadeild Landspítala Hring-
braut
Netfang: garason@rsp.is
Inngangun Fyrri rannsóknir benda til að ræsing á komplementkerf-
inu eigi sér stað í meinferli herslismeins (systemic sclerosis) og stung-
ið hefur verið upp á að útfelling mótefnafléttna geti átt þátt í æða-
skemmdum sem einkenna þennan sjúkdóm.
Efniviður og aðferðin Við höfum rannsakað ýmsa þætti komple-
mentkerfisins í 24 sjúklingum með herslismein. Hindrun á útfellingu
mótefnafléttna (PIP=prevention of immune precipitalion) var mæld
með aðferð sem við höfum þróað, og ræsing kerfisins var metin með
því að mæla magn C3d með ELISA aðferð. Arfgerð C4 var metin
með prótínrafdrætti og mótefnafestingu. Þessar breytur voru bomar
saman við CH50 og magn sameindanna C4, C4A, C4B, Clq og C3.
Niðurstöður: Hindrun á útfellingu mótefnafléttna reyndist verulega
skert í sjúklingum með herslismein (p<0,001). Þessi skerðing reynd-
ist vera marktækt meiri í þeim sjúklingum sem höfðu hlutaskort á
C4A sameindinni samkvæmt prótínrafdrætti (p=0,03) og sterk
fylgni fannst milli C4A magns og skertrar fléttumeðhöndlunar
(p =0,001). Gallinn sýndi einnig fylgni við Clq, C3 og CH50, en
mun minni, og þessi fylgni gæti skýrst af fylgni milli þessara þátta og
C4 magns. Gallinn virtist einkum áberandi snemma í sjúkdómnum
og í mörgum sjúklingum virtist hann lagfærast með tímanum.
Álykíanir: Niðurstöðurnar benda til þess að útfelling mótefna-
fléttna sé þáttur í æðaskemmd sjúklinga með herslismein. Hluta-
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 35